Ellert: Núna þurfa allir í KR að fara í naflaskoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2023 13:01 Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR, ræddi við Stöð 2 um stöðuna á körfuknattleiksdeildinni í Vesturbænum. S2 Sport KR er fallið úr Subway-deildinni þrátt fyrir að enn sé eftir þrjár umferðir af deildinni. Í fyrsta sinn í 62 ár mun KR ekki vera í efstu deild körfuboltans og það aðeins fjórum árum eftir að KR varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð. Formaður Körfuknattleiksdeildar KR segir að deildin sé nú í stefnumótun til framtíðar og þar sem ekki bara verið að hugsa til næstu tveggja ára. KR ætli að koma strax upp aftur og endurheimta sæti sitt meðal bestu körfuboltaliða landsins. „Þetta var búið að liggja aðeins í loftinu og orðin svolítið mikil brekka. Þegar maður er farinn að treysta á önnur lið þá veit maður aldrei enda ekki með þetta lengur í hendi sér. Vissulega var þetta síðasti naglinn í þessa efstu deildar líkkistu,“ sagði Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Brottfallið mjög mikið og mjög hratt „Þetta er mikil áfall í sjálfu sér en það er enginn leikmaður eftir úr 2019 liðinu enn þá með okkur. Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég var sjálfur í 2007 og 2009 liðunum. Ótrúlegt þá voru ansi margir leikmenn enn spilandi árið 2019 sem voru í þeim liðum. Svo verður brottfallið mjög mikið og mjög hratt,“ sagði Ellert. „Ég vissi það fyrir þetta tímabil að við værum að fara í uppbyggingarvinnu en mér óraði að vísu ekki fyrir því að við færum niður. Við látum þetta ekki skilgreina okkur og þetta endurspeglar bara hvernig liðið er akkúrat í dag. Núna þurfa allir að fara í naflaskoðun, allt frá mér og stjórninni niður í þjálfara og leikmenn. Teikna upp plan fyrir næstu ár sem felur í sér snertilendingu í fyrstu deild og svo aftur upp. Við ætlum að koma félaginu aftur í efstu röð sem fyrst,“ sagði Ellert. Klippa: Viðtal við Ellert formann hjá KR Hræðist ekki að festast í 1. deildinni Hversu mikilvægt er að fara beint upp og hræðist Ellert að festast í fyrstu deildinni? „Í fyrsta lagi er maður ekki náð að melta þetta mjög lengi en í öðru lagi er það ekki hugsun sem hefur skotið upp í kollinum hjá okkur. Við ætlum okkur bara beint upp aftur og ég get ekki sagt að við hræðumst það endilega. Þessi vinna sem ég nefni, er svo sem farin af stað og þessi stefnumótun til framtíðar hjá okkur. Hún er ekki bara fyrir næsta ár og þar næsta. Þetta er stærra en tveggja ára plan og við þurfum að hugsa þetta í stærra samhengi,“ sagði Ellert. „Allt frá því hvernig við höldum utan um afreksstarfið, yfir í yngri flokkana og aðstöðuna. Það eru ýmsir hlutir að taka breytingum á KR-svæðinu á næstu árum. Allt sem miðar að því að koma okkur aftur í fremstu röð sem allra fyrst,“ sagði Ellert. Af hverju missti KR alla þessa leikmenn? En af hverju er félagið að missa alla þessa leikmenn? Af hverju hefur verið svona erfitt að halda í leikmenn KR síðustu ár? „Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fjandi gamlir. Þessi 1982 árgangur tórði nú ansi lengi. Ég skal ekki segja. Ég held að það sé aðallega af því að menn hafi verið að hætta í körfubolta. Svo gerist það líka að við erum með ákveðna aðila sem við viljum fá til liðs við okkur en svo fara þeir erlendis. Púslin raðast ekki upp fyrir þetta tímabil og við förum inn í það með mjög ungan kjarna,“ sagði Ellert. „Mjög efnilega og flotta leikmenn en við hefðum mátt vera heppnari að fá með þeim reynslumeiri og sterkari erlenda leikmenn með til að ná að búa einhverja alvöru heildarmynd á liðið. Við reyndum að gera þó nokkrar breytingar á miðju tímabili en náðum aldrei að láta þessa passa alveg saman,“ sagði Ellert. Við sem stjórn berum ábyrgð í því En hver ber ábyrgð á því að það gekk svona illa að fá öfluga erlenda leikmenn til KR-liðsins. „Við sem stjórn berum ábyrgð í því. Þetta er bara stjórn, þjálfari og leikmenn. Það þurfa allir að líta í eigin barm og spyrna í til þess að koma þessari endurkomu af stað. Þetta var að einhverju leiti óheppni og að einhverju leiti reynsluleysi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það voru margir samverkandi þættir sem skila okkur þessari niðurstöðu í ár,“ sagði Ellert. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Subway-deild karla KR Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Formaður Körfuknattleiksdeildar KR segir að deildin sé nú í stefnumótun til framtíðar og þar sem ekki bara verið að hugsa til næstu tveggja ára. KR ætli að koma strax upp aftur og endurheimta sæti sitt meðal bestu körfuboltaliða landsins. „Þetta var búið að liggja aðeins í loftinu og orðin svolítið mikil brekka. Þegar maður er farinn að treysta á önnur lið þá veit maður aldrei enda ekki með þetta lengur í hendi sér. Vissulega var þetta síðasti naglinn í þessa efstu deildar líkkistu,“ sagði Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Brottfallið mjög mikið og mjög hratt „Þetta er mikil áfall í sjálfu sér en það er enginn leikmaður eftir úr 2019 liðinu enn þá með okkur. Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég var sjálfur í 2007 og 2009 liðunum. Ótrúlegt þá voru ansi margir leikmenn enn spilandi árið 2019 sem voru í þeim liðum. Svo verður brottfallið mjög mikið og mjög hratt,“ sagði Ellert. „Ég vissi það fyrir þetta tímabil að við værum að fara í uppbyggingarvinnu en mér óraði að vísu ekki fyrir því að við færum niður. Við látum þetta ekki skilgreina okkur og þetta endurspeglar bara hvernig liðið er akkúrat í dag. Núna þurfa allir að fara í naflaskoðun, allt frá mér og stjórninni niður í þjálfara og leikmenn. Teikna upp plan fyrir næstu ár sem felur í sér snertilendingu í fyrstu deild og svo aftur upp. Við ætlum að koma félaginu aftur í efstu röð sem fyrst,“ sagði Ellert. Klippa: Viðtal við Ellert formann hjá KR Hræðist ekki að festast í 1. deildinni Hversu mikilvægt er að fara beint upp og hræðist Ellert að festast í fyrstu deildinni? „Í fyrsta lagi er maður ekki náð að melta þetta mjög lengi en í öðru lagi er það ekki hugsun sem hefur skotið upp í kollinum hjá okkur. Við ætlum okkur bara beint upp aftur og ég get ekki sagt að við hræðumst það endilega. Þessi vinna sem ég nefni, er svo sem farin af stað og þessi stefnumótun til framtíðar hjá okkur. Hún er ekki bara fyrir næsta ár og þar næsta. Þetta er stærra en tveggja ára plan og við þurfum að hugsa þetta í stærra samhengi,“ sagði Ellert. „Allt frá því hvernig við höldum utan um afreksstarfið, yfir í yngri flokkana og aðstöðuna. Það eru ýmsir hlutir að taka breytingum á KR-svæðinu á næstu árum. Allt sem miðar að því að koma okkur aftur í fremstu röð sem allra fyrst,“ sagði Ellert. Af hverju missti KR alla þessa leikmenn? En af hverju er félagið að missa alla þessa leikmenn? Af hverju hefur verið svona erfitt að halda í leikmenn KR síðustu ár? „Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fjandi gamlir. Þessi 1982 árgangur tórði nú ansi lengi. Ég skal ekki segja. Ég held að það sé aðallega af því að menn hafi verið að hætta í körfubolta. Svo gerist það líka að við erum með ákveðna aðila sem við viljum fá til liðs við okkur en svo fara þeir erlendis. Púslin raðast ekki upp fyrir þetta tímabil og við förum inn í það með mjög ungan kjarna,“ sagði Ellert. „Mjög efnilega og flotta leikmenn en við hefðum mátt vera heppnari að fá með þeim reynslumeiri og sterkari erlenda leikmenn með til að ná að búa einhverja alvöru heildarmynd á liðið. Við reyndum að gera þó nokkrar breytingar á miðju tímabili en náðum aldrei að láta þessa passa alveg saman,“ sagði Ellert. Við sem stjórn berum ábyrgð í því En hver ber ábyrgð á því að það gekk svona illa að fá öfluga erlenda leikmenn til KR-liðsins. „Við sem stjórn berum ábyrgð í því. Þetta er bara stjórn, þjálfari og leikmenn. Það þurfa allir að líta í eigin barm og spyrna í til þess að koma þessari endurkomu af stað. Þetta var að einhverju leiti óheppni og að einhverju leiti reynsluleysi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það voru margir samverkandi þættir sem skila okkur þessari niðurstöðu í ár,“ sagði Ellert. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Subway-deild karla KR Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik