Ellert: Núna þurfa allir í KR að fara í naflaskoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2023 13:01 Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR, ræddi við Stöð 2 um stöðuna á körfuknattleiksdeildinni í Vesturbænum. S2 Sport KR er fallið úr Subway-deildinni þrátt fyrir að enn sé eftir þrjár umferðir af deildinni. Í fyrsta sinn í 62 ár mun KR ekki vera í efstu deild körfuboltans og það aðeins fjórum árum eftir að KR varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð. Formaður Körfuknattleiksdeildar KR segir að deildin sé nú í stefnumótun til framtíðar og þar sem ekki bara verið að hugsa til næstu tveggja ára. KR ætli að koma strax upp aftur og endurheimta sæti sitt meðal bestu körfuboltaliða landsins. „Þetta var búið að liggja aðeins í loftinu og orðin svolítið mikil brekka. Þegar maður er farinn að treysta á önnur lið þá veit maður aldrei enda ekki með þetta lengur í hendi sér. Vissulega var þetta síðasti naglinn í þessa efstu deildar líkkistu,“ sagði Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Brottfallið mjög mikið og mjög hratt „Þetta er mikil áfall í sjálfu sér en það er enginn leikmaður eftir úr 2019 liðinu enn þá með okkur. Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég var sjálfur í 2007 og 2009 liðunum. Ótrúlegt þá voru ansi margir leikmenn enn spilandi árið 2019 sem voru í þeim liðum. Svo verður brottfallið mjög mikið og mjög hratt,“ sagði Ellert. „Ég vissi það fyrir þetta tímabil að við værum að fara í uppbyggingarvinnu en mér óraði að vísu ekki fyrir því að við færum niður. Við látum þetta ekki skilgreina okkur og þetta endurspeglar bara hvernig liðið er akkúrat í dag. Núna þurfa allir að fara í naflaskoðun, allt frá mér og stjórninni niður í þjálfara og leikmenn. Teikna upp plan fyrir næstu ár sem felur í sér snertilendingu í fyrstu deild og svo aftur upp. Við ætlum að koma félaginu aftur í efstu röð sem fyrst,“ sagði Ellert. Klippa: Viðtal við Ellert formann hjá KR Hræðist ekki að festast í 1. deildinni Hversu mikilvægt er að fara beint upp og hræðist Ellert að festast í fyrstu deildinni? „Í fyrsta lagi er maður ekki náð að melta þetta mjög lengi en í öðru lagi er það ekki hugsun sem hefur skotið upp í kollinum hjá okkur. Við ætlum okkur bara beint upp aftur og ég get ekki sagt að við hræðumst það endilega. Þessi vinna sem ég nefni, er svo sem farin af stað og þessi stefnumótun til framtíðar hjá okkur. Hún er ekki bara fyrir næsta ár og þar næsta. Þetta er stærra en tveggja ára plan og við þurfum að hugsa þetta í stærra samhengi,“ sagði Ellert. „Allt frá því hvernig við höldum utan um afreksstarfið, yfir í yngri flokkana og aðstöðuna. Það eru ýmsir hlutir að taka breytingum á KR-svæðinu á næstu árum. Allt sem miðar að því að koma okkur aftur í fremstu röð sem allra fyrst,“ sagði Ellert. Af hverju missti KR alla þessa leikmenn? En af hverju er félagið að missa alla þessa leikmenn? Af hverju hefur verið svona erfitt að halda í leikmenn KR síðustu ár? „Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fjandi gamlir. Þessi 1982 árgangur tórði nú ansi lengi. Ég skal ekki segja. Ég held að það sé aðallega af því að menn hafi verið að hætta í körfubolta. Svo gerist það líka að við erum með ákveðna aðila sem við viljum fá til liðs við okkur en svo fara þeir erlendis. Púslin raðast ekki upp fyrir þetta tímabil og við förum inn í það með mjög ungan kjarna,“ sagði Ellert. „Mjög efnilega og flotta leikmenn en við hefðum mátt vera heppnari að fá með þeim reynslumeiri og sterkari erlenda leikmenn með til að ná að búa einhverja alvöru heildarmynd á liðið. Við reyndum að gera þó nokkrar breytingar á miðju tímabili en náðum aldrei að láta þessa passa alveg saman,“ sagði Ellert. Við sem stjórn berum ábyrgð í því En hver ber ábyrgð á því að það gekk svona illa að fá öfluga erlenda leikmenn til KR-liðsins. „Við sem stjórn berum ábyrgð í því. Þetta er bara stjórn, þjálfari og leikmenn. Það þurfa allir að líta í eigin barm og spyrna í til þess að koma þessari endurkomu af stað. Þetta var að einhverju leiti óheppni og að einhverju leiti reynsluleysi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það voru margir samverkandi þættir sem skila okkur þessari niðurstöðu í ár,“ sagði Ellert. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Subway-deild karla KR Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Formaður Körfuknattleiksdeildar KR segir að deildin sé nú í stefnumótun til framtíðar og þar sem ekki bara verið að hugsa til næstu tveggja ára. KR ætli að koma strax upp aftur og endurheimta sæti sitt meðal bestu körfuboltaliða landsins. „Þetta var búið að liggja aðeins í loftinu og orðin svolítið mikil brekka. Þegar maður er farinn að treysta á önnur lið þá veit maður aldrei enda ekki með þetta lengur í hendi sér. Vissulega var þetta síðasti naglinn í þessa efstu deildar líkkistu,“ sagði Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Brottfallið mjög mikið og mjög hratt „Þetta er mikil áfall í sjálfu sér en það er enginn leikmaður eftir úr 2019 liðinu enn þá með okkur. Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég var sjálfur í 2007 og 2009 liðunum. Ótrúlegt þá voru ansi margir leikmenn enn spilandi árið 2019 sem voru í þeim liðum. Svo verður brottfallið mjög mikið og mjög hratt,“ sagði Ellert. „Ég vissi það fyrir þetta tímabil að við værum að fara í uppbyggingarvinnu en mér óraði að vísu ekki fyrir því að við færum niður. Við látum þetta ekki skilgreina okkur og þetta endurspeglar bara hvernig liðið er akkúrat í dag. Núna þurfa allir að fara í naflaskoðun, allt frá mér og stjórninni niður í þjálfara og leikmenn. Teikna upp plan fyrir næstu ár sem felur í sér snertilendingu í fyrstu deild og svo aftur upp. Við ætlum að koma félaginu aftur í efstu röð sem fyrst,“ sagði Ellert. Klippa: Viðtal við Ellert formann hjá KR Hræðist ekki að festast í 1. deildinni Hversu mikilvægt er að fara beint upp og hræðist Ellert að festast í fyrstu deildinni? „Í fyrsta lagi er maður ekki náð að melta þetta mjög lengi en í öðru lagi er það ekki hugsun sem hefur skotið upp í kollinum hjá okkur. Við ætlum okkur bara beint upp aftur og ég get ekki sagt að við hræðumst það endilega. Þessi vinna sem ég nefni, er svo sem farin af stað og þessi stefnumótun til framtíðar hjá okkur. Hún er ekki bara fyrir næsta ár og þar næsta. Þetta er stærra en tveggja ára plan og við þurfum að hugsa þetta í stærra samhengi,“ sagði Ellert. „Allt frá því hvernig við höldum utan um afreksstarfið, yfir í yngri flokkana og aðstöðuna. Það eru ýmsir hlutir að taka breytingum á KR-svæðinu á næstu árum. Allt sem miðar að því að koma okkur aftur í fremstu röð sem allra fyrst,“ sagði Ellert. Af hverju missti KR alla þessa leikmenn? En af hverju er félagið að missa alla þessa leikmenn? Af hverju hefur verið svona erfitt að halda í leikmenn KR síðustu ár? „Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fjandi gamlir. Þessi 1982 árgangur tórði nú ansi lengi. Ég skal ekki segja. Ég held að það sé aðallega af því að menn hafi verið að hætta í körfubolta. Svo gerist það líka að við erum með ákveðna aðila sem við viljum fá til liðs við okkur en svo fara þeir erlendis. Púslin raðast ekki upp fyrir þetta tímabil og við förum inn í það með mjög ungan kjarna,“ sagði Ellert. „Mjög efnilega og flotta leikmenn en við hefðum mátt vera heppnari að fá með þeim reynslumeiri og sterkari erlenda leikmenn með til að ná að búa einhverja alvöru heildarmynd á liðið. Við reyndum að gera þó nokkrar breytingar á miðju tímabili en náðum aldrei að láta þessa passa alveg saman,“ sagði Ellert. Við sem stjórn berum ábyrgð í því En hver ber ábyrgð á því að það gekk svona illa að fá öfluga erlenda leikmenn til KR-liðsins. „Við sem stjórn berum ábyrgð í því. Þetta er bara stjórn, þjálfari og leikmenn. Það þurfa allir að líta í eigin barm og spyrna í til þess að koma þessari endurkomu af stað. Þetta var að einhverju leiti óheppni og að einhverju leiti reynsluleysi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það voru margir samverkandi þættir sem skila okkur þessari niðurstöðu í ár,“ sagði Ellert. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Subway-deild karla KR Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum