Ísland þarf ríkisstjórn um almannahagsmuni – ekki sérhagsmuni Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 28. október 2024 07:15 Sjö ára tilraunastarfsemi um samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er blessunarlega lokið og komið er að kosningum. Kosningum sem snúast um forgangsröðun, hagræðingu og sókn í efnahagslegum kjörum fólks og fyrirtækja. Kosningum um breytingar, efnahagslegt jafnvægi og síðast en ekki síst lausnamiðaða hugsun. Til þess þarf ríkisstjórn sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi– ekki sérhagsmuni. Viðreisn mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum almennings í nýrri ríkisstjórn – eftir sjö ár af óstjórn og sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar sem er að hverfa af sviðinu. Þau skilja vinnandi fólk eftir í erfiðri stöðu Vinnandi fólk á Íslandi er í erfiðri stöðu og lítil og meðalstór fyrirtæki eins og korktappi á rúmsjó. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum í meira en fjögur ár og greiningaraðilar spá að hún nái markmiðum í fyrsta lagi haustið 2026 – eftir 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Venjulegt fólk finnur fyrir því að búðarferðin kostar hálfan handlegg og matvara hækkar viku eftir viku. Stýrivextir eru 9% sem lönd eins og Rússland og Úkraína þekkja. Enginn hefur hugmynd um hvernig afborgun af lánum kemur til með að líta út eftir ár. Jafnvægið er ekkert og fyrirsjáanleiki lítill. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau hafa leyft verðsamráð Á sama tíma og verðbólga er í hámarki hefur ríkisstjórnin samt sem áður unnið markvisst gegn samkeppni á markaði. Samkeppnisreglur hafa verið teknar úr sambandi í landbúnaði– sem fer gegn hagsmunum neytenda og bænda. Svigrúm hefur verið skapað fyrir stórfyrirtæki til að stunda verðsamráð, sem bitnar á fólki og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau bjóða hæstu skatta í heimi en ekki góða þjónustu Viðreisn hefur lengi bent á að skattbyrði á Íslandi er ein sú hæsta í heiminum. Um helmingur verðmætasköpunar fer í skatta og lífeyrissjóði og um 70% álagðra gjalda eru greidd af þriðjungi landsmanna. Þetta er millistéttin á Íslandi. En þrátt fyrir þessa háu skatta eru gæði opinberrar þjónustu langt frá því að vera sambærileg við það sem þekkist á Norðurlöndum. Fjármunir sem ættu að fara í innviðafjárfestingar og heilbrigðisþjónustu fara nefnilega í að greiða vexti af lánum ríkisins. Á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu, unga fólkið skorar lágt í alþjóðlegum samanburði menntunar, og eldra fólk liggur mánuðum saman á göngum Landspítalans. Þetta þarf ekki að vera svona. Viðreisn er rétti kosturinn fyrir fólk og fyrirtæki Til að vinna á verðbólgu þarf alvöru efnahagsstjórn sem bætir efnahag heimilanna. Í nýrri ríkisstjórn mun Viðreisn leggja áherslu á ábyrgð og forgangsröðun. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil – og meðalstór fyrirtæki geta ekki komið til greina í landi hárrar verðbólgu og hárra skatta. Leggjum frekar áherslu á hagvöxt, betri nýtingu fjármuna og samkeppni í þágu fólks og fyrirtækja. Þannig bætum við hag fólks og fyrirtækja á Íslandi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Sjö ára tilraunastarfsemi um samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er blessunarlega lokið og komið er að kosningum. Kosningum sem snúast um forgangsröðun, hagræðingu og sókn í efnahagslegum kjörum fólks og fyrirtækja. Kosningum um breytingar, efnahagslegt jafnvægi og síðast en ekki síst lausnamiðaða hugsun. Til þess þarf ríkisstjórn sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi– ekki sérhagsmuni. Viðreisn mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum almennings í nýrri ríkisstjórn – eftir sjö ár af óstjórn og sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar sem er að hverfa af sviðinu. Þau skilja vinnandi fólk eftir í erfiðri stöðu Vinnandi fólk á Íslandi er í erfiðri stöðu og lítil og meðalstór fyrirtæki eins og korktappi á rúmsjó. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum í meira en fjögur ár og greiningaraðilar spá að hún nái markmiðum í fyrsta lagi haustið 2026 – eftir 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Venjulegt fólk finnur fyrir því að búðarferðin kostar hálfan handlegg og matvara hækkar viku eftir viku. Stýrivextir eru 9% sem lönd eins og Rússland og Úkraína þekkja. Enginn hefur hugmynd um hvernig afborgun af lánum kemur til með að líta út eftir ár. Jafnvægið er ekkert og fyrirsjáanleiki lítill. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau hafa leyft verðsamráð Á sama tíma og verðbólga er í hámarki hefur ríkisstjórnin samt sem áður unnið markvisst gegn samkeppni á markaði. Samkeppnisreglur hafa verið teknar úr sambandi í landbúnaði– sem fer gegn hagsmunum neytenda og bænda. Svigrúm hefur verið skapað fyrir stórfyrirtæki til að stunda verðsamráð, sem bitnar á fólki og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau bjóða hæstu skatta í heimi en ekki góða þjónustu Viðreisn hefur lengi bent á að skattbyrði á Íslandi er ein sú hæsta í heiminum. Um helmingur verðmætasköpunar fer í skatta og lífeyrissjóði og um 70% álagðra gjalda eru greidd af þriðjungi landsmanna. Þetta er millistéttin á Íslandi. En þrátt fyrir þessa háu skatta eru gæði opinberrar þjónustu langt frá því að vera sambærileg við það sem þekkist á Norðurlöndum. Fjármunir sem ættu að fara í innviðafjárfestingar og heilbrigðisþjónustu fara nefnilega í að greiða vexti af lánum ríkisins. Á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu, unga fólkið skorar lágt í alþjóðlegum samanburði menntunar, og eldra fólk liggur mánuðum saman á göngum Landspítalans. Þetta þarf ekki að vera svona. Viðreisn er rétti kosturinn fyrir fólk og fyrirtæki Til að vinna á verðbólgu þarf alvöru efnahagsstjórn sem bætir efnahag heimilanna. Í nýrri ríkisstjórn mun Viðreisn leggja áherslu á ábyrgð og forgangsröðun. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil – og meðalstór fyrirtæki geta ekki komið til greina í landi hárrar verðbólgu og hárra skatta. Leggjum frekar áherslu á hagvöxt, betri nýtingu fjármuna og samkeppni í þágu fólks og fyrirtækja. Þannig bætum við hag fólks og fyrirtækja á Íslandi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun