Skoðun

Munt þú brotna?

Guðni Arnar Guðnason skrifar

„Bein eru leiðinleg”, sagði góður starfsbróðir eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða beinþynningu, einn fjölmargra sjúkdóma sem við innkirtlalæknar fáumst við.

Skoðun

Hvað ef ég skaða barnið mitt?

Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar

Hvað ef barnið mitt fær ekki næga næringu? Hvað ef það hættir að anda? Hvað ef ég missi það í gólfið? Hvað ef amman ber sýkla í barnið? Hvað ef ég skaða barnið mitt?

Skoðun

Bú­setu­frelsi eða bú­setu­helsi?

Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Nýlega var frétt á RUV um samstarfshóp (Enskumælandi ráð) sem farinn er af stað í Mýrdalshreppi, þar sem útlendingar sem flutt hafa í sveitarfélagið eiga sér rödd og geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld.

Skoðun

Þjónustu- og þekkingar­mið­stöð fyrir ein­hverfa

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Hér á landi greinast árlega einstaklingar með einhverfu eða raskanir á einhverfurófi. Einhverfa er röskun í taugaþroska sem kemur jafnan fram snemma í barnæsku. Einhverfa er yfirleitt meðfædd og til staðar alla ævi en kemur fram með ólíkum hætti allt eftir aldri, þroska og færni og sökum þess hve einhverfa er margbreytileg er oft talað um einhverfuróf.

Skoðun

Rétt gögn en röng ályktun

Konráð S. Guðjónsson skrifar

Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn.

Skoðun

Nám­skeið í mennsku

Gunnar Dan Wiium skrifar

Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum.

Skoðun

Tungu­málið er lykillinn að full­veldinu

Ármann Jakobsson skrifar

Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað.

Skoðun

Verða konur fyrir for­dómum í heil­brigðis­kerfinu?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu.

Skoðun

Lyfti­stöng fyrir heil­brigðis­þjónustu á Suður­nesjum

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Undanfarin ár hefur orðið hröð fólksfjölgun á Suðurnesjum með tilheyrandi vaxtarverkjum. Lýðheilsuvísar sem Embætti Landlæknis birtir reglulega hafa sýnt að ýmsir þættir í daglegu lífi sem hafa áhrif á líðan og heilsu hafa verið óhagstæðari á Suðurnesjum en annar staðar á landinu. Í dag búa um 30 þúsund íbúar á svæðinu og það hefur blasað við um tíma að Heilsugæslan á Suðurnesjum nái ekki að anna öllum þessum fjölda. Íbúar á svæðinu hafi um tíma barist yfir bættri heilsugæslu á svæðinu og hefur sú barátta nú skilað árangri.

Skoðun

Sterkari saman – sam­eining Skóg­ræktar og Land­græðslu

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Fyrr á þessu ári setti ég af stað vinnu við frumathugun á sameiningu Skógræktar og Landgræðslu. Þær niðurstöður liggja fyrir og ég hef ákveðið að leggja til að Landgræðslan og Skógræktin verði sameinaðar í nýja stofnun.

Skoðun

Not­endur strætó eru aug­ljós­lega vanda­málið

Geir Finnsson skrifar

Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda.

Skoðun

Stefna stjórnar (og stjórnar­and­stöðu) í hælis­leit­enda­málum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin.

Skoðun

Al­þjóð­legur dagur mat­væla

Erna Bjarnadóttir skrifar

Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat.

Skoðun

Framtíð ASÍ

Arnþór Sigurðsson skrifar

Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið.

Skoðun

Ekki bara slags­mál heldur ein­beitt árás til að skaða

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Ekkert okkar hefur farið varhluta af fréttum um aukið ofbeldi meðal ungmenna og fjölgun stunguárása. Lögregla gaf nýverið út yfirlýsingu þar sem hún lýsti áhyggjum yfir auknum vopnaburði meðal ungmenna í miðbæ Reykjavíkur.

Skoðun

Umræða sem snertir okkur öll

Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar

Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna.

Skoðun

Vin í eyði­mörkinni

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Eitt mesta uppvaxtarskeiðið í sögu Hveragerðis er hafið sem ekkert lát virðist vera á. Fjölgunin kallar á uppbyggingu innviða og hefur byggingu nýs leikskóla í Kambalandi verið flýtt. Eins hefur tveggja áfanga viðbygging við Grunnskólann í Hveragerði verið sameinuð í eina og er því markvisst unnið að hönnun þeirra byggingar.

Skoðun

Köstum hjóna­bandinu á ösku­hauga sögunnar

Natan Kolbeinsson skrifar

Við lifum á fordæmalausum tímum er setning sem við höfum heyrt oft á síðustu árum. Þetta á ekki bara við um alla þá fordæmalausu atburði og tækniframfarir sem við höfum upplifað undanfarin ár heldur hafa einnig orðið verulegar breytingar í okkar nánasta umhverfi; hvernig við skilgreinum og hugsum um fjölskylduna okkar og hver tilheyrir þeirri einingu.

Skoðun

Stöndum saman um líf­fræði­lega fjöl­breytni

Skúli Skúlason skrifar

Heilbrigð vistkerfi á landi, í ferskvatni og sjó eru undirstaða alls lífs á jörðinni og fjölbreytni lífríkisins er forsenda þess að vistkerfi geti starfað. Án fjölbreytni eru engir valkostir þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum og jafnvel ógnum eins og hlýnandi loftslagi.

Skoðun

Ríkið snið­gengur börn af er­lendum upp­runa bú­sett í Reykja­vík

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Borgarstjórn mun ræða í dag um samræmda móttöku Reykjavíkurborgar á flóttafólki. Fáir sáu fyrir að ráðist yrði inni í fullvalda ríki í Evrópu á 21. öld – atburður með engum fyrirsjáanleika verður að veruleika en samt þurfa löndin í Evrópu að vera viðbúin, tilbúin kallinu þegar það kemur.

Skoðun

Til varnar Há­lendinu í krafti tóna

Tryggvi Felixson skrifar

Hálendi Íslands er í huga okkar stórt, stórbrotið og framandi, en líka heillandi og dásamlegt. Það nær yfir um 40% af landinu okkar. Hálendið heillar marga, jafnvel þá sem ekki hafa haft tækifæri til að ferðast um það og njóta með beinum hætti. Þeir njóta þess úr fjarlægð, af myndum og frásögn. 

Skoðun

Kæri Ás­mundur, hvað kom fyrir barnið?

Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar

Ég var að klára að horfa á blaðamannafundinn sem þú hélst um umbyltingu á menntakerfinu og má til með að skrifa þér nokkrar línur. Ég ber miklar væntingar til þessara breytinga sem þú boðar og þá helst sem lútar að umsvifameiri stuðningi við börn sem búa við erfiðar aðstæður.

Skoðun

„Ég á mér draum“

Eyjólfur Pálsson skrifar

Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði.

Skoðun

Brjótum glæpahringina upp

Atli Bollason skrifar

Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa.

Skoðun

Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt

Tryggvi Magnússon skrifar

Enn rennur upp þessi dagur og ekki að undra fátækt er til bæði í okkar landi og öðrum. Mér finnst að við verðum hvert og eitt það sem í okkar valdi stendur til minnka og eyða fátækt.

Skoðun

Virðing fyrir skoðunum barna

Hanna Borg Jónsdóttir skrifar

Á undanförnum misserum hefur UNICEF á Íslandi lagt ríka áherslu á að auka meðvitund í samfélaginu um mikilvægi þess að börn fái tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Til þess að það sé mögulegt þurfa að vera til staðar aðgengilegar leiðir fyrir börn til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri þannig að þau eigi raunhæfa möguleika á því að hafa áhrif á öll mál er þau varða.

Skoðun

Hvað er dauðakvíði?

Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra.

Skoðun