Sport

„Ætla ekki að standa hérna og af­saka neitt“

„Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld.

Fótbolti

Alexandra lagði upp í frum­rauninni

Þrátt fyrir að vera 0-1 yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka tapaði Íslendingalið Kristianstad fyrir Djurgården, 2-1, í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Fótbolti

Sex breytingar á byrjunar­liðinu

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir sex breytingar á byrjunarliðinu fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Tveir Skagamenn sem spila vanalega á miðjunni eru í vörninni.

Fótbolti

Cecilía varði víti

Inter laut í lægra haldi fyrir Fiorentina, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vítaspyrnu í leiknum.

Fótbolti

Máluðu Smárann rauðan

Valur varð í gær bikarmeistari í annað sinn á þremur árum þegar liðið lagði KR örugglega að velli, 78-96, í Smáranum í Kópavogi.

Körfubolti

Piastri vann Kínakappaksturinn

McLaren byrjar tímabilið í Formúlu 1 vel en liðið hefur unnið fyrstu tvær keppnirnar. Í dag hrósaði Oscar Piastri sigri í kínverska kappakstrinum.

Formúla 1

Tvær ó­líkar í­þróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“

„Auðvitað hefðum við viljað betri úrslit en það er enginn heimsendir í tveggja leikja einvígi. Við erum nokkuð brattir“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson, sem mun nálgast leikinn í dag eins og „alvöru heimaleik“ þrátt fyrir að vera víðs fjarri Laugardalnum. Ísland þarf að sækja til sigurs eftir 2-1 tap gegn Kósovó í fyrri leiknum.

Fótbolti

Hætti í löggunni og gerðist heims­meistari

Fyrrum lögreglukonan Tiara Brown varð WBC heimsmeistari í fjaðurvigt eftir sigur gegn Skye Nicolson í titilbardaga. Ákvörðun hennar að hætta lögreglustörfum árið 2021 hefur heldur betur borgað sig.

Sport