Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra Ágústa Ágústsdóttir skrifar 27. október 2024 12:01 Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Fjármálaráðherra slær um sig með orðum eins og sanngirni, jöfnuður og vegir fyrir alla um leið og hann talar fyrir því að þeir muni borga fyrir vegina sem noti þá. Fella á niður ýmis gjöld sem nú eru í gildi til að réttlæta nýja skattlagningu sem mun skapa gríðarlegan ójöfnuð og skekkja verulega búsetuskilyrði í landinu. Flestir geta sammælst um nauðsyn nýrrar leiðar til að fjármagna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þó þarf að gera slíkt með þeim hætti að það sé einfalt, gegnsætt og tryggt að fjármagnið sem innheimt er gegnum bifreiðaskatta fari einmitt í vegakerfið en hverfi ekki í ríkissjóðshítinni. Kílómetragjald er ekki lausnin nema ætlunin sé að skapa gríðarlegt misræmi og ójöfnuð milli bifreiðaeigenda samtímis því að allir eigi að geta notið vegakerfisins til jafns. Að segja að sanngjarnasta leiðin sé að þeir eigi að borga sem noti vegina mest sýnir best fram á hversu illa menn eru tengdir raunveruleikanum. Íbúar í dreifbýli þurfa í flestum tilfellum að aka langar vegalengdir í hverjum mánuði til að sækja flest alla þjónustu eins og grunnskóla, heilsugæslu, matarinnkaup, atvinnu og leikskóla, fyrir utan margt annað sem tilheyrir virku samfélagi. Þar við getur svo bætst 1,5 til 2 klt akstur á flugvöll þegar sækja þarf þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Íbúi í þéttbýli (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða í stæðilegu þéttbýli) er almennt með flest alla þjónustu í sínu nærumhverfi og vegalengdirnar því alla jafna margfalt styttri. Í raun skiptir engu máli hvort búið sé í þéttbýli eða dreifbýli til að sýna fram á ójöfnuðinn í kílómetragjaldinu. Tökum sem dæmi einstakling búsettan á Selfossi sem ekur til vinnu á hverjum degi til Reykjavíkur. Nágranni hans við hliðina starfar á Selfossi og sækir þar flest alla þjónustu. Þ.a.l. ekur hann mjög takmarkað per mánuð. En í sumarfríinu sínu skreppur hann austur á firði til að dvelja. Þá ætlast hann til þess að vegirnir séu í lagi. Vegir sem hann tekur lítinn sem engan þátt í að viðhalda. Þetta sýnir fram á að þeim sem keyra mest er ætlað að halda uppi vegakerfinu fyrir þá sem keyra minnst. Skýrari verður ójöfnuðurinn ekki. Er það vegakerfi okkar allra? Það sem ræður mestu um slit á vegi er þyngd ökutækis. Réttlátt kerfi væri einfaldur þungaskattur á ökutæki. Þannig myndu allir borga hlutfallslega jafnt til vegakerfisins óháð búsetu. Þessi leið myndi auk þess virka sem hvati til kaupa á léttari bifreiðum sem samhliða því eru eyðslugrennri en þeir þyngri. Þá væri möguleiki að tengja bifreiðagjald eingöngu við skráðan útblástur (mengunarstuðul) og þannig koma í veg fyrir ósamræmi milli rafmagns- og jarðefnaeldsneytisbifreiða. Það gjald félli niður ef númer væru lögð inn. Lágmarka skyldi svo skatta á allt jarðefnaeldsneyti. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér ýmsum vinklum en eitt er allveg öruggt. Að ætla ákveðnum hóp undanþágu frá skatti til innviða sem allir eiga að njóta til jafns, á kostnað annarra, er gróf mismunun og mætti í því samhengi benda á jafnræðisregluna sem bannar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og segir m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til efnahags og stöðu. Ég hvet þingheim til að hafna með öllu núverandi áformum um kílómetragjald. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Fjármálaráðherra slær um sig með orðum eins og sanngirni, jöfnuður og vegir fyrir alla um leið og hann talar fyrir því að þeir muni borga fyrir vegina sem noti þá. Fella á niður ýmis gjöld sem nú eru í gildi til að réttlæta nýja skattlagningu sem mun skapa gríðarlegan ójöfnuð og skekkja verulega búsetuskilyrði í landinu. Flestir geta sammælst um nauðsyn nýrrar leiðar til að fjármagna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þó þarf að gera slíkt með þeim hætti að það sé einfalt, gegnsætt og tryggt að fjármagnið sem innheimt er gegnum bifreiðaskatta fari einmitt í vegakerfið en hverfi ekki í ríkissjóðshítinni. Kílómetragjald er ekki lausnin nema ætlunin sé að skapa gríðarlegt misræmi og ójöfnuð milli bifreiðaeigenda samtímis því að allir eigi að geta notið vegakerfisins til jafns. Að segja að sanngjarnasta leiðin sé að þeir eigi að borga sem noti vegina mest sýnir best fram á hversu illa menn eru tengdir raunveruleikanum. Íbúar í dreifbýli þurfa í flestum tilfellum að aka langar vegalengdir í hverjum mánuði til að sækja flest alla þjónustu eins og grunnskóla, heilsugæslu, matarinnkaup, atvinnu og leikskóla, fyrir utan margt annað sem tilheyrir virku samfélagi. Þar við getur svo bætst 1,5 til 2 klt akstur á flugvöll þegar sækja þarf þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Íbúi í þéttbýli (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða í stæðilegu þéttbýli) er almennt með flest alla þjónustu í sínu nærumhverfi og vegalengdirnar því alla jafna margfalt styttri. Í raun skiptir engu máli hvort búið sé í þéttbýli eða dreifbýli til að sýna fram á ójöfnuðinn í kílómetragjaldinu. Tökum sem dæmi einstakling búsettan á Selfossi sem ekur til vinnu á hverjum degi til Reykjavíkur. Nágranni hans við hliðina starfar á Selfossi og sækir þar flest alla þjónustu. Þ.a.l. ekur hann mjög takmarkað per mánuð. En í sumarfríinu sínu skreppur hann austur á firði til að dvelja. Þá ætlast hann til þess að vegirnir séu í lagi. Vegir sem hann tekur lítinn sem engan þátt í að viðhalda. Þetta sýnir fram á að þeim sem keyra mest er ætlað að halda uppi vegakerfinu fyrir þá sem keyra minnst. Skýrari verður ójöfnuðurinn ekki. Er það vegakerfi okkar allra? Það sem ræður mestu um slit á vegi er þyngd ökutækis. Réttlátt kerfi væri einfaldur þungaskattur á ökutæki. Þannig myndu allir borga hlutfallslega jafnt til vegakerfisins óháð búsetu. Þessi leið myndi auk þess virka sem hvati til kaupa á léttari bifreiðum sem samhliða því eru eyðslugrennri en þeir þyngri. Þá væri möguleiki að tengja bifreiðagjald eingöngu við skráðan útblástur (mengunarstuðul) og þannig koma í veg fyrir ósamræmi milli rafmagns- og jarðefnaeldsneytisbifreiða. Það gjald félli niður ef númer væru lögð inn. Lágmarka skyldi svo skatta á allt jarðefnaeldsneyti. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér ýmsum vinklum en eitt er allveg öruggt. Að ætla ákveðnum hóp undanþágu frá skatti til innviða sem allir eiga að njóta til jafns, á kostnað annarra, er gróf mismunun og mætti í því samhengi benda á jafnræðisregluna sem bannar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og segir m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til efnahags og stöðu. Ég hvet þingheim til að hafna með öllu núverandi áformum um kílómetragjald. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun