Rauða serían kveður eftir 38 ára göngu Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 23:00 Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir hefur séð um útgáfu Rauðu seríunnar síðan árið 1985. Vísir/Arnar Síðustu titlar Rauðu seríunnar hafa verið gefnir út. Nú tekur við hljóðbókalestur hjá útgefandanum sem segir tilfinninguna vera skrítna enda gefið bækurnar út í 38 ár. Rauða serían hóf göngu sína á Íslandi sumarið 1985 þegar bókin Spegilmynd ástarinnar var gefin út. Hafði hugmyndin á því að gefa bækurnar út kviknað nokkrum mánuðum fyrr hjá Rósu Vestfjörð Guðmundsdóttur. Hún hafði þá rekið prentsmiðjuna Ásprent ásamt eiginmanni sínum Kára í nokkur ár. „Ég var að lesa Dag og Kári var að keyra með mér suður. Þá brýt ég Dag saman og segi við hann, eigum við ekki bara að fara að gefa út pocket-bækur. Einhverjar ódýrar pocket-bækur. Kári alltaf svo jákvæður og sagði já þú reddar þessu bara og þetta var upphafið,“ segir Rósa. Nú hefst lestur Nú 38 árum síðar eru titlarnir orðnir um það bil 2.300 talsins en sá síðasti hefur nú þegar verið gefinn út. Lesendum hefur farið fækkandi síðustu ár og kominn tími til að seríunni ljúki. Rósa ætlar þó ekki að kveðja bækurnar alveg. „Tilfinningin er ansi skrítin. En svona er lífið, það er minnkandi lestur en ég get ekki alveg hætt að vinna. Þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur. Ég útbjó mér stúdíó í saumaherberginu mínu. Og þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur,“ segir Rósa. Ætlar ekki að bora í nefið Öllum átta þýðendum Rauðu seríunnar hefur verið sagt upp, þar á meðal einum sem hafði starfað fyrir Ásprent og Rósu síðan árið 1979. En hvað tekur við fleira en lestur inn á hljóðbækur? Listin eða hjólreiðar koma sterklega til greina. „Svo eru gönguskíðin komin í nefnd,“ segir Rósa. Svo það er ekki eins og þú sért bara að fara að bora í nefið? „Ég kann ekki að sitja kyrr,“ segir Rósa að lokum og hlær. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Kynlíf Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Rauða serían hóf göngu sína á Íslandi sumarið 1985 þegar bókin Spegilmynd ástarinnar var gefin út. Hafði hugmyndin á því að gefa bækurnar út kviknað nokkrum mánuðum fyrr hjá Rósu Vestfjörð Guðmundsdóttur. Hún hafði þá rekið prentsmiðjuna Ásprent ásamt eiginmanni sínum Kára í nokkur ár. „Ég var að lesa Dag og Kári var að keyra með mér suður. Þá brýt ég Dag saman og segi við hann, eigum við ekki bara að fara að gefa út pocket-bækur. Einhverjar ódýrar pocket-bækur. Kári alltaf svo jákvæður og sagði já þú reddar þessu bara og þetta var upphafið,“ segir Rósa. Nú hefst lestur Nú 38 árum síðar eru titlarnir orðnir um það bil 2.300 talsins en sá síðasti hefur nú þegar verið gefinn út. Lesendum hefur farið fækkandi síðustu ár og kominn tími til að seríunni ljúki. Rósa ætlar þó ekki að kveðja bækurnar alveg. „Tilfinningin er ansi skrítin. En svona er lífið, það er minnkandi lestur en ég get ekki alveg hætt að vinna. Þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur. Ég útbjó mér stúdíó í saumaherberginu mínu. Og þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur,“ segir Rósa. Ætlar ekki að bora í nefið Öllum átta þýðendum Rauðu seríunnar hefur verið sagt upp, þar á meðal einum sem hafði starfað fyrir Ásprent og Rósu síðan árið 1979. En hvað tekur við fleira en lestur inn á hljóðbækur? Listin eða hjólreiðar koma sterklega til greina. „Svo eru gönguskíðin komin í nefnd,“ segir Rósa. Svo það er ekki eins og þú sért bara að fara að bora í nefið? „Ég kann ekki að sitja kyrr,“ segir Rósa að lokum og hlær.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Kynlíf Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira