MAST forvitnast um bókakynningu og hrúta: Betra að vera viss Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2023 11:38 Daníel Hansen, annar höfunda bókarinnar, með Bárði forystuhrúti (til hægri). aðsend Pétur Már Ólafsson útgefandi varð forviða þegar Pennanum Eymundsson barst sérstök fyrirspurn frá MAST varðandi bókakynningu. Dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar hafði samband við Pennann Eymundsson í vikunni til að kanna hvort það myndu nokkuð kindur mæta í útgáfufagnað í Smáralind nú um helgina. „Mér barst ábending um viðburð á Facebook um bókina Forystufé eftir Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen. Sumir hafa skilið viðburðinn eins og það verði sauðfé á staðnum. Ég skil þetta eins og það sé einungis verið að kynna bókina en það er betra að vera viss. Verður nokkuð sauðfé í Smáralind næstkomandi laugardag?“ Svo segir í fyrirspurn frá Símoni Má dýraeftirlitsmanni hjá MAST til Pennans. „Ég veit ekki hvort starfsfólki Pennans gafst kostur á að svara þessum áhyggjufulla embættismanni áður en tölvuþrjótar gerðu árás á fyrirtækið en skilningur hans réttur – það verður ekki forystufé, aðeins fólk í Smáralind á laugardaginn,“ segir Pétur Már útgefandi bókarinnar í samtali við Vísi. Og ljóst að honum þykir þetta skondið erindi og er ánægður með hversu vökult auga MAST hefur á atburðum á borð við þennan. Bókaútgáfa Dýraheilbrigði Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar hafði samband við Pennann Eymundsson í vikunni til að kanna hvort það myndu nokkuð kindur mæta í útgáfufagnað í Smáralind nú um helgina. „Mér barst ábending um viðburð á Facebook um bókina Forystufé eftir Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen. Sumir hafa skilið viðburðinn eins og það verði sauðfé á staðnum. Ég skil þetta eins og það sé einungis verið að kynna bókina en það er betra að vera viss. Verður nokkuð sauðfé í Smáralind næstkomandi laugardag?“ Svo segir í fyrirspurn frá Símoni Má dýraeftirlitsmanni hjá MAST til Pennans. „Ég veit ekki hvort starfsfólki Pennans gafst kostur á að svara þessum áhyggjufulla embættismanni áður en tölvuþrjótar gerðu árás á fyrirtækið en skilningur hans réttur – það verður ekki forystufé, aðeins fólk í Smáralind á laugardaginn,“ segir Pétur Már útgefandi bókarinnar í samtali við Vísi. Og ljóst að honum þykir þetta skondið erindi og er ánægður með hversu vökult auga MAST hefur á atburðum á borð við þennan.
Bókaútgáfa Dýraheilbrigði Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira