Skoðun

Fréttamynd

Vilja miklu stærra bákn

Hjörtur J. Guðmundsson

Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Grípum tæki­færin og sköpum bjartari fram­tíð

Það er margt sem fara má betur á Íslandi í dag. Síðustu ár hafa verðbólga og vextir yfirtekið samtöl yngri kynslóða og hversu erfitt, og jafnvel óraunhæft það virkar að eignast eigið húsnæði í slíkum aðstæðum. Geðheilsa landsmanna fer versnandi, tímafrekt er að fá tíma í heilsugæslu og ekki lækkar verð á vörum og þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra unga móðir

Frá einni nýbakaðri móður til annarrar móður: Ég held með þér og vona að það gangi allt vel. Það er þó sjaldnast alveg þannig, hvort sem það er svefnleysi, brjóstagjöfin, kveisa, erfiðleikar við þyngdaraukningu hjá litla krílinu, fæðingarþunglyndi eða hvaðeina.

Skoðun
Fréttamynd

Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana

Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025.

Skoðun
Fréttamynd

Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni

Andúð á leiðtogum stjórnarflokka í íslenskum stjórnmálum vekur upp mikilvægar spurningar um eðli stjórnmálalegrar gagnrýni og hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðislegu samfélagi. Þrátt fyrir að þessir leiðtogar hafi oft verið skotmark háværrar gagnrýni og deilna, hafa stjórnarflokkarnir haldið völdum árum saman. Þessi staða kallar á ítarlega greiningu á því hvort slík andúð sé í raun merki um veikleika stjórnarandstöðunnar frekar en styrkleika stjórnarflokkanna.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggis annarra vegna…

Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum.

Skoðun
Fréttamynd

Verð­mæti leik­skólans

Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskur land­búnaður er ekki að­eins arf­leifð heldur líka fram­tíð okkar Ís­lendinga

Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins hluti af arfleifð okkar heldur einnig ómissandi þáttur í framtíð landsins, sjálfstæði og fæðuöryggi þjóðarinnar. Hann er grunnstoð blómlegrar byggðar og efnahagslegs stöðugleika fyrir komandi kynslóðir, auk þess að vera burðarás í sjálfbærni og loftslagsaðgerðum. Hann er samofinn menningu okkar og styður beint við vaxandi greinar líkt og ferðaþjónustu sem til langs tíma hvílir á náttúrufegurð landsins og braðgóðum mat úr héraði. Öflugur og fjölbreyttur landbúnaður er líka undirstaða heilsu og velferðar, þar sem heilnæmi innlendrar framleiðslu stuðlar að langlífi og vellíðan þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Víta­hringur of­beldis og á­falla

Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Að segja bara eitt­hvað

„Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda.

Skoðun
Fréttamynd

Litlu fyrir­tækin – kerfishyggja og skatt­lagning

Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina.

Skoðun
Fréttamynd

Vegurinn heim

Það er búið að vera ánægjulegt að sjá hvernig Vestfirðir hafa vaxið og dafnað á síðustu árum. Fólki fjölgar og fjölbreyttari atvinnutækifæri verða til með vexti fiskeldis, ferðaþjónustu og Kerecis.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn setur heimilin í fyrsta sæti

Kæri lesandi.Þann 30. nóvember göngum við að kjörborðinu og veljum okkur fólk til að vera í forystu fyrir íslenskt samfélag næstu fjögur ár. Í þessum kosningum leggjum við í Framsókn þann árangur sem flokkurinn hefur náð í dóm kjósenda og leggjum fram stefnu okkar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag. Í þessari grein fjalla ég um hugmyndir okkar um heimilin.

Skoðun
Fréttamynd

Allt mannanna verk - orkuöryggi á Ís­landi

Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hvert er planið?

Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskan heldur velli

Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði.

Skoðun
Fréttamynd

Ný gömul mennta­stefna

Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót.

Skoðun
Fréttamynd

Krafa um árangur í at­vinnu- og sam­göngumálum

Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi.

Skoðun