Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra Ágústa Ágústsdóttir skrifar 27. október 2024 12:01 Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Fjármálaráðherra slær um sig með orðum eins og sanngirni, jöfnuður og vegir fyrir alla um leið og hann talar fyrir því að þeir muni borga fyrir vegina sem noti þá. Fella á niður ýmis gjöld sem nú eru í gildi til að réttlæta nýja skattlagningu sem mun skapa gríðarlegan ójöfnuð og skekkja verulega búsetuskilyrði í landinu. Flestir geta sammælst um nauðsyn nýrrar leiðar til að fjármagna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þó þarf að gera slíkt með þeim hætti að það sé einfalt, gegnsætt og tryggt að fjármagnið sem innheimt er gegnum bifreiðaskatta fari einmitt í vegakerfið en hverfi ekki í ríkissjóðshítinni. Kílómetragjald er ekki lausnin nema ætlunin sé að skapa gríðarlegt misræmi og ójöfnuð milli bifreiðaeigenda samtímis því að allir eigi að geta notið vegakerfisins til jafns. Að segja að sanngjarnasta leiðin sé að þeir eigi að borga sem noti vegina mest sýnir best fram á hversu illa menn eru tengdir raunveruleikanum. Íbúar í dreifbýli þurfa í flestum tilfellum að aka langar vegalengdir í hverjum mánuði til að sækja flest alla þjónustu eins og grunnskóla, heilsugæslu, matarinnkaup, atvinnu og leikskóla, fyrir utan margt annað sem tilheyrir virku samfélagi. Þar við getur svo bætst 1,5 til 2 klt akstur á flugvöll þegar sækja þarf þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Íbúi í þéttbýli (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða í stæðilegu þéttbýli) er almennt með flest alla þjónustu í sínu nærumhverfi og vegalengdirnar því alla jafna margfalt styttri. Í raun skiptir engu máli hvort búið sé í þéttbýli eða dreifbýli til að sýna fram á ójöfnuðinn í kílómetragjaldinu. Tökum sem dæmi einstakling búsettan á Selfossi sem ekur til vinnu á hverjum degi til Reykjavíkur. Nágranni hans við hliðina starfar á Selfossi og sækir þar flest alla þjónustu. Þ.a.l. ekur hann mjög takmarkað per mánuð. En í sumarfríinu sínu skreppur hann austur á firði til að dvelja. Þá ætlast hann til þess að vegirnir séu í lagi. Vegir sem hann tekur lítinn sem engan þátt í að viðhalda. Þetta sýnir fram á að þeim sem keyra mest er ætlað að halda uppi vegakerfinu fyrir þá sem keyra minnst. Skýrari verður ójöfnuðurinn ekki. Er það vegakerfi okkar allra? Það sem ræður mestu um slit á vegi er þyngd ökutækis. Réttlátt kerfi væri einfaldur þungaskattur á ökutæki. Þannig myndu allir borga hlutfallslega jafnt til vegakerfisins óháð búsetu. Þessi leið myndi auk þess virka sem hvati til kaupa á léttari bifreiðum sem samhliða því eru eyðslugrennri en þeir þyngri. Þá væri möguleiki að tengja bifreiðagjald eingöngu við skráðan útblástur (mengunarstuðul) og þannig koma í veg fyrir ósamræmi milli rafmagns- og jarðefnaeldsneytisbifreiða. Það gjald félli niður ef númer væru lögð inn. Lágmarka skyldi svo skatta á allt jarðefnaeldsneyti. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér ýmsum vinklum en eitt er allveg öruggt. Að ætla ákveðnum hóp undanþágu frá skatti til innviða sem allir eiga að njóta til jafns, á kostnað annarra, er gróf mismunun og mætti í því samhengi benda á jafnræðisregluna sem bannar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og segir m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til efnahags og stöðu. Ég hvet þingheim til að hafna með öllu núverandi áformum um kílómetragjald. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Fjármálaráðherra slær um sig með orðum eins og sanngirni, jöfnuður og vegir fyrir alla um leið og hann talar fyrir því að þeir muni borga fyrir vegina sem noti þá. Fella á niður ýmis gjöld sem nú eru í gildi til að réttlæta nýja skattlagningu sem mun skapa gríðarlegan ójöfnuð og skekkja verulega búsetuskilyrði í landinu. Flestir geta sammælst um nauðsyn nýrrar leiðar til að fjármagna viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þó þarf að gera slíkt með þeim hætti að það sé einfalt, gegnsætt og tryggt að fjármagnið sem innheimt er gegnum bifreiðaskatta fari einmitt í vegakerfið en hverfi ekki í ríkissjóðshítinni. Kílómetragjald er ekki lausnin nema ætlunin sé að skapa gríðarlegt misræmi og ójöfnuð milli bifreiðaeigenda samtímis því að allir eigi að geta notið vegakerfisins til jafns. Að segja að sanngjarnasta leiðin sé að þeir eigi að borga sem noti vegina mest sýnir best fram á hversu illa menn eru tengdir raunveruleikanum. Íbúar í dreifbýli þurfa í flestum tilfellum að aka langar vegalengdir í hverjum mánuði til að sækja flest alla þjónustu eins og grunnskóla, heilsugæslu, matarinnkaup, atvinnu og leikskóla, fyrir utan margt annað sem tilheyrir virku samfélagi. Þar við getur svo bætst 1,5 til 2 klt akstur á flugvöll þegar sækja þarf þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Íbúi í þéttbýli (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eða í stæðilegu þéttbýli) er almennt með flest alla þjónustu í sínu nærumhverfi og vegalengdirnar því alla jafna margfalt styttri. Í raun skiptir engu máli hvort búið sé í þéttbýli eða dreifbýli til að sýna fram á ójöfnuðinn í kílómetragjaldinu. Tökum sem dæmi einstakling búsettan á Selfossi sem ekur til vinnu á hverjum degi til Reykjavíkur. Nágranni hans við hliðina starfar á Selfossi og sækir þar flest alla þjónustu. Þ.a.l. ekur hann mjög takmarkað per mánuð. En í sumarfríinu sínu skreppur hann austur á firði til að dvelja. Þá ætlast hann til þess að vegirnir séu í lagi. Vegir sem hann tekur lítinn sem engan þátt í að viðhalda. Þetta sýnir fram á að þeim sem keyra mest er ætlað að halda uppi vegakerfinu fyrir þá sem keyra minnst. Skýrari verður ójöfnuðurinn ekki. Er það vegakerfi okkar allra? Það sem ræður mestu um slit á vegi er þyngd ökutækis. Réttlátt kerfi væri einfaldur þungaskattur á ökutæki. Þannig myndu allir borga hlutfallslega jafnt til vegakerfisins óháð búsetu. Þessi leið myndi auk þess virka sem hvati til kaupa á léttari bifreiðum sem samhliða því eru eyðslugrennri en þeir þyngri. Þá væri möguleiki að tengja bifreiðagjald eingöngu við skráðan útblástur (mengunarstuðul) og þannig koma í veg fyrir ósamræmi milli rafmagns- og jarðefnaeldsneytisbifreiða. Það gjald félli niður ef númer væru lögð inn. Lágmarka skyldi svo skatta á allt jarðefnaeldsneyti. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér ýmsum vinklum en eitt er allveg öruggt. Að ætla ákveðnum hóp undanþágu frá skatti til innviða sem allir eiga að njóta til jafns, á kostnað annarra, er gróf mismunun og mætti í því samhengi benda á jafnræðisregluna sem bannar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og segir m.a. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til efnahags og stöðu. Ég hvet þingheim til að hafna með öllu núverandi áformum um kílómetragjald. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun