Körfubolti

Davis dró vagninn og Lakers komið með jákvætt sigurhlutfall

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Anthony Davis var stigahæsti maður vallarins í nótt.
Anthony Davis var stigahæsti maður vallarins í nótt. Michael Reaves/Getty Images

Anthony Davis var allt í öllu í liði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt er liðið vann mikilvægan tólf stiga sigur gegn Minnesota Timberwolves, 123-111.

Davis skoraði 38 stig og tók 17 fráköst fyrir Lakers, en liðið var þó í basli framan af leik. Heimamenn í Minnesota-liðinu leiddu með tíu stigum að loknum fyrri hálfleik, en 17 stiga sveifla í þriðja leikhluta skóp sigurinn fyrir Lakers-liðið.

Eftir sigurinn situr Los Angeles Lakers í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar með 39 sigra og 38 töp og liðið er því loks komið með jákvætt sigurhlutfall. Minnestoa Timberwolves situr hins vegar í níunda sæti með 39 sigra og 39 töp.

Úrslit næturinnar

Chicago Bulls 121-91 Charlotte Hornets

Oklahoma City Thunder 117-121 Indiana Pacers

Toronto Raptors 110-117 Philadelphia 76ers

Orlando Magic 116-109 Washington Wizards

Utah Jazz 114-122 Boston Celtics

Atlanta Hawks 107-124 Brooklyn Nets

New York Knicks 130-116 Cleveland Cavaliers

Detroit Pistons 115-121 Houston Rockets

Los Angeles Clippers 94-108 Memphis Grizzlies

Los Angeles Lakers 123-111 Minnesota Timberwolves

San Antonio Spurs 115-130 Golden State Warriors

Sacramento Kings 138-114 Portland Trailblazers

Denver Nuggets 93-100 Phoenix Suns

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×