
Sport

Mömmu þjálfarans fannst framkoma Bellingham viðbjóðsleg
Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, segist alveg skilja gagnrýnina á framkomu stórstjörnunnar Jude Bellingham í tapleiknum á móti Senegal á þriðjudaginn.

Fyrrum methafi lést aðeins 28 ára
Eliud Kipsang átti bandaríska háskólametið í 1500 metra hlaupi þangað til í ár en nú er hann allur.

Dagskráin í dag: Nóg af golfi, Lindex mótið og íshokkí
Það er margt um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Sané fær ofurlaun hjá Galatasaray
Leroy Sané, þýskur landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi leikmaður meistara Bayern München, mun semja við Galatasaray í Tyrklandi þegar samningur hans í Þýskalandi rennur út.

Sigurjón kjörinn forseti Alþjóða kraftlyftingasambandsins
Sigurjón Pétursson var fyrr í dag kjörinn forseti Alþjóða kraftlyftingasambandsins. Sem stendur er hann eini Íslendingurinn gegnir slíku hlutverki hjá Alþjóða íþróttasambandi.

Leverkusen vill varnarmann Liverpool
Bayer Leverkusen rennir hýru auga til Jarell Quansah, varnarmanns Englandsmeistara Liverpool. Ekki er þó talið að Liverpool geti notað Quansah sem skiptimynt í kaupum sínum á Florian Wirtz.

Þegar neyðin er mest er Caruso næst
Fimm ár eru síðan Vísir fjallaði um óvænt hlutverk Alex Caruso á leið Los Angeles Lakers að NBA-meistaratitlinum í körfubolta. Nú er hann máttarstólpi í einu besta liði NBA.

Grealish fer ekki með á HM félagsliða
Dagar Jack Grealish hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester City eru taldir. Hann er ekki í leikmannahóp liðsins sem fer á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní næstkomandi í Bandaríkjunum.

Uppgjörið: Valur - Þróttur 2-1 | Valskonur í undanúrslit
Eftir afar dapurt gengi í Bestu deild kvenna í fótbolta á Valur enn möguleika á að verja titil sinn í Mjólkurbikarnum. Valskonur urðu fyrsta liðið til að leggja Þrótt að velli í sumar og eru komnar í undanúrslit.

Lyfjaeftirlitið vill stoppa Steraleikana
Það kemur kannski lítið á óvart en Alþjóða lyfjaeftirlitið, WADA, vill koma í veg fyrir að Steraleikarnir svokölluðu fari fram.

Þróttur fékk kröftugan framherja sem þarf að bíða fram að stórleiknum
Þróttarar, sem sitja á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta, brugðust skjótt við eftir að ljóst varð að Caroline Murray færi frá félaginu og hafa nú kynnt til leiks framherjann Kayla Rollins sem þó mun þurfa að bíða eftir fyrsta leiknum í Þróttaratreyjunni.

Breiðablik búið að semja við Damir
Damir Muminovic hefur gengið frá samningi við Breiðablik sem gildir út árið. Félagaskiptin ganga í gegn og Damir verður löglegur leikmaður liðsins þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 17. júlí.

Rúnar látinn fara frá Leipzig
Þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að segja þjálfaranum Rúnari Sigtryggssyni upp störfum.

Rut bætist í stóran hóp sem kvatt hefur landsliðið
Rut Jónsdóttir, ein besta handboltakona sem Ísland hefur átt, kveðst hafa spilað sinn síðasta landsleik. Hún bætist þar með í hóp reynslumikilla leikmanna sem kvatt hafa landsliðið nýlega.

Skaut fast á umboðsmann Gyökeres: „Hótanir og kúgun virka ekki á mig“
Myndast hefur stór gjá á milli annars vegar framherjans eftirsótta Viktors Gyökeres og umboðsmanns hans, og hins vegar forráðamanna portúgalska félagsins Sporting Lissabon. Svíinn virðist ætla að reyna allt til að knýja fram sölu í sumar.

„Auðvitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“
Kvennalið Vals í fótbolta hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið en þjálfarinn Kristján Guðmundsson segir það ekki hafa áhrif á undirbúning ríkjandi bikarmeistaranna fyrir átta liða úrslita leikinn gegn Þrótti á Hlíðarenda í kvöld. Þó liðinu þyrsti sannarlega í sigur.

„Óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers“
Samkvæmt belgískum miðlum kom ekkert sérstaklega á óvart í vali Elísabetar Gunnarsdóttur á EM-hópi Belgíu fyrir mótið sem hefst í Sviss eftir þrjár vikur. Hún segir sjálf óhjákvæmilegt að nú séu einhers staðar brostin hjörtu.

Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu
Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik.

Kláraði læknisfræði og keppti á HM í sömu viku
Dagarnir verða vart viðburðaríkari en hjá Kristrúnu Ingunni Sveinsdóttur sem í sömu vikunni útskrifast úr læknisfræði og keppir á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum.

Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar
Viðræður Liverpool við Bayer Leverkusen um kaup á Florian Wirtz eru sagðar á lokastigi. Wirtz verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Kraftaverkamaðurinn Gunnar Már sem þjálfarinn kallar Jesús
Baldur Þór Ragnarsson segir að menn innan teymisins hafi farið nýstárlegar leiðir í úrslitakeppninni til að halda mönnum heilum í gegnum þessar álagsmiklu vikur. Þar kom við sögu hreyfifræðingurinn Gunnar Már Másson maður sem hann kallar einfaldlega Jesú.

City staðfestir kaupin á Reijnders
Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða.

„Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í“
Handboltamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson varð um helgina þrefaldur meistari með Sporting í Portúgal annað árið í röð, eftir magnað einvígi gegn Íslendingaliðinu Porto. Honum líkar lífið í Lissabon vel og ætlar að halda áfram að vinna titla með liðinu næstu tvö árin hið minnsta.

Sendi sónarmynd: Tvö ákærð eftir fjárkúgun gamallar kærustu
Tveir Suður-Kóreumenn, kona á þrítugsaldri og karl á fimmtugsaldri, hafa nú verið ákærð, grunuð um að reyna að kúga fé út úr Son Heung-min, fyrirliða knattspyrnuliðs Tottenham.

Orri lofar næstu stjörnu Arsenal: „Frábær strákur með fæturna fyrir neðan jörðina“
„Gæðin hjá honum skína í gegn,“ segir Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, um miðjumanninn magnaða Martin Zubimendi sem hann fékk að kynnast svo vel í vetur en er á leið til Arsenal.

Harma ljót orð í Dalnum og lofa bættri gæslu
Knattspyrnudeildir Þróttar og Njarðvíkur hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna þeirra orðaskipta sem urðu á milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur í fyrrakvöld, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Lengjudeild karla.

Vilja tæpa tólf milljarða fyrir Garnacho
Manchester United er sagt vilja 70 milljónir punda eða um tólf milljarða íslenskra króna fyrir vængmanninn eftirsótta Alejandro Garnacho.

Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígi NBA og hafnabolti
Tveir áhugaverðir leikir eru í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld.

Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn
Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn.

Júlíus Orri semur við Tindastól
Körfuknattleiksmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson hefur samið við Tindastól til tveggja ára. Hann kemur frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar.