Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Siggeir Ævarsson skrifar 12. mars 2023 22:55 Raquel Laniero er leikstjórnandi Njarðvíkur og setti risastóran þrist í kvöld sem tryggði Njarðvíkingum dramatískan sigur Vísir/Bára Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. Fyrir leikinn höfðu Keflvíkingar vart slegið feilpúst í deildinni í allan vetur og aðeins tapað tveimur leikjum. Njarðvíkingar aftur á móti höfðu ekki náð einum einasta sigri gegn liðunum fyrir ofan sig, og í harði samkeppni við þriðja Suðurnesjaliðið, Grindavík, um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 3-11. Njarðvíkingar voru að hitta afar illa en fyrsti þristurinn þeirra kom ekki fyrr en í tólftu tilraun. Keflvíkingar leiddu raunar meira og minna allan leikinn fyrir utan smá kafla í 2. leikhluta. Forskot Keflvíkinga varð þó aldrei sérlega stórt sem var í raun mesta furða miðað við hversu illa Njarðvíkingum gekk að koma boltanum ofan í körfuna. Það verður þó að telja þeim það til tekna að gefast aldrei upp og missa aldrei sjónar á möguleikanum á að klára leikinn með sigri. Þegar fimm mínútur lifðu leiks leiddu Keflavík með níu stigum, 61-70, og allt leit út fyrir að þær myndu sigla sigri í höfn. En næstu fimm mínútur skoruðu þeir aðeins fjögur stig. Karina Konstantinova átti ekki sinn besta dag á þessum lokamínútum, en hún fékk fjögur víti sem hefðu getað innsiglað sigurinn en nýtti aðeins eitt þeirra. Ótrúlegar senur áttu sér svo stað síðustu sekúndur leiksins. Njarðvík hélt í sókn með rúmar tíu sekúndur á klukkunni og flestir reiknuðu sennilega með að Aliyah Collier myndi taka leikinn í sínar hendur og taka síðasta skotið. Hún gerði sig þess í stað seka um sjaldséð mistök og kastaði boltanum beint í hendurnar á áðurnefnda Karinu svo að Njarðvíkingar neyddust til að brjóta á henni. Karina fór á vítalínuna og átta sekúndur á klukkunni. Njarðvískir áhorfendur í stúkunni tóku léttan trylling og tóku hana mögulega á taugum svo að bæði vítin fóru forgörðum. Njarðvík brunaði í sókn, tvö stig nóg til að ná í framlengingu en Aliyah var fljót að hugsa og sá að Raquel var galopinn. Raquel lét ekki bjóða sér það tvisvar og smellti boltanum ofan í. Enn var þó tími til stefnu fyrir Keflvíkinga, leikklukkan sýndi eina sekúndu og tíu sekúndubrot. Allir sem vita eitthvað um körfubolta, og jafnvel þeir sem vita ekkert um körfubolta, vita að það er bara nægur tími til að grípa og skjóta. Enginn tími fyrir drippl og dúllerí. Þess vegna er ákvörðunin sem Daniela Morillo algjörlega óskiljanleg. Hún greip boltann í horninu, temmilega opin, en ákvað að keyra á körfuna í stað þess að taka skotið. Leiktíminn rann að sjálfsögðu út og sætur sigur Njarðvíkinga staðreynd. Af hverju vann Njarðvík? Það var allt sem benti til þess að Keflavík myndi vinna þennan leik undir lokin. En á einhvern ótrúlegan hátt tókst Njarðvík að hrifsa sigurinn úr höndum gestanna. Skrifum þennan sigur á þrautseigju og þor Njarðvíkurkvenna. Hverjar stóðu upp úr? Raquel Laneiro var hetja Njarðvíkinga í kvöld, það er óumdeilt. Hún var líka sú eina sem var með skotnýtingu í þokkalegu lagi fyrir utan, 4/9 í þristum. Hún endaði stigahæst með 20 stig og bætti við fimm stoðsendingum og fimm fráköstum. Aliyah Collier stóð fyrir sínu að vanda þrátt fyrir að skora oftast meira en í kvöld. Hún var örstutt frá þrefaldri tvennu. 16 stig frá henni, 16 fráköst og átta stoðsendingar. Daniela Morillo bar sóknarleik Keflvíkinga uppi eins og svo oft áður, 25 stig og átta fráköst. Anna Ingunn Svansdóttir kom næst með 19 stig, þar af 15 úr þristum, þar sem hún skaut 71 prósent, fimm af sjö ofan í. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkinga gekk mjög illa á köflum og eiginlega hálf ótrúlegt að þær hafi klárað þennan leik með sigri ef horft er á skotnýtinguna, sérstaklega framan af leik. Aðeins 26 prósent úr þriggja í kvöld, átta þristar alls, en þær gerðu vel í að leita inn í teiginn og náðu að hífa heildarnýtinguna upp í 39 prósent. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar eiga leik næst eftir þrjá daga, þegar ÍR-ingar koma í heimsókn og sama kvöld taka Keflvíkingar á móti Valskonum. Hörður Axel: „Við vorum ekki nógu fastar fyrir“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð brúnaþungur í leikslok, en honum fannst að hans konur hefðu átt að klára þennan leik með sigri. Hörður Axel, þjálfari Keflavíkur, var ekki ánægður með leik sinna kvenna í kvöldVísir/Hulda Margrét „Töpuðum í kvöld í hörkuleik sem við áttum bara að klára fannst mér. Við erum ekkert að hengja okkur á frammistöðu hjá einstökum leikmönnum. Birna var með 30 stig í síðasta leik. Anna Ingunn var stigalaus í síðasta leik en með 19 hér í kvöld.“ „Þannig er liðið bara byggt upp, það tekur alltaf einhver annar við keflinu. Í kvöld var fullt af stelpum sem spiluðu hörkuvel þó þær hafi ekki sett körfur. En á sama tíma er fullt sem við getum bætt og mér fannst ekki nógu gott í kvöld.“ Hörður nefndi sóknarleikinn sérstaklega sem dæmi um eitthvað sem hans konur þyrftu að bæta. „Sóknarleikurinn. Við bökkuðum svolítið frá þeirra ákefð, sem við ætluðum ekki að gera, augljóslega. En svo þegar við höldum haus og förum í það sem við ætlum að gera þá finnum við það sem við viljum. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fínstilla. Varnarlega voru þær að fá of auðveldar körfur á stöðum þar sem við vildum ekki að þær væru að fá boltann. Við vorum ekki nógu fastar fyrir, mér fannst það svona helst vanta upp á.“ Það eru góðar líkur á að þessi tvö lið mætist í úrslitakeppninni. Var þessi leikur ekki bara forsmekkurinn af þeirri hörku og ákefð sem framundan er? „Við spilum alla leiki af krafti, sama hvort það sé í úrslita- eða deildarkeppni. Það var meira leyft í kvöld fannst mér en er búið að vera, sem er bara vel, það má alveg leyfa okkur að spila. En það þarf samt að vera einhver lína á þessu. Það styttist auðvitað í úrslitakeppnina og það er kannski meiri hugur í öllum en á sama tíma þá er ég bara ekki nógu sáttur við þetta í kvöld.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. Fyrir leikinn höfðu Keflvíkingar vart slegið feilpúst í deildinni í allan vetur og aðeins tapað tveimur leikjum. Njarðvíkingar aftur á móti höfðu ekki náð einum einasta sigri gegn liðunum fyrir ofan sig, og í harði samkeppni við þriðja Suðurnesjaliðið, Grindavík, um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 3-11. Njarðvíkingar voru að hitta afar illa en fyrsti þristurinn þeirra kom ekki fyrr en í tólftu tilraun. Keflvíkingar leiddu raunar meira og minna allan leikinn fyrir utan smá kafla í 2. leikhluta. Forskot Keflvíkinga varð þó aldrei sérlega stórt sem var í raun mesta furða miðað við hversu illa Njarðvíkingum gekk að koma boltanum ofan í körfuna. Það verður þó að telja þeim það til tekna að gefast aldrei upp og missa aldrei sjónar á möguleikanum á að klára leikinn með sigri. Þegar fimm mínútur lifðu leiks leiddu Keflavík með níu stigum, 61-70, og allt leit út fyrir að þær myndu sigla sigri í höfn. En næstu fimm mínútur skoruðu þeir aðeins fjögur stig. Karina Konstantinova átti ekki sinn besta dag á þessum lokamínútum, en hún fékk fjögur víti sem hefðu getað innsiglað sigurinn en nýtti aðeins eitt þeirra. Ótrúlegar senur áttu sér svo stað síðustu sekúndur leiksins. Njarðvík hélt í sókn með rúmar tíu sekúndur á klukkunni og flestir reiknuðu sennilega með að Aliyah Collier myndi taka leikinn í sínar hendur og taka síðasta skotið. Hún gerði sig þess í stað seka um sjaldséð mistök og kastaði boltanum beint í hendurnar á áðurnefnda Karinu svo að Njarðvíkingar neyddust til að brjóta á henni. Karina fór á vítalínuna og átta sekúndur á klukkunni. Njarðvískir áhorfendur í stúkunni tóku léttan trylling og tóku hana mögulega á taugum svo að bæði vítin fóru forgörðum. Njarðvík brunaði í sókn, tvö stig nóg til að ná í framlengingu en Aliyah var fljót að hugsa og sá að Raquel var galopinn. Raquel lét ekki bjóða sér það tvisvar og smellti boltanum ofan í. Enn var þó tími til stefnu fyrir Keflvíkinga, leikklukkan sýndi eina sekúndu og tíu sekúndubrot. Allir sem vita eitthvað um körfubolta, og jafnvel þeir sem vita ekkert um körfubolta, vita að það er bara nægur tími til að grípa og skjóta. Enginn tími fyrir drippl og dúllerí. Þess vegna er ákvörðunin sem Daniela Morillo algjörlega óskiljanleg. Hún greip boltann í horninu, temmilega opin, en ákvað að keyra á körfuna í stað þess að taka skotið. Leiktíminn rann að sjálfsögðu út og sætur sigur Njarðvíkinga staðreynd. Af hverju vann Njarðvík? Það var allt sem benti til þess að Keflavík myndi vinna þennan leik undir lokin. En á einhvern ótrúlegan hátt tókst Njarðvík að hrifsa sigurinn úr höndum gestanna. Skrifum þennan sigur á þrautseigju og þor Njarðvíkurkvenna. Hverjar stóðu upp úr? Raquel Laneiro var hetja Njarðvíkinga í kvöld, það er óumdeilt. Hún var líka sú eina sem var með skotnýtingu í þokkalegu lagi fyrir utan, 4/9 í þristum. Hún endaði stigahæst með 20 stig og bætti við fimm stoðsendingum og fimm fráköstum. Aliyah Collier stóð fyrir sínu að vanda þrátt fyrir að skora oftast meira en í kvöld. Hún var örstutt frá þrefaldri tvennu. 16 stig frá henni, 16 fráköst og átta stoðsendingar. Daniela Morillo bar sóknarleik Keflvíkinga uppi eins og svo oft áður, 25 stig og átta fráköst. Anna Ingunn Svansdóttir kom næst með 19 stig, þar af 15 úr þristum, þar sem hún skaut 71 prósent, fimm af sjö ofan í. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkinga gekk mjög illa á köflum og eiginlega hálf ótrúlegt að þær hafi klárað þennan leik með sigri ef horft er á skotnýtinguna, sérstaklega framan af leik. Aðeins 26 prósent úr þriggja í kvöld, átta þristar alls, en þær gerðu vel í að leita inn í teiginn og náðu að hífa heildarnýtinguna upp í 39 prósent. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar eiga leik næst eftir þrjá daga, þegar ÍR-ingar koma í heimsókn og sama kvöld taka Keflvíkingar á móti Valskonum. Hörður Axel: „Við vorum ekki nógu fastar fyrir“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð brúnaþungur í leikslok, en honum fannst að hans konur hefðu átt að klára þennan leik með sigri. Hörður Axel, þjálfari Keflavíkur, var ekki ánægður með leik sinna kvenna í kvöldVísir/Hulda Margrét „Töpuðum í kvöld í hörkuleik sem við áttum bara að klára fannst mér. Við erum ekkert að hengja okkur á frammistöðu hjá einstökum leikmönnum. Birna var með 30 stig í síðasta leik. Anna Ingunn var stigalaus í síðasta leik en með 19 hér í kvöld.“ „Þannig er liðið bara byggt upp, það tekur alltaf einhver annar við keflinu. Í kvöld var fullt af stelpum sem spiluðu hörkuvel þó þær hafi ekki sett körfur. En á sama tíma er fullt sem við getum bætt og mér fannst ekki nógu gott í kvöld.“ Hörður nefndi sóknarleikinn sérstaklega sem dæmi um eitthvað sem hans konur þyrftu að bæta. „Sóknarleikurinn. Við bökkuðum svolítið frá þeirra ákefð, sem við ætluðum ekki að gera, augljóslega. En svo þegar við höldum haus og förum í það sem við ætlum að gera þá finnum við það sem við viljum. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fínstilla. Varnarlega voru þær að fá of auðveldar körfur á stöðum þar sem við vildum ekki að þær væru að fá boltann. Við vorum ekki nógu fastar fyrir, mér fannst það svona helst vanta upp á.“ Það eru góðar líkur á að þessi tvö lið mætist í úrslitakeppninni. Var þessi leikur ekki bara forsmekkurinn af þeirri hörku og ákefð sem framundan er? „Við spilum alla leiki af krafti, sama hvort það sé í úrslita- eða deildarkeppni. Það var meira leyft í kvöld fannst mér en er búið að vera, sem er bara vel, það má alveg leyfa okkur að spila. En það þarf samt að vera einhver lína á þessu. Það styttist auðvitað í úrslitakeppnina og það er kannski meiri hugur í öllum en á sama tíma þá er ég bara ekki nógu sáttur við þetta í kvöld.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti