

Strákarnir í tuttugu ára landsliðinu í handbolta spila um sjöunda sætið á Evrópumótinu í Slóveníu en þetta varð ljóst eftir að liðið tapaði á móti Svíum í dag.
Patrick Pedersen er mesti markaskorari Valsmanna frá upphafi en hann hafði beðið í meira en ellefu hundruð mínútur eftir marki í Evrópuleik.
Kylian Mbappé er ekki lengur leikmaður Paris Saint Germain en franska félagið er sagt skulda honum enn mikinn pening. Svo gæti farið að Mbappé fari í hart til að fá launin sín borguð.
Það fór vel um Valsmenn í Albaníu eftir mikinn viðbúnað í aðdraganda leiksins við Vllaznia í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Þjálfari liðsins er ánægður með sigurinn.
Manchester City hefur gengið frá kaupunum á brasilíska kantmanninum Sávio.
Ítalska C-deildarliðið Perugia hefur landað Adam Ægi Pálssyni, um ári eftir að hafa fyrst sýnt honum áhuga. Leikmaðurinn er hæstánægður með að hefja atvinnumannaferilinn hjá jafn stóru félagi og Perugia.
Valsmenn fóru mikinn í Albaníu í gærkvöld er þeir rassskelltu lið Vllaznia til að tryggja sæti sitt í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
N'Golo Kanté gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina en West Ham United hefur mikinn áhuga á að fá franska landsliðsmanninn.
Öll þrjú íslensku félögin sem kepptu í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld fóru áfram í næstu umferð forkeppninnar. Nú stefnir í heljarinnar Evrópuveislu hér á landi í næstu viku.
Fótboltamaðurinn Adam Ægir Pálsson hefur samið við ítalska C-deildarliðið Perugia. Hann staðfesti þetta í samtali við Vísi.
Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur kvatt uppeldisfélag sitt, Hauka, og heldur nú í dönsku úrvalsdeildina í handbolta. Hann segir langþráðan draum að rætast og ætlar að berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu innan gríðarsterks leikmannahóps.
Þrátt fyrir að Graham Potter hafi verið rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea í byrjun apríl í fyrra fær hann enn greitt frá félaginu.
Ummæli lýsara á Opna breska meistaramótinu um verkjalyfjafíkn Tigers Woods mæltust afar illa fyrir.
Fyrirliði japanska fimleikalandsliðsins keppir væntanlega ekki á Ólympíuleikunum í París eins og til stóð. Hún var nefnilega gripinn við að reykja.
Það eru fleiri en Englendingar sem leita sér að nýjum landsliðsþjálfara. Kasper Hjulmand er hættur sem þjálfari karlalandsliðs Dana í knattspyrnu.
Íslenska undir 20 ára landslið kvenna í körfubolta er komið heim eftir góða ferð til Búlgaríu þar sem liðið náði sínum besta árangri í sögunni. Matareitrun setti aftur á móti svip sinn á ferðina.
Luke Littler og kærasta hans, Eloise Milburn, eru hætt saman eftir tíu mánaða samband.
Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson er gríðarlega þekktur innan CrossFit-heimsins, allavega hér á landi. Hann segir upphafið að því ævintýri megi rekja til ársins 2016 þegar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir „væflaðist inn á skrifstofu“ hjá honum.
Það er vægast sagt nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Gleðilegan föstudag.
Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, má ekki vera með leikmönnum liðsins í einrúmi á Ólympíuleikunum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Mwape neitar sök.
Leikur Belgíu og Ísrael í Þjóðadeild karla í knattspyrnu mun ekki fara fram í Belgíu vegna öryggisástæðna. Í síðasta mánuði var staðfest að leikurinn myndi ekki fara fram í Brussel, höfuðborg Belgíu, en nú hefur verið útilokað að leikurinn fari yfir höfuð fram í Belgíu.
„Auðvitað [líður mér] mjög vel, frábærlega. Við eigum líka leik aftur á sunnudaginn þannig að ég var feginn að þetta fór ekki í framlengingu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sætan sigur gegn Tikvesh í undankeppni Sambandsdeildarinnar.
„Þetta er helvíti sætt, erfitt að missa þetta niður í fyrri leiknum en við sýndum karakter í dag og kláruðum þetta,“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson, hetja Breiðabliks í 3-1 sigri gegn Tikvesh. Kristófer var reyndar ekki klár á því hvort hann hefði skorað sjálfur en það tókst að sannfæra hann.
Breiðablik er komið áfram í aðra umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar eftir góðan 3-1 sigur á Tikvesh frá Norður-Makedóníu á Kópavogsvelli í kvöld. Liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum þar sem það tapaði ytra 3-2 í síðustu viku.
Daniel Brown frá Englandi trónir á toppnum þegar fyrsta hring á Opna meistaramótinu í golfi er lokið. Hann lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari.
Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia voru allt annað en ánægðir með frammistöðu sinna manna í 4-0 tapi fyrir Val ytra í kvöld. Þeir létu það í ljós undir lok leiks.
Stjarnan er komin áfram í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir 3-2 tap gegn Linfield í Norður-Írlandi í kvöld.
Valsmenn gerðu allt rétt er þeir fóru örugglega áfram í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Valur vann 4-0 sigur á Vllaznia frá Albaníu ytra.
Aron Snær Júlíusson og Sigurður Arnar Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG, leiða eftir fyrsta dag Íslandsmótsins í golfi. Mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Sá er örlítið breyttur en hann er par 71 í dag í stað 72.
Eva Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar er með þriggja högga forystu í kvennaflokki þegar fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi er lokið. Mótið hófst í morgun á Hólmsvelli í Leiru.