Menntakerfið í öfuga átt við atvinnulífið: Hvers vegna eykst álag á nemendur á meðan vinnuvikan styttist? Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar 27. október 2024 23:01 Hvernig stendur á því að menntakerfið fari í öfuga átt við atvinnulífið? Það er merkilegt að sjá hvernig tvær af mikilvægustu stoðum samfélagsins virðast stefna í öfuga átt við hvor aðra þegar kemur að vinnuálagi. Á meðan vinnumarkaðurinn er undir þrýstingi að stytta vinnuvikuna og bregðast við aukinni kulnun, þá virðist menntakerfið auka álag á nemendur. Af hverju er þróunin í sitthvora áttina? Við vinnum stöðugt að bættri vellíðan og jafnvægi á vinnumarkaði á meðan nemendur upplifa aukna streitu og yfirþyrmandi vinnuálag. Stytting vinnuvikunnarÁ undanförnum árum hefur vinnuálag í atvinnulífinu verið mikið til umræðu og hafa fjölmörg lönd gripið til aðgerða til að bæta lífsgæði fólks og jafnt aðgerða til þess að vernda starfsfólk frá kulnun og streitu. Stytting vinnuvikunnar hefur haft jákvæð áhrif víðs vegar um heiminn þar sem framleiðni, starfsánægja og vellíðan starfsfólks hefur aukist á sama tíma og annar hluti samfélagsins færist í öfuga átt, menntakerfið. Aukið álag á nemendurFyrir þó nokkrum árum var ákveðið að stytta framhaldsskólana á Íslandi úr fjórum árum í þrjú. Þessi stytting var hugsuð til þess að flýta námi og hleypa nemendum fyrr inn á vinnumarkaðinn eða í framhaldsnám. Hins vegar hefur þessi breyting í för með sér gríðarlegt álag á nemendur. Til þess að ljúka náminu innan þriggja ára tímaáætlunar þurfa nemendur að taka meira en 30 einingar á önn, sem áður var talið að samsvaraði 40 klst. vinnuviku. Þessi stytting hefur skapað áskoranir, þar sem nemendur upplifa aukið álag, lengri skóladaga og minni tíma fyrir hvíld milli verkefna. Það er augljóslega erfitt að halda í við þessa kröfu og þá sérstaklega fyrir unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir einstaklingar á mikilvægum mótunarárum. Þegar nemendur framhaldsskóla færa sig svo upp í háskólanám eykst álagið jafnvel enn meira, skólar og námsgreinar eru auðvitað mismunandi, en ef við tökum sem dæmi: Þá er gert ráð fyrir að lágmarki 62 klst. og miðað við 70 klst. á viku fari í námstengda vinnu í kennsluskrá meistaranámsins sem ég stunda miðað við 30 eininga eðlilega önn. Þetta er langt umfram það sem við myndum kalla heilbrigt vinnuálag á vinnumarkaði og langt umfram það sem vinnandi fólk er reiðubúið að leggja á sig. Af hverju erum við að gera ólíkar kröfur til þessa tveggja hópa samfélagsins? Á meðan atvinnulífið veitir meira svigrúm til að koma jafnvægi á vinnu og frítíma fólks með styttingu vinnuvikunnar, fá nemendur sífellt meira vinnuálag. Það er næstum því eins og ákveðið hafi verið að nemendur þurfi að finna fyrir kulnun í námi til þess að undirbúa sig fyrir raunveruleika atvinnulífsins, þó svo að vinnumarkaðurinn vinni hart til þess að færast frá streituvaldandi umhverfi. Það er ljóst að streita og kulnun eru graf alvarleg mál, bæði í atvinnulífinu og í námi. Því er mikilvægt að við tökum samræmdar ákvarðanir sem styðja við vellíðan alls samfélagsins, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk. Með því að taka tillit til þess álags sem nemendur búa við og stuðla að heilbrigðara námsumhverfi, leggjum við grundvöll fyrir því að nemendur fari betur undirbúnir út á vinnumarkað með aukna orku og vellíðan í farteskinu.Höfundur skipar 7. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Skóla- og menntamál Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að menntakerfið fari í öfuga átt við atvinnulífið? Það er merkilegt að sjá hvernig tvær af mikilvægustu stoðum samfélagsins virðast stefna í öfuga átt við hvor aðra þegar kemur að vinnuálagi. Á meðan vinnumarkaðurinn er undir þrýstingi að stytta vinnuvikuna og bregðast við aukinni kulnun, þá virðist menntakerfið auka álag á nemendur. Af hverju er þróunin í sitthvora áttina? Við vinnum stöðugt að bættri vellíðan og jafnvægi á vinnumarkaði á meðan nemendur upplifa aukna streitu og yfirþyrmandi vinnuálag. Stytting vinnuvikunnarÁ undanförnum árum hefur vinnuálag í atvinnulífinu verið mikið til umræðu og hafa fjölmörg lönd gripið til aðgerða til að bæta lífsgæði fólks og jafnt aðgerða til þess að vernda starfsfólk frá kulnun og streitu. Stytting vinnuvikunnar hefur haft jákvæð áhrif víðs vegar um heiminn þar sem framleiðni, starfsánægja og vellíðan starfsfólks hefur aukist á sama tíma og annar hluti samfélagsins færist í öfuga átt, menntakerfið. Aukið álag á nemendurFyrir þó nokkrum árum var ákveðið að stytta framhaldsskólana á Íslandi úr fjórum árum í þrjú. Þessi stytting var hugsuð til þess að flýta námi og hleypa nemendum fyrr inn á vinnumarkaðinn eða í framhaldsnám. Hins vegar hefur þessi breyting í för með sér gríðarlegt álag á nemendur. Til þess að ljúka náminu innan þriggja ára tímaáætlunar þurfa nemendur að taka meira en 30 einingar á önn, sem áður var talið að samsvaraði 40 klst. vinnuviku. Þessi stytting hefur skapað áskoranir, þar sem nemendur upplifa aukið álag, lengri skóladaga og minni tíma fyrir hvíld milli verkefna. Það er augljóslega erfitt að halda í við þessa kröfu og þá sérstaklega fyrir unglinga sem eru að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir einstaklingar á mikilvægum mótunarárum. Þegar nemendur framhaldsskóla færa sig svo upp í háskólanám eykst álagið jafnvel enn meira, skólar og námsgreinar eru auðvitað mismunandi, en ef við tökum sem dæmi: Þá er gert ráð fyrir að lágmarki 62 klst. og miðað við 70 klst. á viku fari í námstengda vinnu í kennsluskrá meistaranámsins sem ég stunda miðað við 30 eininga eðlilega önn. Þetta er langt umfram það sem við myndum kalla heilbrigt vinnuálag á vinnumarkaði og langt umfram það sem vinnandi fólk er reiðubúið að leggja á sig. Af hverju erum við að gera ólíkar kröfur til þessa tveggja hópa samfélagsins? Á meðan atvinnulífið veitir meira svigrúm til að koma jafnvægi á vinnu og frítíma fólks með styttingu vinnuvikunnar, fá nemendur sífellt meira vinnuálag. Það er næstum því eins og ákveðið hafi verið að nemendur þurfi að finna fyrir kulnun í námi til þess að undirbúa sig fyrir raunveruleika atvinnulífsins, þó svo að vinnumarkaðurinn vinni hart til þess að færast frá streituvaldandi umhverfi. Það er ljóst að streita og kulnun eru graf alvarleg mál, bæði í atvinnulífinu og í námi. Því er mikilvægt að við tökum samræmdar ákvarðanir sem styðja við vellíðan alls samfélagsins, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk. Með því að taka tillit til þess álags sem nemendur búa við og stuðla að heilbrigðara námsumhverfi, leggjum við grundvöll fyrir því að nemendur fari betur undirbúnir út á vinnumarkað með aukna orku og vellíðan í farteskinu.Höfundur skipar 7. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun