Vilhjálmur „sínaði“ Harry nokkrum tímum fyrir andlát drottningar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 16:03 Vilhjálmur prins (t.v.) hafði engan áhuga á að svara skilaboðum frá bróður sínum Harry (t.h.) þegar amma þeir var veik. Getty/Mark Cuthbert Vilhjálmur krónprins Bretlands „seenaði“ skilaboð frá yngri bróður sínum Harry nokkrum klukkutímum áður en amma þeirra Elísabet drottning lést. Harry hafði verið að reyna að skipuleggja ferð sína til Skotlands þar sem Vilhjálmur dvaldi ásamt ömmu þeirra. Þetta kemur fram í nýrri bók blaðamannsins Omid Scobie en hann sérhæfir sig í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar. Bókin heitir Endgame: Inside the Royal Family and the Monarchy’s Fight for Survival. Las skilaboðin en svaraði ekki Elísabet drottning hafði verið veik í nokkra daga fram að andlátinu. Hún varð mikið veik þann 8. september og var öll fjölskyldan kölluð til hennar í Balmoral-kastala í Skotlandi þar sem hún var undir eftirliti lækna. Karl þá prinsinn af Wales, sonur Elísabetar, var staddur í kastalanum ásamt eiginkonu sinni Kamillu. Saman í flugvél mættu Andrés prins og Játvarður prins, yngri synir drottningarinnar, ásamt Vilhjálmi, eldri syni Karls. Hins vegar var Harry ekki með og kom seinna en hinir. Hann náði ekki að kveðja drottninguna áður en hún lést. Harry reyndi að ræða við bróður sinn um hvernig hann ætlaði að ferðast til Skotlands en báðir voru þeir staddir í London. Vilhjálmur ákvað hins vegar að „seena“ skilaboðin frá bróður sínum, það er að hann las þau en ákvað að svara þeim ekki. Frétti af andlátinu þegar hann lenti Það að Harry fékk ekki svar olli því að hann þurfti að fljúga síðar en drottningin lést skömmu áður en flugvél hans fór á loft. Hann fékk þó ekki upplýsingar um andlátið fyrr en að hann var lentur í Skotlandi. „Þau hefðu getað beðið aðeins lengur, það hefði ekki breytt neinu í stóra samhenginu, en það var enginn sem ákvað að gera það,“ er haft eftir heimildamanni Scobie í bókinni. Sá hinn sami sagði Scobie að Harry hafi verið eyðilagður þegar hann frétti af andlátinu. Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland England Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. 8. mars 2023 15:05 Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. 11. janúar 2023 23:28 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri bók blaðamannsins Omid Scobie en hann sérhæfir sig í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar. Bókin heitir Endgame: Inside the Royal Family and the Monarchy’s Fight for Survival. Las skilaboðin en svaraði ekki Elísabet drottning hafði verið veik í nokkra daga fram að andlátinu. Hún varð mikið veik þann 8. september og var öll fjölskyldan kölluð til hennar í Balmoral-kastala í Skotlandi þar sem hún var undir eftirliti lækna. Karl þá prinsinn af Wales, sonur Elísabetar, var staddur í kastalanum ásamt eiginkonu sinni Kamillu. Saman í flugvél mættu Andrés prins og Játvarður prins, yngri synir drottningarinnar, ásamt Vilhjálmi, eldri syni Karls. Hins vegar var Harry ekki með og kom seinna en hinir. Hann náði ekki að kveðja drottninguna áður en hún lést. Harry reyndi að ræða við bróður sinn um hvernig hann ætlaði að ferðast til Skotlands en báðir voru þeir staddir í London. Vilhjálmur ákvað hins vegar að „seena“ skilaboðin frá bróður sínum, það er að hann las þau en ákvað að svara þeim ekki. Frétti af andlátinu þegar hann lenti Það að Harry fékk ekki svar olli því að hann þurfti að fljúga síðar en drottningin lést skömmu áður en flugvél hans fór á loft. Hann fékk þó ekki upplýsingar um andlátið fyrr en að hann var lentur í Skotlandi. „Þau hefðu getað beðið aðeins lengur, það hefði ekki breytt neinu í stóra samhenginu, en það var enginn sem ákvað að gera það,“ er haft eftir heimildamanni Scobie í bókinni. Sá hinn sami sagði Scobie að Harry hafi verið eyðilagður þegar hann frétti af andlátinu.
Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland England Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. 8. mars 2023 15:05 Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. 11. janúar 2023 23:28 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14
Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. 8. mars 2023 15:05
Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. 11. janúar 2023 23:28