Lífið

„Stolt af mínum konum sem geisluðu af gleði“

Danskennarinn og lífskúnstnerinn Berglind Jónsdóttir er nýkomin heim úr ævintýralegri og einstakri ferð til Búlgaríu þar sem hún fór með hóp kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera allar yfir fimmtugt og elska að dansa. Konurnar sýndu atriði á stórri danshátíð og var þetta að sögn Berglindar ógleymanleg upplifun.

Lífið

Ár­legt „Fifa“mót GameTíví

Strákarnir í GameTíví halda í kvöld sitt árlega „Fifa“mót, þar sem nýjasti fótboltaleikurinn frá EA Sports er spilaður. Já, ég veit að hann heitir „EA Sports FC 25“, en, kommon. Þetta er Fifa.

Leikjavísir

Draumkennt brúð­kaup á Sardiníu

Ástralska leikkonan Rebel Wilson og Ramona Agruma giftu sig undir berum himni á ítölsku eyjunni Sardiníu síðastliðinn laugardag. Hjónin deildu fallegum myndum frá brúðkaupsdeginum á Instagram.

Lífið

Ekki lengur undir sér­stöku eftir­liti

Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota.

Lífið

Úti­lokar ekki að bjóða sig aftur fram

Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segist hafa þykkan skráp og að hún hafi aldrei tekið gagnrýni persónulega þegar hún var í stjórnmálum. Sigríður, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að það sem gerðist í Covid-faraldrinum megi ekki endurtaka sig, hún segist sjálf hafa verið með „underground“ ræktaraðstöðu á þeim tíma og óttast lögreglu. Þá útilokar hún ekki að bjóða sig aftur fram til þings.

Lífið

Lætur nettröllin ekki hafa á­hrif á sjálfs­myndina

„Það tekur auðvitað á að lesa andstyggilegar athugasemdir um líkamann minn,“ segir breska stórstjarnan og leikkonan Florence Pugh. Pugh leggur mikið upp úr sjálfsöryggi og jákvæðri líkamsímynd en segir að það geti verið erfiðara þegar fólk leyfir sér að hrauna yfir hana á Internetinu.

Lífið

Inga Lind gengin út

Inga Lind Karlsdóttir eigandi Skot Productions er gengin út. Sá heppni heitir Sigurður Viðarsson og er viðskiptamaður.

Lífið

Tekst á við lífið sem einhverf mamma með langveikt barn

Ástrós Lilja Guðmundsdóttir hefur vakið athygli á TikTok á undanförnu þar sem hún hefur birt myndefni og sagt frá lífi sínu sem móðir barns með sjaldgæft heilkenni. Ástrós er greind með ADHD og einhverfu, sem gerir móðurhlutverkið svo sannarlega enn meira krefjandi. Henni er mikið í mun um að uppræta fordóma gagnvart þeim sem eru skynsegin.

Lífið

Elti drauminn og flutti um borð í húsbíl

Sunna Guðlaugsdóttir hefur slegið í gegn á TikTok á undanförnu þar sem hún hefur birt myndskeið og veitt fólki innsýn inn í lífstíl sem telja má að sé nokkuð óvenjulegur. Í stað þess að fjárfesta í steinsteypu og vera bundin af húsnæðisláni tók Sunna þá ákvörðun að festa kaup á tuttugu og níu ára gömlum húsbíl og breyta honum í heimili. Undanfarnar vikur hefur hún sýnt frá ferlinu á samfélagsmiðlum en hún segir frelsið vera einn stærsta kostinn við þennan búsetumáta.

Lífið

Mamma byrjuð að undir­búa stúdents­veislu þegar fregn barst af falli

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir það hafa verið foreldrum sínum talsvert áfall þegar hann féll á stúdentsprófi í Versló og þá sérstaklega móður hans sem var búin að skipuleggja stúdentsveisluna. Hann segist enn vera spurður að því af stöku leigubílstjóra hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu, þrátt fyrir að það hafi alls ekki verið raunin.

Lífið