Lífið

Miss Universe Iceland: Gerði þau mistök að gefa dúfu franska kartöflu

Sunna Dögg Jónsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Western Iceland. Sunna er enginn nýgræðingur í fegurðarsamkeppnunum og hefur keppt áður í slíkum bæði hérlendis og erlendis. Hún lifir fyrir líðandi stund en setur sér þó markmið og stefnir á að ljúka mastersgráðu í lögfræði í framtíðinni.

Lífið

Joni Mitchell kom fram á tónlistarhátíð

Tónlistargoðsögnin Joni Mitchell kom gestum Newport Folk tónlistarhátíðarinnar skemmtilega á óvart um helgina þegar hún kom fram ásamt Brandi Carlile og Marcus Mumford. Þetta var í fyrsta skipti í tuttugu ár sem hún kemur fram og spilar heila tónleika.

Lífið

Stinnandi krem og brúðkaupsferð í París

Söngdívan Jennifer Lopez er 53 ára í dag og í tilefni þess tilkynnti hún um komu húðlínunnar sinnar en fyrsta kremið í henni er hannað til þess að stinna bossann. Hún segir í tilkynningunni að almennt einbeiti fólk sér að því að huga vel að andlitinu en líkaminn eigi það til að gleymast.

Lífið

Miss Universe Iceland: „Æfingin skapar meistarann“

Maríanna Líf Swain tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Njarðvík. Hún er að taka þátt í annað sinn í keppninni og segir þátttökuna hafa gert mikið fyrir sig og sitt sjálfstraust. Maríanna elskar gott sushi, stefnir á afbrotafræði í framtíðinni og er stolt af sterkri réttlætiskennd sinni.

Lífið

„Það er nú ekki flóknara en það“

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með frægari tónlistarmönnum okkar Íslendinga og á marga smelli að baki sér. Ásamt því að vera atvinnu rappari mun hann sinna hlutverki dómara í Idolinu sem fer af stað á Stöð 2 í vetur. Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í ár og segir að hátíðargestir megi búast við skemmtun á heimsmælikvarða.

Tónlist

Stjörnulífið: Brúðkaup, boltinn og folar

Ástin er allsráðandi í Stjörnulífinu þessa vikuna en brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái ásamt „babymoon“ á Spáni, folum í sveitinni og listafólk landsins í skemmtilegum ferðum. Þar að auki eru stelpurnar okkar sáttar eftir að hafa gefið sig allar í EM keppnina.

Lífið

Euro­vision verður í Bret­landi á næsta ári

Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi.

Lífið

Ilmur og Magnús giftu sig í Ásbyrgi

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi giftu sig um helgina við fallega athöfn í Skúlagarði í Ásbyrgi þar sem veðrið lék við gesti og dansað var fram á bjarta nóttina.

Lífið

Musk þvertekur fyrir ásakanirnar

Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin.

Lífið

The Gray Man: Netflix kveikir í peningum

Netflix var ekkert að tvínóna við hlutina þegar gefið var grænt ljós á nýja mynd Russo-bræðra, sem hafa verið stórtækir leikstjórar í Avengers-heiminum. Heilum 200 milljónum dollara var splæst á herlegheitin og það sést hvert þær fóru, í sprengingar.

Gagnrýni

Sia er óstöðvandi

Söngkonan Sia er mætt á Íslenska listann á FM957 með lagið Unstoppable í nýjum búning tónlistarmannsins R3HAB. Sia hefur verið virk í tónlistarheiminum síðastliðna tvo áratugi og slær ekki slöku við, því má með sanni segja að hún sé óstöðvandi eins og lagið gefur til kynna.

Tónlist

H.E.R. mun leika Fríðu

Söngkonan Gabriella Sarmiento Wilson, betur þekkt sem H.E.R. mun fara með hlutverk Fríðu í sérútgáfu sjónvarpsstöðvarinnar ABC af klassísku Disney myndinni „Fríða og Dýrið.“

Bíó og sjónvarp

Ó­trú­leg svaðil­för Chris Bur­kard með­fram allri Suður­ströndinni

Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi.

Lífið

„Þegar við tókum síðan Í larí lei þá ætlaði allt um koll að keyra“

Hljómsveitin Stuðlabandið var að senda frá sér myndband frá Kótelettunni 2022 þar sem þeir taka lagið Í larí lei, sem Sigga Beinteins gerði ódauðlegt árið 1998 og er að finna á plötu hennar Flikk Flakk. Nú 24 árum síðar er lagið að ná nýjum hæðum og virtust tónleikagestir hæstánægðir með þetta lagaval Stuðlabandsins, þar sem allir sungu hátt og snjallt með.

Tónlist

Skjaldbökudans, panflauta og nokkur þúsund Maríubænir

Hljómsveitin XXX ROTTWEILER á fjöldann allan af lögum að baki sér og hefur komið fram víðs vegar um landið í gegnum árin. Sem dæmi er 21 ár síðan Rottweiler steig fyrst á svið í Herjólfsdalnum og er meðal atriða sem koma fram í ár. Blaðamaður tók púlsinn á Erpi Eyvindarsyni, jafnan þekktur sem Blaz Roca, meðlimi sveitarinnar.

Tónlist