Nýr Audi Sportback 2. júlí 2004 00:01 Í september verður nýr Audi Sportback kynntur á Íslandi og kemur Audi þar fram með nýjan gæðaflokk í hópi minni bíla. "Sportback hefur bestu eiginleika snaggaralegra sportbíla, fjölhæfni fimm dyra fólksbíla og háþróaðan tæknibúnað auk þess sem hann er einstaklega nákvæmur og mjög sprækur í akstri," segir Jón Trausti Ólafsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Heklu hf. Hægt er að velja á milli fjögurra og sex strokka véla sem skila allt að tvö hundruð og fimmtíu hestöflum og framhjóladrifs eða quattro-sídrifs á öllum hjólum. "Það er með vilja að Audi Sportback er flokkaður alveg út af fyrir sig í hópi bíla af miðlungsstærð því í honum er að finna sportlega eiginleika og frágang þrennra dyra gerðarinnar Audi A3 auk þess sem notast er við sama drifbúnað, öflugan fjöðrunarbúnað og hjólabúnað og í þeim bíl," segir hann. Audi A3 Sportback er það fallegur bíll að eftir honum er tekið. Framendinn er mjög áberandi og heilsteypt kæligrindin er einkenni sem margir þekkja af hinum tólf strokka Audi A8 og nýja Audi A6 bílnum. Hliðarnar mjókka upp og ökuljósin eru með glæru gleri og sportleg að sjá. "Í A3 Sportback er að finna sérstaklega kraftmiklar útgáfur véla af FSI-gerð sem nú koma á markað í fyrsta sinn. Þar er um að ræða 2.0 TFSI, fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar tvö hundruð hestöflum. Boðið er upp á sjö vélarstærðir og er bíllinn búinn fimm eða sex gíra gírkassa, allt eftir því hvaða vélarstærð er valin," segir Jón Trausti. Í Audi Sportback er Direct Shift gírkassi (DSG) sem er alveg einstakur kostur. Jón Trausti segir það vera mjög framsækna skiptingu sem sæki hugmyndir sínar í tækni kappakstursbíla. "DSG sameinar kosti hefðbundinnar sex gíra beinskiptingar og eiginleika nútímalegrar sjálfskiptingar og er því yfirburðakostur í akstri. Ökumaðurinn nýtur mikillar snerpu og akstursánægju, hröðun er samfelld og öflug án þess að truflun verði á því að flytja vélarafl til hjólanna. Bíllinn er engu að síður hagkvæmur í rekstri vegna lítillar eyðslu og hagstæðs skipulags." Forsala á Audi A3 Sportback hófst í síðasta mánuði og stefnt er að því að fyrstu bílarnir verði afhentir í fyrri hluta septembermánaðar hér á landi og í Evrópu. Bílar Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í september verður nýr Audi Sportback kynntur á Íslandi og kemur Audi þar fram með nýjan gæðaflokk í hópi minni bíla. "Sportback hefur bestu eiginleika snaggaralegra sportbíla, fjölhæfni fimm dyra fólksbíla og háþróaðan tæknibúnað auk þess sem hann er einstaklega nákvæmur og mjög sprækur í akstri," segir Jón Trausti Ólafsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Heklu hf. Hægt er að velja á milli fjögurra og sex strokka véla sem skila allt að tvö hundruð og fimmtíu hestöflum og framhjóladrifs eða quattro-sídrifs á öllum hjólum. "Það er með vilja að Audi Sportback er flokkaður alveg út af fyrir sig í hópi bíla af miðlungsstærð því í honum er að finna sportlega eiginleika og frágang þrennra dyra gerðarinnar Audi A3 auk þess sem notast er við sama drifbúnað, öflugan fjöðrunarbúnað og hjólabúnað og í þeim bíl," segir hann. Audi A3 Sportback er það fallegur bíll að eftir honum er tekið. Framendinn er mjög áberandi og heilsteypt kæligrindin er einkenni sem margir þekkja af hinum tólf strokka Audi A8 og nýja Audi A6 bílnum. Hliðarnar mjókka upp og ökuljósin eru með glæru gleri og sportleg að sjá. "Í A3 Sportback er að finna sérstaklega kraftmiklar útgáfur véla af FSI-gerð sem nú koma á markað í fyrsta sinn. Þar er um að ræða 2.0 TFSI, fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar tvö hundruð hestöflum. Boðið er upp á sjö vélarstærðir og er bíllinn búinn fimm eða sex gíra gírkassa, allt eftir því hvaða vélarstærð er valin," segir Jón Trausti. Í Audi Sportback er Direct Shift gírkassi (DSG) sem er alveg einstakur kostur. Jón Trausti segir það vera mjög framsækna skiptingu sem sæki hugmyndir sínar í tækni kappakstursbíla. "DSG sameinar kosti hefðbundinnar sex gíra beinskiptingar og eiginleika nútímalegrar sjálfskiptingar og er því yfirburðakostur í akstri. Ökumaðurinn nýtur mikillar snerpu og akstursánægju, hröðun er samfelld og öflug án þess að truflun verði á því að flytja vélarafl til hjólanna. Bíllinn er engu að síður hagkvæmur í rekstri vegna lítillar eyðslu og hagstæðs skipulags." Forsala á Audi A3 Sportback hófst í síðasta mánuði og stefnt er að því að fyrstu bílarnir verði afhentir í fyrri hluta septembermánaðar hér á landi og í Evrópu.
Bílar Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira