Körfubolti Enn einum KR-leiknum frestað en núna ekki út af þeim: Biðin verður 39 dagar Körfuknattleikssamband Íslands hefur gert mikið af því að fresta leikjum vegna kórónuveirusmita og fleiri bættust í hópinn í dag. Körfubolti 19.1.2022 12:45 Íslenska landsliðið má spila á Íslandi: Ólafssalur fékk undanþágu frá FIBA Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur verið heimilislaust eftir að Laugardalshöllin datt úr vegna vatnsskemmda því liðið fékk ekki leyfi frá FIBA til að spila á heimavelli í undankeppni HM í lok síðasta árs. Nú hefur Ólafssalur á Ásvöllum fengið sérstaka undanþágu frá FIBA. Körfubolti 19.1.2022 12:13 Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. Körfubolti 19.1.2022 08:01 Jón Axel skiptir aftur yfir til Þýskalands Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er á leið til Crailsheim í þýsku A-deildinni í körfubolta. Körfubolti 18.1.2022 22:31 Westbrook fékk bæði víti að auki og tæknivillu á sig eftir eina rosalega troðslu Hlutirnir hafa ekki verið að ganga upp hjá Russell Westbrook og félögum í Los Angeles Lakers liðinu að undanförnu og hefur gloppóttur leikur Russ fengið mikla gagnrýni. Körfubolti 18.1.2022 16:31 Sterkur sigur Lakers og Phoenix styrkti stöðuna á toppnum Eftir þrjú töp í röð vann Los Angeles Lakers góðan sigur á Utah Jazz, 101-95, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 18.1.2022 07:30 Topplið Austurdeildarinnar án lykilmanna og töpuðu bæði Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Körfubolti 17.1.2022 23:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 88-77 | Heimamenn fara upp úr fallsæti ÍR vann góðan 11 sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld, lokatölur 88-77. Sigurinn lyftir heimamönnum upp úr fallsæti. Körfubolti 17.1.2022 23:29 „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina“ Jordan Semple, leikmaður ÍR, var besti leikmaður vallarins í 88-77 sigri ÍR á Stjörnunni í kvöld. Jordan var sérstaklega öflugur þegar mest á reyndi á lokamínútum leiksins. Körfubolti 17.1.2022 21:55 LeBron þögull eftir ummæli Magic: „Stuðningsfólk Lakers á betra skilið“ LeBron James er andlit Los Angeles Lakers í dag. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar svara þarf fyrir slæmt gengi eða hvað sem gæti bjátað á. Eftir stórtap gegn Denver Nuggets ákvað LeBron hins vegar að tjá sig ekki við fjölmiðla. Körfubolti 17.1.2022 18:02 Borgar og úlfarnir unnu Curry-lausa stríðsmenn Minnesota Timberwolves nýtti sér fjarveru Stephens Curry og vann Golden State Warriors, 119-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 17.1.2022 08:30 Jón Axel með tvö stig í sigri Fortitudo Bologna Jón Axel Guðmundsson spilaði með Fortitudo Bologna gegn Napoli í ítölsku Lega A deildinni í körfubolta í kvöld í leik sem Jón Axel og félagar unnu 86-89. Körfubolti 16.1.2022 18:54 Durant meiddur enn á ný Kevin Durant, einn albesti körfuboltamaður síðari ára, meiddist í nótt og er óttast að hann gæti verð frá í dágóðan tíma. Hann fékk högg á hnéð er liðsfélagi hans lenti illa á honum. Atvikið má sjá í fréttinni. Körfubolti 16.1.2022 15:30 Vandræði Lakers halda áfram og aftur lágu Nautin í valnum Vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta halda áfram en liðið steinlá gegn Denver Nuggets í nótt. Þá hafði Boston Celtics betur gegn Chicago Bulls. Alls fóru 10 leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 16.1.2022 09:30 Sara stigahæst í öruggum sigri Phoenix Constanta Sara Rún Hinriksdóttir var besti leikmaður vallarins í 26 stiga sigri Phoenix Constanta á útivelli gegn Agronomia Bucuresti í rúmensku deildinni í kvöld, 57-83. Körfubolti 15.1.2022 19:07 Stríðsmennirnir tömdu Nautin og Morant mátti sín lítils gegn Dončić Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Golden State Warriors á Chicago Bulls sem og stórsigur Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies. Körfubolti 15.1.2022 10:01 Kristófer Acox: Valur er besta varnarlið landsins Valur fór illa með Tindastól og vann tuttugu og tveggja stiga sigur 93-71. Kristófer Acox, leikmaður Vals, var ánægður með úrslit kvöldsins. Körfubolti 14.1.2022 22:30 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 93-71 | Þægilegt hjá heimamönnum Valur vann góðan sigur á Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá að liðin væru hlið við hlið í töflunni fyrir leik en Valur vann leikinn með 22 stiga mun. Körfubolti 14.1.2022 22:15 Ég skal svara þessari spurningu eftir helgi Vestramenn fengu sannkallaða líflínu í fallbaráttunni í Subway deildinni í kvöld, þegar þeir lögðu ÍR í TM Hellinum, 78-79. Við spurðum Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Vestra, hvernig tilfinningin væri svona rétt eftir leik. Körfubolti 14.1.2022 20:25 Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Vestri 77-78 | Háspenna lífshætta í Breiðholti Vestri vann ÍR í sannkölluðum spennitrylli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 78-77 gestunum í vil sem unnu einkar dýrmætan sigur í botnbaráttunni. Körfubolti 14.1.2022 19:55 Giannis með þrennu í stórsigri á Golden State Giannis Antetokounmpo var frábær í NBA-deildinni í nótt þegar meistarar Milwaukee Bucks léku sér að Golden State Warriors. Körfubolti 14.1.2022 07:21 229 sm NBA-stjarna er nú lamaður fyrir neðan mitti Shawn Bradley er einn af hávöxnustu leikmönnunum í sögu NBA en þessi 229 sentimetra leikmaður spilaði í deildinni í fjórtán ár. Hjólslys fyrir ári síðan breytti lífi hans en hann hefur síðan verið lamaður fyrir neðan mitti. Körfubolti 13.1.2022 11:30 Brooklyn Nets mætti með alla þrjár súperstjörnurnar og vann stórt í Chicago Brooklyn Nets sýndi styrk sinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sannfærandi útisigri á öflugu liði Chicago Bulls en þetta var einn af fáum leikjum í vetur þar sem allar þrjá súperstjörnur Brooklyn liðsins voru í búning. Körfubolti 13.1.2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 63-52 Njarðvík | Heimakonur með sterkan sigur í Sláturhúsinu Keflavík sá til þess að Njarðvík komst ekki aftur á topp Subway-deildar kvenna í körfubolta. Keflvíkingar unnu góðan 11 stiga sigur á nágrönnum sínum í stórleik kvöldsins. Körfubolti 12.1.2022 23:10 Martin átti stóran þátt í sigri Valencia Martin Hermannsson hjálpaði Valencia að vinna sex stiga útisigur á Ulm í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld, lokatölur 70-76. Þá lék Jón Axel Guðmundsson í stóru tapi Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni. Körfubolti 12.1.2022 22:31 Þristur Söru Rúnar upphafið af ótrúlegri endurkomu Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Phoenix Constanta unnu þriggja stiga útisigur á CS Universitatea Cluj-Napoca í rúmensku körfuboltadeildinni í dag. Körfubolti 12.1.2022 12:00 Ekkert stöðvar Ja Morant og „Memphis-mafíuna“ ekki einu sinni GSW með Klay Memphis Grizzlies hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna flottan sigur á liði Golden State Warriors. Memphis-liðið hefur nú unnið tíu síðustu leiki sína. Körfubolti 12.1.2022 07:30 Kyrie Irving með en Brooklyn Nets tapaði Brooklyn Nets var að spila á útivelli í NBA-deildinni í nótt og þessa vegna óbólusetta stórstjarnan Kyrie Irving spilað með liðinu. Það dugði þó ekki til í nótt. Körfubolti 11.1.2022 07:31 Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Tindastóll 91-103 | Stólarnir kipptu Þórsurum niður á jörðina eftir fyrsta sigurinn Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. Körfubolti 10.1.2022 23:07 Baldur: Allt Sauðárkrókssamfélagið þarf bara að halda haus Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var fyrst og fremst ánægður með að lið hans væri aftur farið að spila körfubolta eftir 25 daga frí vegna covid-smita innan liðsins eftir að lið hans hafði sigur á Þór Akureyri, 91-103, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Stólarnir settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn fagmannlega. Körfubolti 10.1.2022 21:55 « ‹ 161 162 163 164 165 166 167 168 169 … 334 ›
Enn einum KR-leiknum frestað en núna ekki út af þeim: Biðin verður 39 dagar Körfuknattleikssamband Íslands hefur gert mikið af því að fresta leikjum vegna kórónuveirusmita og fleiri bættust í hópinn í dag. Körfubolti 19.1.2022 12:45
Íslenska landsliðið má spila á Íslandi: Ólafssalur fékk undanþágu frá FIBA Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur verið heimilislaust eftir að Laugardalshöllin datt úr vegna vatnsskemmda því liðið fékk ekki leyfi frá FIBA til að spila á heimavelli í undankeppni HM í lok síðasta árs. Nú hefur Ólafssalur á Ásvöllum fengið sérstaka undanþágu frá FIBA. Körfubolti 19.1.2022 12:13
Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. Körfubolti 19.1.2022 08:01
Jón Axel skiptir aftur yfir til Þýskalands Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er á leið til Crailsheim í þýsku A-deildinni í körfubolta. Körfubolti 18.1.2022 22:31
Westbrook fékk bæði víti að auki og tæknivillu á sig eftir eina rosalega troðslu Hlutirnir hafa ekki verið að ganga upp hjá Russell Westbrook og félögum í Los Angeles Lakers liðinu að undanförnu og hefur gloppóttur leikur Russ fengið mikla gagnrýni. Körfubolti 18.1.2022 16:31
Sterkur sigur Lakers og Phoenix styrkti stöðuna á toppnum Eftir þrjú töp í röð vann Los Angeles Lakers góðan sigur á Utah Jazz, 101-95, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 18.1.2022 07:30
Topplið Austurdeildarinnar án lykilmanna og töpuðu bæði Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Körfubolti 17.1.2022 23:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 88-77 | Heimamenn fara upp úr fallsæti ÍR vann góðan 11 sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld, lokatölur 88-77. Sigurinn lyftir heimamönnum upp úr fallsæti. Körfubolti 17.1.2022 23:29
„Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina“ Jordan Semple, leikmaður ÍR, var besti leikmaður vallarins í 88-77 sigri ÍR á Stjörnunni í kvöld. Jordan var sérstaklega öflugur þegar mest á reyndi á lokamínútum leiksins. Körfubolti 17.1.2022 21:55
LeBron þögull eftir ummæli Magic: „Stuðningsfólk Lakers á betra skilið“ LeBron James er andlit Los Angeles Lakers í dag. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar svara þarf fyrir slæmt gengi eða hvað sem gæti bjátað á. Eftir stórtap gegn Denver Nuggets ákvað LeBron hins vegar að tjá sig ekki við fjölmiðla. Körfubolti 17.1.2022 18:02
Borgar og úlfarnir unnu Curry-lausa stríðsmenn Minnesota Timberwolves nýtti sér fjarveru Stephens Curry og vann Golden State Warriors, 119-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 17.1.2022 08:30
Jón Axel með tvö stig í sigri Fortitudo Bologna Jón Axel Guðmundsson spilaði með Fortitudo Bologna gegn Napoli í ítölsku Lega A deildinni í körfubolta í kvöld í leik sem Jón Axel og félagar unnu 86-89. Körfubolti 16.1.2022 18:54
Durant meiddur enn á ný Kevin Durant, einn albesti körfuboltamaður síðari ára, meiddist í nótt og er óttast að hann gæti verð frá í dágóðan tíma. Hann fékk högg á hnéð er liðsfélagi hans lenti illa á honum. Atvikið má sjá í fréttinni. Körfubolti 16.1.2022 15:30
Vandræði Lakers halda áfram og aftur lágu Nautin í valnum Vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta halda áfram en liðið steinlá gegn Denver Nuggets í nótt. Þá hafði Boston Celtics betur gegn Chicago Bulls. Alls fóru 10 leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 16.1.2022 09:30
Sara stigahæst í öruggum sigri Phoenix Constanta Sara Rún Hinriksdóttir var besti leikmaður vallarins í 26 stiga sigri Phoenix Constanta á útivelli gegn Agronomia Bucuresti í rúmensku deildinni í kvöld, 57-83. Körfubolti 15.1.2022 19:07
Stríðsmennirnir tömdu Nautin og Morant mátti sín lítils gegn Dončić Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Golden State Warriors á Chicago Bulls sem og stórsigur Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies. Körfubolti 15.1.2022 10:01
Kristófer Acox: Valur er besta varnarlið landsins Valur fór illa með Tindastól og vann tuttugu og tveggja stiga sigur 93-71. Kristófer Acox, leikmaður Vals, var ánægður með úrslit kvöldsins. Körfubolti 14.1.2022 22:30
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 93-71 | Þægilegt hjá heimamönnum Valur vann góðan sigur á Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá að liðin væru hlið við hlið í töflunni fyrir leik en Valur vann leikinn með 22 stiga mun. Körfubolti 14.1.2022 22:15
Ég skal svara þessari spurningu eftir helgi Vestramenn fengu sannkallaða líflínu í fallbaráttunni í Subway deildinni í kvöld, þegar þeir lögðu ÍR í TM Hellinum, 78-79. Við spurðum Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Vestra, hvernig tilfinningin væri svona rétt eftir leik. Körfubolti 14.1.2022 20:25
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Vestri 77-78 | Háspenna lífshætta í Breiðholti Vestri vann ÍR í sannkölluðum spennitrylli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 78-77 gestunum í vil sem unnu einkar dýrmætan sigur í botnbaráttunni. Körfubolti 14.1.2022 19:55
Giannis með þrennu í stórsigri á Golden State Giannis Antetokounmpo var frábær í NBA-deildinni í nótt þegar meistarar Milwaukee Bucks léku sér að Golden State Warriors. Körfubolti 14.1.2022 07:21
229 sm NBA-stjarna er nú lamaður fyrir neðan mitti Shawn Bradley er einn af hávöxnustu leikmönnunum í sögu NBA en þessi 229 sentimetra leikmaður spilaði í deildinni í fjórtán ár. Hjólslys fyrir ári síðan breytti lífi hans en hann hefur síðan verið lamaður fyrir neðan mitti. Körfubolti 13.1.2022 11:30
Brooklyn Nets mætti með alla þrjár súperstjörnurnar og vann stórt í Chicago Brooklyn Nets sýndi styrk sinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sannfærandi útisigri á öflugu liði Chicago Bulls en þetta var einn af fáum leikjum í vetur þar sem allar þrjá súperstjörnur Brooklyn liðsins voru í búning. Körfubolti 13.1.2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 63-52 Njarðvík | Heimakonur með sterkan sigur í Sláturhúsinu Keflavík sá til þess að Njarðvík komst ekki aftur á topp Subway-deildar kvenna í körfubolta. Keflvíkingar unnu góðan 11 stiga sigur á nágrönnum sínum í stórleik kvöldsins. Körfubolti 12.1.2022 23:10
Martin átti stóran þátt í sigri Valencia Martin Hermannsson hjálpaði Valencia að vinna sex stiga útisigur á Ulm í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld, lokatölur 70-76. Þá lék Jón Axel Guðmundsson í stóru tapi Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni. Körfubolti 12.1.2022 22:31
Þristur Söru Rúnar upphafið af ótrúlegri endurkomu Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Phoenix Constanta unnu þriggja stiga útisigur á CS Universitatea Cluj-Napoca í rúmensku körfuboltadeildinni í dag. Körfubolti 12.1.2022 12:00
Ekkert stöðvar Ja Morant og „Memphis-mafíuna“ ekki einu sinni GSW með Klay Memphis Grizzlies hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna flottan sigur á liði Golden State Warriors. Memphis-liðið hefur nú unnið tíu síðustu leiki sína. Körfubolti 12.1.2022 07:30
Kyrie Irving með en Brooklyn Nets tapaði Brooklyn Nets var að spila á útivelli í NBA-deildinni í nótt og þessa vegna óbólusetta stórstjarnan Kyrie Irving spilað með liðinu. Það dugði þó ekki til í nótt. Körfubolti 11.1.2022 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Tindastóll 91-103 | Stólarnir kipptu Þórsurum niður á jörðina eftir fyrsta sigurinn Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. Körfubolti 10.1.2022 23:07
Baldur: Allt Sauðárkrókssamfélagið þarf bara að halda haus Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var fyrst og fremst ánægður með að lið hans væri aftur farið að spila körfubolta eftir 25 daga frí vegna covid-smita innan liðsins eftir að lið hans hafði sigur á Þór Akureyri, 91-103, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Stólarnir settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn fagmannlega. Körfubolti 10.1.2022 21:55