Lífið

Ulf Pilgaard er látinn

Danski leikarinn Ulf Pilgaard er látinn, 83 ára að aldri, eftir snörp veikindi. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi.

Bíó og sjónvarp

Skagastelpan sem gerðist mennta­skóla­kennari í Flórída

Röð atvika leiddi til þess að Veronica Líf Þórðardóttir fékk boð um að gerast efnafræðikennari við menntaskóla í Melbourne, 90 þúsund manna borg suðaustur af Orlando í Flórída. Þar hefur hún starfað í eitt og hálft ár og tekist á við ýmsar áskoranir, enda talsverður munur þegar kemur að bandarísku og íslensku skólakerfi.

Lífið

Usli og glæsi­leiki á Kjarvals­stöðum

Það var líf og fjör á Kjarvalsstöðum á dögunum á opnun glæsilegrar einkasýningar Hallgríms Helgasonar sem sækir innblástur í ýmis konar usla. Fullt var út úr dyrum og meðal gesta voru Gísli Marteinn, Þorgerður Katrín, Ármann Reynisson og Jón Sæmundur svo eitthvað sé nefnt. 

Menning

Vilja gefa út síðustu þættina með Payne

Forsvarsmenn bandarísku streymisveitunnar Netflix hafa sett framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Building the Band á pásu en breski söngvarinn Liam Payne var þar aðalsprautan sem dómari. Þeir ætla sér að ræða málin við fjölskyldu söngvarans en vilja samt gefa þættina út að lokum. 

Bíó og sjónvarp

Hrylli­legar og góm­sætar upp­skriftir fyrir hrekkjavökuna

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, er farin að telja niður dagana í hrekkjavökuna, sem fer fram þann 31. október næstkomandi. Í tilefni hátíðarinnar deildi hún tveimur hryllilega gómsætum uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram sem eru fullkomnar í hrekkjavökuboðið.

Lífið

„Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægi­legt“

Tónlistarmaðurinn Magnús Valur Willemsson Verheul notast við listamannsnafnið Mt. Fujitive og er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lög hans eru sömuleiðis sum með tugi milljóna spilanna en þrátt fyrir það hefur Magnús Valur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina og tilveruna.

Tónlist

Þriggja daga veisla með Skálm­öld í Hörpu

Skálmöld slær upp sannkallaðri stórveislu næstu helgi þegar sveitin spilar allar sex plötur sínar á þremur kvöldum í Hörpu. Sveitinni til halds og trausts verður kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri en annars mun tónlistin njóta sín í upprunalegri útgáfu.

Lífið samstarf

Ragga Holm og Elma eignuðust dreng

Reykjavíkurdóttirin Ragga Holm og kærastan hennar Elma Valgerður eignuðust frumburð sinn þann 22. október síðastliðinn. Öllum heilsast vel og segist Ragga ekki geta sett það í orð hve stolt hún er af konunni sinni.

Lífið

Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka

Mikið var um veisluhöld um helgina þar sem árshátíðir fyrirtækja og hrekkjavökuteiti voru áberandi á samfélagsmiðlum. Stjörnur landsins tóku forskot á sæluna og klæddu sig upp sem Hollywood-stjörnur. Helgi Ómars skellti sér í jógakennaranám á meðan Elísabet Gunnars eyddi vetrarfríinu með börnunum í Vestmannaeyjum.

Lífið

Lauf­ey fagnaði með Oli­viu Rodrigo og Chappell Roan

Stórstjarnan og tónlistarkonan Laufey Lín heldur ótrauð áfram ævintýrum sínum vestanhafs þar sem hún hefur slegið í gegn. Helginni eyddi hún í Los Angeles þar sem hún er búsett með engum öðrum en Oliviu Rodrigo og Chappell Roan, sem eru með stærstu tónlistarstjörnum heims í dag. 

Tónlist

Héldu skírnar­veislu á Hótel Borg

Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og framkvæmdarstýra Dineout, og Logi Geirsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og einkaþjálfari, gáfu dóttur sinni nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Parið greindi frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Lífið

„Þau hlæja að þessum fífla­gangi en mér er dauðans al­vara“

Græna jólatertan frá Myllunni kann að virðast ósköp venjuleg brún lagkaka með hvítu kremi en fyrir stórum hópi Íslendinga er hún svo miklu meira en það. Stærsti aðdáandi jólatertunnar frystir hana í tugatali til að geta borðað hana árið um kring og hefur jafnvel ferðast með hana til útlanda.

Lífið

Kaupmálar 50+: „Mér finnst upp­komin börn oft ansi frek til fjárins“

„Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum.

Áskorun

Upp­götvaði frænkur á Ís­landi í ferð til Srí Lanka

Ferðalag Tinnu Rúnarsdóttur til Srí Lanka skilaði ekki aðeins dýrmætum tíma með systur sinni og ömmu heldur uppgötvaði hún líka að hún á frænkur á Íslandi. Svar úr DNA-prófi kom Tinnu í opna skjöldu sem veltir nú fyrir sér hvort móður hennar hafi verið nauðgað eða hún haldið fram hjá.

Lífið

„Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leik­kona“

„Þegar ég var bara sjö ára gömul segi ég við konu sem var að vinna á göngunum í grunnskólanum mínum: Þú þarft að muna eftir mér. Birna Rún Eiríksdóttir, mundu nafnið því ég verð nefnilega mjög þekkt leikkona. Ég veit ekkert hvaðan þetta kom,“ segir leikkonan, veislustjórinn, TikTok stjarnan og uppistandarinn Birna Rún, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

Þakk­látur Grind­víkingum fyrir traustið

Sigurður Sigurðsson ljósmyndari og björgunarsveitarmaður, betur þekktur sem Siggi Sig, segist gríðarlega þakklátur íbúum Grindavíkur fyrir traustið í hans garð en hann gaf á dögunum út ljósmyndabókina Reykjanes vaknar. Um er að ræða bók með ljósmyndum og stuttum frásögnum af atburðum á Reykjanesi frá janúar 2020 til haustsins 2024.

Lífið

Tungu­mál berst fyrir til­vist sinni í skógum Sví­þjóðar

Djúpt inni í skógarþykkni sænsku Dalanna felur sig tungumál sem er nær óskiljanlegt Svíum. Í litlum afskekktum dal í um fjögurra tíma akstursfjarlægð frá Stokkhólmi tala um tvö þúsund manns tungumálið elfdælsku sem hefur að geyma forneskjuleg einkenni sem skáka jafnvel sjálfri íslenskunni.

Lífið

Greip tæki­færið og nýtur Parísar í botn

Lögfræðingurinn Marta Matthíasdóttir er búsett í París um þessar mundir og var það ákveðin skyndiákvörðun hjá henni. Hún er þar í viðbótar meistaranámi í lögfræði og nýtur þess sem Parísarborg hefur upp á að bjóða. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti.

Lífið

Upp­gefin á stressinu um mið­nætti

Vinahjón segjast hafa fengið nóg af því að hafa einungis getað valið á milli sælgætis og plastsdrasl eða rándýrra leikfanga fyrir jólasveina til að gefa börnum þeirra í skóinn. Þau ákváðu því að taka málin í eigin hendur og taka á sig þriðju vaktina fyrir jólasveina.

Lífið

Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir

Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eignuðust fallegan dreng fyrir tveimur mánuðum. Um fyrsta barn parsins er að ræða. Þessu greinir Edda frá í færslu á Instagram-reikning sínum.

Lífið