Viðskiptablaðið greinir frá. Húsið var byggt árið 1948 og er mikið endurnýjað einbýlishús á þremur hæðum sem stendur ofarlega í lóðinni með mjög góðu útsýni yfir Tjörnina og miðborgina.

Húsið hefur verið endursteinað að utan og flestir gluggar endurnýjaðir. Í húsinu eru sjö svefnherbergi, tvö baðherbergi og tvær stofur. Þá fylgir bílskúrsréttur lóðinni.

Jón Georg stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Men&Mice ásamt Pétri Péturssyni sem var selt til alþjóðlega félagsins BlueCat Networks á árinu. Félagið var metið á um 3,5 milljarða króna um síðustu áramót samkvæmt frétt Innherja.
Húsið í Garðastræti var áður í eigu Bjarna Gauks Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Blikk hugbúnaðarþjónustu og stofnanda Mengis, og Elísabetar Jónsdóttur, upplifunar- og viðburðarstjóra í Elliðaárstöð Orkuveitu Reykjavíkur. Þau hafa verið áberandi í uppbyggingu á Blönduósi undanfarin ár.

Bjarni Gaukur og Elísabet fluttu sig ekki langt í hverfinu. Þau festu kaup á húsi við Hávallagötu, oft kennt við Jóns Jónsson frá Hriflu. Samband íslenskra samvinnufélaga reisti húsið fyrir hann árið 1941 en Jónas var skólastjóri Samvinnuskólans. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, fyrrverandi húsameistara ríkisins.


