Lífið

Minecraft-spilarinn Technoblade er látinn

Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda.

Leikjavísir

Eignum Boseman skipt jafnt milli ekkju hans og foreldra

Þegar leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir tveimur árum hafði ekki verið gerð erfðaskrá og því ekki ljóst hvernig ætti að skipta eignum hans. Nú hefur verið ákveðið að eftirlátnar eignir Boseman, um 2,5 milljónir bandaríkjadala, muni skiptast jafnt á milli foreldra Boseman og ekkju hans.

Lífið

Tökur hefjist í fyrsta lagi eftir tvö ár

Aðdáendur ofurnjósnarans James Bond þurfa að sætta sig við dágóða bið eftir næstu mynd samkvæmt upplýsingum frá Barböru Broccoli, framleiðanda myndanna. Framleiðsla myndarinnar muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.

Bíó og sjónvarp

Kristín Sif og Stefán Jak yfir sig ást­fangin

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100, og Stefán Jak­obs­son, söngv­ari í Dimmu eru nýtt par en parið birti myndir af sér á Instagram í dag þar sem má sjá þau njóta lífsins saman í Berlín.

Lífið

Travis Barker með brisbólgu

Travis Barker, trommari hljómsveitarinnar Blink-182 og nýbakaður eiginmaður Kourtney Kardashian, liggur nú inni á spítala með brisbólgu.

Lífið

„Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum“

Einar Bárðarson þekkja flestir hvort sem það er úr útvarpinu, sjónvarpinu, tónlistinni eða sem umboðsmann. Hann segist vera duglegur að taka ábyrgð og gangast við því sem miður fer í lífinu og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið og það hvernig fólk rís upp eftir að hafa verið slegið niður í lífinu. 

Lífið

Gaman að kyssa vinkonu sína

Fyrirsætan Cara Delevingne segir það hafa verið gaman að leika ástkonu vinkonu sinnar Selenu Gomez í þáttunum Only Murders in the Building. „Er einhver í heiminum sem myndi ekki vilja kyssa Selenu?“ Spyr hún einnig í viðtali við E!News. 

Lífið

Hel­vítis kokkurinn: Rauð­víns­soðnir lambaskankar

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og kemur inn vikulega.

Matur

Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika

Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið.

Menning

LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar

LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni.

Menning

Mikilvægar æfingar fyrir göngugarpinn frá Önnu Eiríks

Þjálfarinn Anna Eiríksdóttir nýtur þess að styrkja líkamann með góðri hreyfingu og deilir mikilvægum æfingum fyrir göngugarpa hér á Vísi. Hún skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu og við gefum henni orðið:

Lífið