Körfubolti

Simmons settur í bann af eigin félagi

Ben Simmons, leikmaður Philadelphia 76ers, hefur verið settur í eins leiks keppnisbann af sínu eigin félagi eftir að hafa verið rekinn heim af æfingu í gær. Hann mun því ekki taka þátt í opnunarleik liðsins í NBA-deildinni í kvöld.

Körfubolti

Martin og félagar hófu Euro Cup á sigri

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia tóku á móti gríska liðinu Promitheas í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Euro Cup. Martin skoraði 13 stig fyrir Valencia þegar liðið vann tíu stiga sigur, 92-82.

Körfubolti

Chicago borg á körfuboltameistara á nýjan leik

Chicago hefur ekki eignast bandaríska meistara í körfuboltanum síðan að Michael Jordan yfirgaf Chicago Bulls í lok síðustu aldar. Það breyttist í nótt. Candace Parker ólst upp sem mikill aðdáandi Jordan og Bulls liðsins og snéri aftur „heim“ og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili með liðinu.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 81-77  | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla

Valsmenn náðu í sinn fyrsta sigur í Subway deild karla þegar þeir lögðu Grindavík að velli 81-77 í kaflaskiptum leik sem varð spennandi í lokin eftir að ekkert benti til þeirrar þróunar lengi vel í seinni hálfleik. Bæði lið eru þá komin með tvö stig í pokann góða en það voru batamerki á leik þeirra beggja úr síðustu umferð.

Körfubolti