Lífið

Fréttakviss vikunnar: Eurovision, erótík og Trump
Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum.

Næturgisting í kirkju í boði á Blönduósi
Hótel Blönduós verður opnað með pompi og prakt eftir glænýjar endurbætur um helgina. Stórri svítu hefur verið bætt við í sjálfri gömlu kirkjunni á Blönduósi og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða nýjan hluta af hótelinu um helgina, þó það opni ekki formlega fyrr en á mánudag. Myndasyrpu frá Blönduósi má skoða neðst í fréttinni.

Tók U-beygju eftir krabbameinsgreiningu og gerðist húðflúrari
„Þetta var svo mikið sjokk. Ég man að það kom ekki orð upp úr mér í tíu mínútur,“ segir tónlistarmaðurinn, húðflúrslistamaðurinn og kvikmyndatökumaðurinn Gunnar Ingi Jones. Hann greindist með krabbamein 27 ára gamall en náði blessunarlega bata á skömmum tíma. Hann segir andlegu áhrifin hafa komið mánuðum seinna en þessi lífsreynsla hafi kennt honum mikilvægi jákvæðs hugarfars. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá lífinu og listsköpuninni.

Kennslumyndband í að finna G-blettinn vandfundna
Fullnæging kvenna í gegnum leggöng getur reynst mörgum erfið og er talið að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu á þann veg, án annarrar örvunar líkt og á sníp eða með kynlífstækjum.

Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til?
Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram.

Fengu drauminn loksins uppfylltan eftir þungbær svik í fyrra
Tveir vinir sem sviknir voru um miða á Eurovision í fyrra hafa nú fengið ósk sína uppfyllta, og rúmlega það. Þeir eru mættir til Liverpool með ósvikna miða á úrslitakvöldið á morgun og voru einnig viðstaddir undanúrslitakvöldið á þriðjudag. Viðtal við félagana má horfa á neðar í fréttinni.

Einar í Hatara verður stigakynnir Íslands
Trommugimpið Einar úr hljómsveitinni Hatara verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Liverpool annað kvöld.

Hvarflaði ekki að Simma Vill að áfengi væri í blóðinu
Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, betur þekktur sem Simmi Vill, missti bílprófið á dögunum og mun því ferðast um á reiðhjóli þar til í lok ágúst.

Tónsmíðarnar eins og gullgerðarlist
Gotaskotna og mekaníska síðpönkssveitin virgin orchestra gefur út sína fyrstu breiðskífu í dag.

Stóð allt í einu nakin í skóginum með bleik glimmer brjóst
Ljósmyndarinn og listakonan Berglind Rögnvaldsdóttir byrjaði að mynda sjálfa sig fyrir nokkrum árum og sigraðist þar með á óöryggi sínu fyrir því að vera fyrir framan myndavélina. Berglind er viðmælandi í þættinum Kúnst.

Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið
Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk.

Bjóst við því að komast áfram
„Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins.

Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“
Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.

Diljá komst ekki áfram
Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld.

Íslendingar ánægðir með flutning Diljár
Íslendingar voru yfir sig hrifnir af flutningi Diljár Pétursdóttur á Power á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsætisráðherrann, borgarstjórinn og fjöldi annarra lýstu yfir stuðningi og aðdáun sinni á Diljá á samfélagsmiðlum.

Eigendur My Letra selja sætt sumarhús í Grímsnesi
Viðskiptaparið Sóley Þorsteinsdóttir og Arnþór Ingi Kristinsson, eigendur skartgripafyrirtækisins My Letra, hafa sett sumarhús sitt í Grímsnesi til sölu.

Dóttir DeNiro komin með nafn
Dóttir stórleikarans Robert DeNiro sem fæddist 6. apríl síðastliðinn hefur fengið nafnið Gia Virginia Chen-DeNiro. Móðir barnsins er Tiffany Chen, Tai Chi-leiðbeinandi, en hún er 35 árum yngri en DeNiro.

Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit?
Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur.

„Ef Diljá kemst ekki áfram er Eurovision dauðadæmt“
Einn stærsti aðdáandi Diljár, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, heldur til í blaðamannahöllinni í Liverpool um þessar mundir. Hann heitir Helio Roque og er spænskur Eurovision-blaðamaður.

Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli
Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp.

Eva Laufey deilir uppskriftum að hinni fullkomnu Eurovision veislu
Matgæðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er þaulvön þegar kemur að hverskyns veisluhöldum. Hún átti því ekki í erfiðleikum með að gefa góð ráð fyrir komandi Eurovision-partí.

Segir Eurovison-hátíðina jól hommanna
„Eurovision er auðvitað eins og jól hommanna. Skáparnir eru þrifnir, gólfið bónað, maturinn planaður niður í öreindir og orðið „shuss!!“ er hangandi fremst á tungunni. Þetta er náttúrulega semí geðveiki ef ég tala fyrir sjálfan mig. Ég get alveg viðurkennt það. Það er smá eins og ferskur kúlt þar sem lög og reglur eru heilagar,“ segir ljósmyndarinn Helgi Ómarsson.

Kosning: Besta nýja útgáfan af SS pylsulaginu
Kjóstu uppáhalds nýju útgáfuna þína af SS pylsulaginu og besta frumsamda lag flytjenda.

Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann
Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað.

Star Wars Jedi: Survivor - Enn einn góður en ókláraður leikur
Jedi-riddarinn Cal Kestis er snúinn aftur en kannski aðeins of snemma. Leikurinn hefði þurft lengri framleiðslutíma og þá sérstaklega PC útgáfa hans. Jedi Survivor er þó skemmtilegur leikur sem ég sé ekki eftir að hafa spilað til enda.

Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi
Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar.

Diljá kvíðir því ekki að stíga á svið
Nú styttist óðum í að Diljá Pétursdóttir stígi á stóra sviðið í Liverpool fyrir hönd okkar Íslendinga þar sem Eurovision keppnin er haldin í ár. Sjálf segist hún ekkert kvíðin fyrir kvöldinu enda sé stress neikvæð tilfinning.

Segist ekki hafa verið Meghan Markle í dulargervi
Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan.

Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld
Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar.

Diljá býr í Húsdýragarðinum
Fyrstu lömb sumarsins í Húsdýragarðinum komu í heiminn í dag og eitt þeirra hefur nú þegar hlotið viðeigandi nafn í ljósi tímasetningarinnar. Hún ber að sjálfsögðu nafnið Diljá í höfuðið á Eurovisionfara Íslands.