Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2023 16:35 Kvöldstund með Heiðari snyrti hefur fengið nýjan titil og heitir nú Lúna. Tyrfingur segir að það eina sem breytt hafi verið sé titillinn. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. Það nánast þyrmir yfir Tyrfing þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið því að jólaleikrit Borgarleikhússins heitir nú Lúna en það verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Tyrfingur og dæsir. „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ segir Tyrfingur. Hann segir að þau í leikhúsinu hafi rætt þetta fram og til baka, hvort það væri vert að skipta um titil á verkinu. „En þegar hann lagði þetta til, einhver einn maður úti í bæ sem er í þjáningu með einhverja minningu, þá segir maður bara: Upp með hendur, Séra Gvendur. En kannski er þetta einhver vitleysa í manni,“ segir Tyrfingur. Tyrfingur segir að þau í leikhúsinu hafi verið fegin þegar hann féllst á að skipta um titil en maðurinn hringdi í þau þar. „Leikhúsið má alveg eiga það að það var ekki að skikka mig til eins né neins. Þetta var bara samtal og niðurstaða.“ Tyrfingur segir að aðeins titli verksins hafi verið breytt en engu í sjálfu verkinu, það heiti nú Lúna í höfuðið á annarri aðalpersónunni og það fari ágætlega á því. „Þetta er kannski ekki söluvænn titill enn hann er alveg réttur á verkið. Það er hátungl í verkinu. Það var allt í lagi.“ Þetta er flókið mál. Meðan listirnar eigi auðvitað ekki að taka við skipunum fólks úti í bæ, á misjafnlega gáfulegum forsendum, þá séu þetta breyttir tímar. „Svo getur maður líka dáðst að fólki sem lætur í sér heyra, er ekki eitt að þjást heima hjá sér þannig að þetta er líka heilbrigðismerki,“ segir Tyrfingur. Leikhús Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það nánast þyrmir yfir Tyrfing þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið því að jólaleikrit Borgarleikhússins heitir nú Lúna en það verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Tyrfingur og dæsir. „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ segir Tyrfingur. Hann segir að þau í leikhúsinu hafi rætt þetta fram og til baka, hvort það væri vert að skipta um titil á verkinu. „En þegar hann lagði þetta til, einhver einn maður úti í bæ sem er í þjáningu með einhverja minningu, þá segir maður bara: Upp með hendur, Séra Gvendur. En kannski er þetta einhver vitleysa í manni,“ segir Tyrfingur. Tyrfingur segir að þau í leikhúsinu hafi verið fegin þegar hann féllst á að skipta um titil en maðurinn hringdi í þau þar. „Leikhúsið má alveg eiga það að það var ekki að skikka mig til eins né neins. Þetta var bara samtal og niðurstaða.“ Tyrfingur segir að aðeins titli verksins hafi verið breytt en engu í sjálfu verkinu, það heiti nú Lúna í höfuðið á annarri aðalpersónunni og það fari ágætlega á því. „Þetta er kannski ekki söluvænn titill enn hann er alveg réttur á verkið. Það er hátungl í verkinu. Það var allt í lagi.“ Þetta er flókið mál. Meðan listirnar eigi auðvitað ekki að taka við skipunum fólks úti í bæ, á misjafnlega gáfulegum forsendum, þá séu þetta breyttir tímar. „Svo getur maður líka dáðst að fólki sem lætur í sér heyra, er ekki eitt að þjást heima hjá sér þannig að þetta er líka heilbrigðismerki,“ segir Tyrfingur.
Leikhús Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira