Sport

Haukar unnu með 45 stiga mun

Haukar byrja af miklum krafti í Bónus-deild kvenna í körfubolta og hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Í kvöld vann liðið algjöran risasigur gegn Stjörnunni í Garðabæ, 103-58.

Körfubolti

Ó­trú­legur leikhluti Martins í naumum sigri

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði heil sautján stig í þriðja leikhluta, þegar Alba Berlín vann sinn fyrsta sigur í Evrópudeildinni (e. Euroleague) í körfubolta á þessari leiktíð.

Körfubolti

Dómarinn í Laugar­dalnum fór ekki eftir vinnu­reglum

Starfsreglur UEFA-dómara er varða endurskoðun á VAR segja til um að dómari á velli skuli horfa á myndbönd af atviki áður en hann taki ákvörðun. Ekki dugi að sjá stillimynd. Dómari leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild UEFA í gær virðist ekki hafa farið eftir þeim reglum þegar hann dæmdi Tyrkjum tvær vítaspyrnur.

Fótbolti

Haaland baðst af­sökunar

Erling Braut Haaland hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni og norska landsliðsins í 5-1 tapi á móti Austurríki í Þjóðadeildinni.

Fótbolti

Fyrr­verandi kærasti myrti Puhakka

Samkvæmt upplýsingum frá finnsku lögreglunni hefur fyrrverandi kærasti Jannes Puhakka játað að hafa myrt hann. Puhakka, sem var fyrsti leikmaðurinn í efstu deild í íshokkí í Finnlandi til að koma út úr skápnum, var skotinn til bana í Espoo á sunnudaginn. Hann var 29 ára þegar hann lést.

Sport