Lífið

Heitustu trendin árið 2025

Nú er splunkunýtt ár gengið í garð og nýju ári fylgja óumflýjanlega ný trend sem sækja þó mörg hver innblástur til fortíðar. Það er engum skylt að fylgja tískubylgjum og eflaust forðast einhverjir þær eins og heitan eldinn en þó getur verið skemmtilegt að vera með puttann á púlsinum á því sem slær í gegn. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga um heitustu trendin á margvíslegum sviðum.

Lífið

Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir lang­þráð met­ár

Aðsóknarmet var slegið í Bíó Paradís í fyrra en sextíu þúsund manns lögðu leið sína í bíóið á Hverfisgötu. Framkvæmdastjóri er í skýjunum og segir að með fjölda gesta séu rekstraraðilar að ná langþráðu markmiði. Fleira hafi spilað inn í en ótrúlegar vinsældir hryllingsmyndar Demi Moore, The Substance.

Bíó og sjónvarp

Tón­listar­há­tíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina

Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina.

Lífið

Harm­leikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp

Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu.

Lífið

„Veganismi er hvergi skil­greindur sem full­komnun eða ekkert“

Aldís Amah Hamilton leikkona er nýtekin við sem formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Hún segist spennt að taka við þessu nýja hlutverki og á ekki von á því að það hafi áhrif á starf hennar í leiklistinni. Hún segist hafa hafnað hlutverkum eftir að hún gerðist grænkeri en oftast hafi þetta val ekki mikil áhrif á starfið hennar. 

Lífið

Dóttir Anítu Briem og Haf­þórs komin með nafn

Dóttir Anítu Briem leikkonu og Hafþórs Waldorff er komin með nafn. Stúlkunni var gefið nafnið Lúna. Stúlkan kom í heiminn þann 13. nóvember síðastliðinn og er þeirra fyrst barn saman. Fyrir á Aníta eina dóttur.

Lífið

Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu

Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi ráðleggur fólki að reyna að njóta núlíðandi stundar. Það sé eðlilegt að fyllast aðskilnaðarkvíða þegar ástvinir séu kvaddir eftir gott jólafrí. Sumir finni fyrir kvíðanum allan tímann á meðan ástvinurinn er á landinu.

Lífið

Metsölulisti bóka­út­gef­enda sé „ómarktækur“

Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn segir metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda ómarktækan fyrir árið 2024 ómarktækan í ljósi þess að hann inniheldur ekki sölu úr sextán verslunum Pennans/Eymundsson. Framkvæmdastjóri FÍBÚT segir Pennann hafa hafna þátttöku á listanum.

Menning

Allt búið hjá Austin og Kaiu

Fyrrum stjörnuparið Kaia Gerber, ofurfyrirsæta, og Austin Butler, Hollywood leikari, hafa ákveðið að fara í sundur eftir þriggja ára samband. Því lauk fyrir áramót en Kaia fagnaði nýju ári í Cabo, Mexíkó með vinum, í fjarveru Austin.

Lífið

Aron Can og fjöl­skylda í draum­kenndu fríi

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin er staddur í fríi í Phúket, Taílandi, ásamt kærustu sinni, Ernu Maríu Björnsdóttur flugfreyju hjá Icelandair, og syni þeirra, Theó Can. Erna María hefur gefið fylgjendum sínum á Instagram innsýn í ferðlagið síðastliðna daga.

Lífið

Kraft­mikill grænn safi fyrir öfluga húð

Janúar mánuður er vel á veg kominn og eflaust margir að leggja sig alla fram við hollustu og heilbrigði þessar fyrstu vikur ársins. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana er þekkt fyrir girnilegar og ofurhollar uppskriftir en hún útbjó sérstakan grænan safa í samvinnu við húðvörumerkið Bioeffect sem á að hafa öflug áhrif á húðina.

Uppskriftir

Lækaði ó­vart fimm ára gamla mynd

En í einu atriði í síðasta þætti af Draumahöllinni var fjallað um það þegar kona skoðar gamlan skóla skólafélaga sinn á netinu og lækar óvart eldgamla mynd af honum og fer alveg í kerfi í kjölfarið.

Lífið

Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum

Hjónin Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Guðrún Ingólfsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Smyrilsveg í Vesturbæ Reykjavíkur á 135 milljónir.

Lífið

Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024

Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút.

Menning

Leikirnir sem beðið er eftir

Á þessum myrkustu tímum ársins er fólki hollt að rísa upp úr hversdagslegri eymdinni og líta til framtíðar. Að hætta að hjakka sífellt í sama gamla, og djúpa, farinu og líta jákvæðum augum til betri tíma og nýrra tölvuleikja. Út við sjóndeildarhringinn má nefnilega sjá glitta í GTA 6 en vonum að það sé ekki hilling.

Leikjavísir

Nýárs­swing með hand­bremsu

Stórsveit Reykjavíkur fagnaði nýju ári í Eldborg með dagskrá helgaðri gullöld sveiflunnar – dýrðardögum djassins á árunum 1930 til 1950. Öllu var tjaldað til; eggjandi blásarar og hraustleg rytmasveit komu áheyrendum nánast til að dansa. Að vísu ekki alltaf. Einsöngurinn var nefnilega það sem stóð upp úr – bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt, eins undarlega og það kann að hljóma.

Gagnrýni

Peter úr Peter, Paul and Mary látinn

Peter Yarrow, meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést á heimili sínu í Manhattan í New York borg í gær, 86 ára að aldri. Banamein hans var blöðrukrabbamein, en hann hafði glímt við það í fjögur ár.

Lífið

Mjög tilfinningaríkt að vera með krafta­verk í höndunum

„Okkur þótti þetta krefjandi verkefni, enda stór ákvörðun og nafn sem drengurinn okkar mun bera alla tíð. Ég hugsaði oft hvað ég væri til í að geta spurt hann hvort hann væri ánægður með nafnið,“ segir Sandra Björg Helgadóttir aðstoðarframkvæmdastjór Bestseller. Hún og eiginmaður hennar Hilmar Arnarson þjálfari eignuðust frumburð sinn síðastliðið haust og gáfu honum nafnið Helgi Snær við hátíðlega skírn í desember. 

Lífið