
Íslenski boltinn

Brynjar Björn í þjálfarateymi Víkings
Brynjar Björn Gunnarsson er komin inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Víkingi og hefur störf eftir landsleikjahlé.

Caroline kveður Þrótt og heldur heim til Bandaríkjanna
Caroline Murray er á förum frá toppliði Þróttar í Bestu deild kvenna til Sporting Club Jacksonville í Flórída, sem er nýstofnað lið í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Hún verður með í næstu þremur leikjum en yfirgefur Laugardalinn þegar landsleikjahlé skellur á vegna EM.

Sjáðu fimm flottustu mörk maímánaðar
Erfitt er að lifa af landsleikjahlé en auðveldara er það með góðri afþreyingu. Vísir hefur tekið saman fimm flottustu mörk maí mánaðar í Bestu deild karla og þau má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Leiknir byrjar vel undir stjórn Gústa Gylfa og ÍR-ingar á toppinn
ÍR-ingar eru komnir á toppinn í Lengjudeild karla í fótbolta eftir sigur á Þrótturum í Breiðholtinu í kvöld. Leiknismenn komust upp úr botnsætinu í fyrsta leiknum undir stjórn Ágústs Gylfasonar.

Andri Már fékk tískuráð á stórleiknum á Kópavogsvelli
Blikar unnu góðan 3-1 sigur á Víkingum í stórleik síðustu umferðar í Bestu-deild karla.

Völdu þann leikmann í Bestu deildinni sem er líkastur þeim sjálfum
Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína áhugaverðra spurninga í síðasta þætti af Stúkunni.

Ágúst Gylfason snýr aftur í boltann og tekur við Leikni
Ágúst Gylfason er nýr þjálfari Lengjudeildarliðs Leiknis Reykjavíkur en félagið tilkynnti í dag að það hafi ráðið hann út þetta tímabil.

„Þá verður þú bara að taka höggin“
Lárus Orri Sigurðsson var alls ekki hrifinn af tilraunum varnarmanna Víkings til að krækja í aukaspyrnur í stórleiknum gegn Breiðabliki á sunnudaginn, í Bestu deild karla í fótbolta.

Bönnin þegar Besta hefst aftur: Víkingar missa lykilmann og Vestri án tveggja
Besta deild karla tekur sér nú tæplega tveggja vikna frí og hefst aftur að nýju eftir landsleikjahlé. Þá munu þó nokkrir lykilleikmenn taka út leikbann.

Pétur Rúnar á bekknum hjá Stólunum í 3. deildinni
Tindastóll hefur nú tapað þremur leikjum í röð í 3. deild karla í knattspyrnu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með sex stig.

Ummæli Davíðs Smára ekki á borði aganefndar
Harkaleg ummæli Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra, í garð dómara eftir 2-1 tapið gegn Vestra í Bestu deild karla í fótbolta eru ekki á borði aganefndar KSÍ, að minnsta kosti sem stendur.

Sýndu reiði Davíðs skilning en fannst hann fara yfir strikið
„Er ekki Davíð Smári aðeins að fara yfir línuna í þessu viðtali?“ spurði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, eftir orðin sem Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, lét falla í garð dómara eftir 2-1 tapið gegn KR í Bestu deildinni.

„Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni“
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum kátur eftir góðan sigur hans manna gegn Fram nú í kvöld. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik tókst Val að skora tvö mörk gegn einu í seinni hálfleik eftir að hafa nýtt sér slæm mistök í vörn Fram í bæði skiptin.

Umfjöllun: Valur-Fram 2-1 | Níu stig í Valshúsi á níu dögum
Valsmenn eru aðeins tveimur stigum frá toppsætinu eftir þriðja deildarsigur sinn í röð í kvöld. Valur vann þá 2-1 sigur á Fram á Hlíðarenda þar sem öll mörkin komu í síðari hálfleiknum. Valsmenn unnu þrjá leiki á níu dögum og stimpluðu sig með því inn í toppbaráttuna.

Sjáðu miðjumark Sverris, tvennu Tobiasar, rautt á Alex og Atla stela sigri
Fimm leikir fóru fram í 10. umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í Hafnarfirði en mörk úr hinum fjórum leikjunum má finna hér fyrir neðan.

Dagskráin í dag: Litrík umferð gerð upp í Stúkunni
Gummi Ben og félagar fara yfir litríka tíundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld, í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

„Þetta mark átti ekki að telja“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er sannfærður um að þriðja markið í 3-1 tapi liðsins gegn Breiðabliks hefði ekki átt að standa. Bæði hafi Tobias Thomsen verið rangstæður og brotið af sér.

Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 3-1 | Allt í hnút á toppnum
Víkingar eru nú aðeins með eins stigs forskot á Blika á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir að Breiðablik vann frábæran 3-1 sigur í uppgjöri liðanna á Kópavogsvelli í kvöld, í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé.

„Erum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra“
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var með blendnar tilfinningar eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli þar sem KA jafnaði leikinn undir lok leiks. Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk að líta rautt spjald seint í fyrri hálfleik og lék KA því manni fleira stóran hluta leiksins.

Uppgjörið: FH - Afturelding 0-0| Markalaust í bragðdaufum leik
FH tók á móti Aftureldingu á Kaplakrikavelli í kvöld þegar tíunda umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. Í heldur bragðdaufum leik þá enduðu leikar með markalausu jafntefli.

Uppgjörið: ÍA - ÍBV 0-3 | Eyjamenn fara með tvo sigurleiki á bakinu inn í hléið
ÍBV vann sannfærandi 3-0 sigur þegar liðið sótti ÍA heim á Elkem-völlinn á Akranes í tíundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvö marka Eyjaliðsins sem hefur nú haft betur í tveimur deildarleikjum í röð og fikrar sig upp töfluna á meðan Skaginn situr fastur á botninum.

Uppgjörið: KA - Stjarnan 1-1 | Náðu að lokum að jafna gegn tíu gestum
Þrátt fyrir að vera manni færri frá 38. mínútu voru Stjörnumenn nálægt því að sækja sigur á Akureyri í dag, í Bestu deild karla í fótbolta. KA-menn náðu hins vegar að jafna í lokin og lauk leiknum 1-1.

Óskar Hrafn: Sem betur fer hlusta stuðningsmenn KR ekki mikið á umræðuna
KR stöðvaði taphrinu sína með sigri á Vestra í dag í 10. umferð Bestu deildar karla. Lokastaðan var 2-1 þar sem KR skoraði tvö seint í leiknum eftir að hafa lent undir.

Ósáttur Davíð Smári: Einn maður sem eyðileggur leikinn
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var stóryrtur eftir tap sinna manna gegn KR á Avis-vellinum í dag. Vestri tapaði 2-1 en KR skoraði tvö mörk á síðustu 15 mínútum leiksins.

Uppgjörið: KR - Vestri 2-1 | Atlarnir stálu sigrinum af Vestra
KR kom til baka gegn Vestra þegar liðin mættust í fyrsta leik 10. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en Eiður Gauti Sæbjörnsson áður en varamennirnir Atli Sigurjónsson og Atli Hrafn Andrason sameinuðu krafta sína í því sem reyndist sigurmarkið.

„Þyrfti að vera klúbbur í efri hillu í Skandinavíu eða eitthvað á meginlandinu“
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks og einn besti leikmaður efstu deildar karla í knattspyrnu frá upphafi – allavega síðan 1992 – er hreinskilinn með það að hann ætti ef til vill að eiga fleiri ár í atvinnumennsku en raun ber vitni. Hann hefur hins vegar aldrei viljað fara út eingöngu til að fara út.

„Ég held það vilji enginn upplifa svona aftur“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur, segir tapið í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra gegn Breiðabliki ekki ofarlega í huga fyrir stórleik liðanna í kvöld í Bestu deildinni. Hins vegar geti menn nýtt sér tilfinningarnar frá því kvöldi, muna hvernig þeim leið og mæta klárir í hörku leik.

Stúkan: „Bera virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum“
Uppbótartíminn var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar þegar farið var yfir 9. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

Njarðvík og ÍR upp í efstu sætin í Lengjudeildinni
Njarðvík og ÍR komust í kvöld upp í tvö efstu sæti Lengjudeildar karla í fótbolta eftir góða útisigra.

Bindur vonir við nýja manninn: „Ekki með svona leikmann í liðinu í dag“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Bestu deildar liðs KR, bindur miklar vonir við nýjan leikmann liðsins, Amin Cosic, sem má spila með KR þegar að félagsskiptaglugginn opnar að nýju hér heima.