Menning

Áhrifavaldurinn í lífi Freuds

Í Þýskalandi kom út á síðasta ári bókin Martha Freud: Die Frau des Genies eftir Katju Behling-Fischer. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ævisaga Mörthu, eiginkonu Sigmunds Freud, frægasta sálkönnuðar sögunnar.

Menning

Dansinn dunar á leiksviðinu

"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu.

Menning

Dansa berfætt úti í garði

Björn Thors er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár en hann kemur til með að spreyta sig á aðalhlutverkinu í Hárinu í Austurbæ í sumar.

Menning

Með næstum allt á hreinu

Sýningin Með næstum allt á hreinu verður frumsýnd á Broadway 2. október næstkomandi. Verður hún að hluta til byggð á tónlistinni úr hinni vinsælu Stuðmannamynd Með allt á hreinu.

Menning

Bestu kaupin í kassavínum

Í nýjasta hefti Gestgjafans fjallar Þorri Hreinsson vínrýnir um kassavín og er niðurstaðan af úttekt hans að hvítvínið Gruntrum Riesling séu bestu kaupin í kassavínum í Vínbúðum hérlendis. Þorri mælir með víninu einu og sér, með léttum fiskréttum og austurlenskum mat.

Menning

Gengur í augun á stelpunum

Blæjubílar eru æ algengari sjón á götum borgarinnar. Hörður Már Harðarson bílasali er eigandi blæjubíls af gerðinni Camaro SS Xenon árgerð 2001. Bílinn keypti hann í fyrrasumar og fékk hann á góðu verði.

Menning

Kennsla í trúðslátum

Trúðurinn Julien Cottereau er á leið til landsins. Tilefnið er trúðanámskeið sem Hrókur alls fagnaðar mun halda. Julien er heimsfrægur trúður og hefur meðal annars starfað í Sólarsirkusnum og með "Trúðum án landamæra" sem er ekki ósvipuð hreyfing og "Læknar án landamæra".

Menning

Lifað í limbói

Heimildarmyndin Alive in Limbo, Lifandi í limbói, var frumsýnd á Heimildar- og stuttmyndahátíðinni í Reykjavík í gærkvöldi. Myndina gerðu Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Tina Nacceche og Ericu Marcus og tók framleiðsla hennar tæpan áratug.

Menning

Ástarbréf Bronte komin heim

Ástarbréf sem Charlotte Bronte skrifaði samkennara sínum hefur verið skilað aftur til heimilis rithöfundarins í Yorkshire. Bronte skrifaði bréfin árið 1844 þegar hún þjáðist af þunglyndi vegna ástar sinnar á belgíska kennaranum Constantin Heger.

Menning

Hamlet kaupir tómata

Bergur Þór Ingólfsson hleypti nýju lífi í Hamlet Shakespeares í dansleikhúskeppni í Borgarleikhúsinu. Verkið hlaut bæði fyrstu verðlaun keppninnar og var valið besta sýningin að mati áhorfenda. </font /></b />

Menning

Gott verð á sláttuvélum

Sláttuvélamarkaðurinn í Faxafeni 14 er með sláttuvélar á hagstæðu verði um þessar mundir. Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval sláttuvéla, bæði handvirkra, bensín- og rafmagnsvéla auk sláttutraktora, keðjusaga, greinakurlara, laufsuga, reiðhjóla og fleira.

Menning

Skemmtilegt að spara

Fyrsta spurning er: Hvað er besti kostur til að ávaxta litlar upphæðir til dæmis ef fólk leggur fyrir mánaðarlega. Önnur spurning: Hvaða kostur er bestur og öruggastur til að ávaxta stærri upphæðir án bindingar til margra ára.

Menning

Liggur í loftinu í fjármálum

<strong>100 ár</strong> eru nú liðin frá því að Íslandsbanki eldri opnaði. Í tilefni af því opnaði sögusýning í öllum útibúum Íslandsbanka í gær. Á sögusýningu minnast starfsmenn Íslandsbanka ásamt þjóðinni allri fjármálasögu bankans.

Menning

Krossar í Staðarsveit í uppáhaldi

"Minn allra mesti uppáhaldsstaður á Íslandi er Krossar í Staðarsveit á Snæfellsnesi, þar sem mamma, amma og langamma eru fæddar og uppaldar," segir Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi. Á Krossum segir hún alla afkomendur ömmu sinnar eiga sumarhús.

Menning

Geggjað að vera upp á hálendinu

Agnes Karen Sigurðardóttir er gjaldkeri Ferðaklúbbsins 4x4 og eftirlætisstaðurinn hennar er að sjálfsögðu í jeppafæri. "Mér finnst geggjað að vera uppi á hálendinu, fara inn í Setur sem er klúbbskálinn okkar í 4x4 og stendur inni við Kisubotna við rætur Hofsjökuls."

Menning

Sparnaður í mjólkurdrykkju

Doktor David MacCarron, bandarískur prófessor í læknis- og næringarfræði við háskólann í Kaliforníu heldur því fram að Íslendingar og Bandaríkjamenn gætu sparað mjög mikið í heilbrigðisgeiranum ef börn og fullorðnir drykkju meira af mjólk og borðuðu meira af mjólkurvörum á hverjum degi. MacCarron telur að Íslendingar gætu sparað um það bil þrjá til fjóra milljarða íslenskra króna í heilbrigðiskerfinu á þennan hátt.

Menning

Hollur matur er alls ekki dýrari

Nú þegar sumarið er komið eru margir sem huga að heilsunni og liggur beinast við að breyta mataræðinu. Það er ekki tilfellið að hollur matur sé dýrari en óhollur.

Menning

Er hægt að vera of vel tryggður?

Þegar hugað er að ferðalagi er gott að hafa varann á því margt getur komið uppá. Flestir reyna að fá sér eins víðtæka ferðatryggingu fyrir sig og sína og hægt er þegar haldið skal í ferð.

Menning

Rauðir, stinnir og safaríkir

"Ekki snerta tómatana mína," söng Josephine Baker daðurslega á millistríðsárunum, en íslenskir garðyrkjubændur syngja allt annan söng og bjóða neytendum upp á sannkallaða tómataveislu í sumar. Íslenskir tómatar eru nú fáanlegir árið um kring, en úrvalið eykst og verðið lækkar um leið og sumarið gengur í garð.

Menning

Ber virðingu fyrir fæðu og peningum

Mér finnst mikilvægt að bera bæði virðingu fyrir fæðunni og fyrir peningunum," segir Jónas R. Jónsson, umboðsmaður íslenska hestsins, aðspurður hvernig hann nái að drýgja tekjurnar og spara sem mest.

Menning