Iðandi líf í Mílanó 30. júní 2004 00:01 Petra Dís er fatahönnuður og förðunarfræðingur sem lifir og hrærist í helstu tískuborg heims. Mílanó varð fyrir valinu þegar Petra komst inn í fatahönnunarnám við Instituto Moda Burgo fyrir tveimur árum síðan. Eftir útskriftina var það meðal annars gróskan í tískuheiminum sem lengdi dvöl hennar í borginni en þar hefur hún starfað sem stílisti og förðunarfræðingur við tískuljósmyndir síðan. Auk þess eyðir hún kröftum sínum í að kenna Ítölum ensku, hanna sínar eigin fatalínur og vinna í Valentino versluninni. "Mér líkar rosalega vel hérna úti og hef eignast frábæra vini. Ég var staðráðin í að vera hér þar til ég væri búin að ná almennilegum tökum á tungumálinu og það er loksins að koma." segir Petra hógvær. "Borgin er full af lífi og það er alltaf eitthvað um að vera, jafnt virka daga sem um helgar. Hvort sem þig langar til að dansa, fara á listasýningar eða djasstónleika, það er svo margt hægt að gera hérna. Borgin er tiltölulega lítil og ég er ekki nema 20 mínútur að ganga miðbæinn á enda. Fólkið er fjölbreytt og það eru margir innflytjendur hér sem hafa opnað framandi veitingastaði og verslanir. Svo þykir mér líka gaman að fylgjast með því hvað fólk er vel klætt tískuvikunum þegar sumar- og vetrartískan er kynnt. sjá tískuna og hvað fólk er vel klætt," segir Petra, sem kveður Mílanó með söknuði í sumar og heldur til Istanbúl þar sem hún mun starfa sem fatahönnuður. Hún segir lesendum frá sínum eftirlætisstöðum í miðbæ Mílanó. BARIR: Djammið í Mílanó byrjar mjög snemma með hinu svokalla aperitivo sem er skemmtilegur siður hér í borginni. Á aperitivo-stað kaupir þú þér einn drykk fyrir um 5 evrur en mátt borða eins og þú vilt. Staðirnir keppast um að draga fólk fyrr út á djammið og aperitivo gildir bara til klukkan átta á kvöldin. T-Lounge Dolce Gabbana staður þar sem skemmtilegt er að djamma á sunnudagskvöldum. Barinn er bæði innan- og utandyra en neðri hæðin er brjálæðislega flott innréttuð með dansgólfi og góðri tónlist. Bar Bianco Er við hliðina á kastalanum í Parco Sempione-garðinum. Elegant og flottur staður í miðbænum þar sem setið er undir berum himni. Aðaldæmið á sumrin. Ekta sumarstaður. GÖTUR: Via Brera Það er algjör draumur að koma í þessa götu þar sem krökkt er af listamönnum, lófalesurum og götusölum með flottar töskur, glingur og eftirlíkingar. Aperitivo-staðirnir, veitingastaðirnir og útikaffihúsin eru á hverju strái og hingað er sérstaklega gaman að koma á sumarkvöldum. Monte Napoleone Allir helstu fatahönnuðir Ítalíu halda úti tískuhúsum í þessari frægu götu og verðið alveg brjálað. Ótrúlega skemmtilegt að skoða þessi þekktu merki á borð við Gucci, Fendi, Armani, Dior, Valentino,Channel og fleiri. SKEMMTISTAÐIR: Hollywood Dansstaður þar sem þotuliðið skemmtir sér og ævintýralegt er að heimsækja. Stjörnur á borð við Justin Timberlake, George Clooney og Paris Hilton gera sér ferðir hingað. Neðanjarðarstaður með rosalegu VIP-herbergi þar sem ofurfyrirsætur, indverskir prinsar og fáranlega ríkt fólk lætur fara vel um sig. Fyrir utan staðinn er alltaf löng biðröð og aðgangseyrir er 20 evrur. Old Fashion Risastór skemmtistaður fyrir alls konar fólk, skiptur niður í þrjá sali með mismunandi tónlist. Borðin eru leigð út fyrir fúlgur og VIP-liðið situr á borðum umhverfis dansgólfið. Á miðvikudögum eru haldin sérstök alþjóðleg kvöld. Aðgangseyrir er 15-20 evrur. MARKAÐUR: Viale Papiniano Stór og sjarmerandi markaður með alþjóðlegri stemningu sem er aðeins opinn á laugardögum. Hann nær yfir tvær heilar götur og þar er allt hægt að finna, bæði notað og nýtt. Hér er um að gera að prútta en verðið er mjög lágt. Reyndar eru markaðir um alla borg en þessi er langstærstur. VEITINGASTAÐIR: Armani Café, Nobu Langbesti sushi-staðurinn í Mílanó. Stílhreinn, elegant og töff eins og allt hjá Armani og verðið er í samræmi við það. Hingað kemur alls konar lið, fyrirsætur, viðskiptafólk og stundum bregður Giorgio Armani sjálfum fyrir að heilsa gestum. Í Mílanó er annars mikið úrval af veitingastöðum frá öllum löndum og það er tilvalið að prófa afríska og tyrkneska matinn. Trattoria la Siciliana Alvöru ítalskt veitingastaður á góðu verði, pasta, lasagna, pítsur og ommelettur sem er hefðbundin suðurítalskur matur. Hins vegar þarf maður að fara í mat til ítalskrar fjölskyldu til að upplifa það sem í raun er alvöru. Ítalir eru lengi að borða og máltíðirnar eru margréttaðar. Eftir matinn fá þeir sér ávexti, svo kaffi og að lokum drekka þeir staup af Monte Negro eða sítrónulíkjör til að bæta meltinguna. Þessa drykki er að sjálfsögðu hægt að fá á öllum ítölskum veitingahúsum líka. KIRKJUR: Duomo Það er algjör nauðsyn fyrir alla sem heimsækja Mílanó að skoða þessa kirkju, sem tók meira en fimm aldir að byggja. Hún er ólýsanlega falleg og hlaðin listaverkum eftir alla þekktustu listmálara Ítalíu. Tilvalið að kíkja á upplýsingaskrifstofu ferðamanna á torginu þar fyrir framan og ná sér í bæklinga eða leiðbeiningar um hvernig á að komast á milli. Cimitero Monumentale Enginn fer ósnortinn úr þessum alskreytta og fallega kirkjugarði þar sem hinna látnu er minnst bæði innan- og utandyra með ótrúlegum skreytingum, styttum og minnisvörðum. Litlir kastalar og turnar hafa verið reistir þar sem heilu ættartrén hvíla og alls staðar eru myndir af látnu fólki. Víða sjást hinar jarðnesku leifar varðveittar og steyptar á grafreitunum. Sérstaklega minnisstæð er stytta af konu sem seldi blóm alla sína ævi svo hægt væri að reisa af henni styttu í garðinum. San Bernardino alle Ossa Beinakirkjan frá árinu 1750 er spennandi staður að heimsækja. Að innan er kirkjan skreytt með mannabeinum og hauskúpum frá gólfi og upp í þak. Það er mikil upplifun að koma þar inn en eflaust yfirþyrmandi fyrir andlega opið fólk eða miðla. Ferðalög Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Petra Dís er fatahönnuður og förðunarfræðingur sem lifir og hrærist í helstu tískuborg heims. Mílanó varð fyrir valinu þegar Petra komst inn í fatahönnunarnám við Instituto Moda Burgo fyrir tveimur árum síðan. Eftir útskriftina var það meðal annars gróskan í tískuheiminum sem lengdi dvöl hennar í borginni en þar hefur hún starfað sem stílisti og förðunarfræðingur við tískuljósmyndir síðan. Auk þess eyðir hún kröftum sínum í að kenna Ítölum ensku, hanna sínar eigin fatalínur og vinna í Valentino versluninni. "Mér líkar rosalega vel hérna úti og hef eignast frábæra vini. Ég var staðráðin í að vera hér þar til ég væri búin að ná almennilegum tökum á tungumálinu og það er loksins að koma." segir Petra hógvær. "Borgin er full af lífi og það er alltaf eitthvað um að vera, jafnt virka daga sem um helgar. Hvort sem þig langar til að dansa, fara á listasýningar eða djasstónleika, það er svo margt hægt að gera hérna. Borgin er tiltölulega lítil og ég er ekki nema 20 mínútur að ganga miðbæinn á enda. Fólkið er fjölbreytt og það eru margir innflytjendur hér sem hafa opnað framandi veitingastaði og verslanir. Svo þykir mér líka gaman að fylgjast með því hvað fólk er vel klætt tískuvikunum þegar sumar- og vetrartískan er kynnt. sjá tískuna og hvað fólk er vel klætt," segir Petra, sem kveður Mílanó með söknuði í sumar og heldur til Istanbúl þar sem hún mun starfa sem fatahönnuður. Hún segir lesendum frá sínum eftirlætisstöðum í miðbæ Mílanó. BARIR: Djammið í Mílanó byrjar mjög snemma með hinu svokalla aperitivo sem er skemmtilegur siður hér í borginni. Á aperitivo-stað kaupir þú þér einn drykk fyrir um 5 evrur en mátt borða eins og þú vilt. Staðirnir keppast um að draga fólk fyrr út á djammið og aperitivo gildir bara til klukkan átta á kvöldin. T-Lounge Dolce Gabbana staður þar sem skemmtilegt er að djamma á sunnudagskvöldum. Barinn er bæði innan- og utandyra en neðri hæðin er brjálæðislega flott innréttuð með dansgólfi og góðri tónlist. Bar Bianco Er við hliðina á kastalanum í Parco Sempione-garðinum. Elegant og flottur staður í miðbænum þar sem setið er undir berum himni. Aðaldæmið á sumrin. Ekta sumarstaður. GÖTUR: Via Brera Það er algjör draumur að koma í þessa götu þar sem krökkt er af listamönnum, lófalesurum og götusölum með flottar töskur, glingur og eftirlíkingar. Aperitivo-staðirnir, veitingastaðirnir og útikaffihúsin eru á hverju strái og hingað er sérstaklega gaman að koma á sumarkvöldum. Monte Napoleone Allir helstu fatahönnuðir Ítalíu halda úti tískuhúsum í þessari frægu götu og verðið alveg brjálað. Ótrúlega skemmtilegt að skoða þessi þekktu merki á borð við Gucci, Fendi, Armani, Dior, Valentino,Channel og fleiri. SKEMMTISTAÐIR: Hollywood Dansstaður þar sem þotuliðið skemmtir sér og ævintýralegt er að heimsækja. Stjörnur á borð við Justin Timberlake, George Clooney og Paris Hilton gera sér ferðir hingað. Neðanjarðarstaður með rosalegu VIP-herbergi þar sem ofurfyrirsætur, indverskir prinsar og fáranlega ríkt fólk lætur fara vel um sig. Fyrir utan staðinn er alltaf löng biðröð og aðgangseyrir er 20 evrur. Old Fashion Risastór skemmtistaður fyrir alls konar fólk, skiptur niður í þrjá sali með mismunandi tónlist. Borðin eru leigð út fyrir fúlgur og VIP-liðið situr á borðum umhverfis dansgólfið. Á miðvikudögum eru haldin sérstök alþjóðleg kvöld. Aðgangseyrir er 15-20 evrur. MARKAÐUR: Viale Papiniano Stór og sjarmerandi markaður með alþjóðlegri stemningu sem er aðeins opinn á laugardögum. Hann nær yfir tvær heilar götur og þar er allt hægt að finna, bæði notað og nýtt. Hér er um að gera að prútta en verðið er mjög lágt. Reyndar eru markaðir um alla borg en þessi er langstærstur. VEITINGASTAÐIR: Armani Café, Nobu Langbesti sushi-staðurinn í Mílanó. Stílhreinn, elegant og töff eins og allt hjá Armani og verðið er í samræmi við það. Hingað kemur alls konar lið, fyrirsætur, viðskiptafólk og stundum bregður Giorgio Armani sjálfum fyrir að heilsa gestum. Í Mílanó er annars mikið úrval af veitingastöðum frá öllum löndum og það er tilvalið að prófa afríska og tyrkneska matinn. Trattoria la Siciliana Alvöru ítalskt veitingastaður á góðu verði, pasta, lasagna, pítsur og ommelettur sem er hefðbundin suðurítalskur matur. Hins vegar þarf maður að fara í mat til ítalskrar fjölskyldu til að upplifa það sem í raun er alvöru. Ítalir eru lengi að borða og máltíðirnar eru margréttaðar. Eftir matinn fá þeir sér ávexti, svo kaffi og að lokum drekka þeir staup af Monte Negro eða sítrónulíkjör til að bæta meltinguna. Þessa drykki er að sjálfsögðu hægt að fá á öllum ítölskum veitingahúsum líka. KIRKJUR: Duomo Það er algjör nauðsyn fyrir alla sem heimsækja Mílanó að skoða þessa kirkju, sem tók meira en fimm aldir að byggja. Hún er ólýsanlega falleg og hlaðin listaverkum eftir alla þekktustu listmálara Ítalíu. Tilvalið að kíkja á upplýsingaskrifstofu ferðamanna á torginu þar fyrir framan og ná sér í bæklinga eða leiðbeiningar um hvernig á að komast á milli. Cimitero Monumentale Enginn fer ósnortinn úr þessum alskreytta og fallega kirkjugarði þar sem hinna látnu er minnst bæði innan- og utandyra með ótrúlegum skreytingum, styttum og minnisvörðum. Litlir kastalar og turnar hafa verið reistir þar sem heilu ættartrén hvíla og alls staðar eru myndir af látnu fólki. Víða sjást hinar jarðnesku leifar varðveittar og steyptar á grafreitunum. Sérstaklega minnisstæð er stytta af konu sem seldi blóm alla sína ævi svo hægt væri að reisa af henni styttu í garðinum. San Bernardino alle Ossa Beinakirkjan frá árinu 1750 er spennandi staður að heimsækja. Að innan er kirkjan skreytt með mannabeinum og hauskúpum frá gólfi og upp í þak. Það er mikil upplifun að koma þar inn en eflaust yfirþyrmandi fyrir andlega opið fólk eða miðla.
Ferðalög Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira