Handbolti

Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí
Sävehof hafði betur í Íslendingaslag á móti Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þurfti framlengingu til að landa sigri.

Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni
Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon er kominn aftur af stað eftir meiðsli og hann átti flottan leik með SC Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar
Íslensku landsliðskonurnar Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Andrea Jacobsen og Sandra Erlingsdóttir þurftu allar að sætta sig við tap með liðum sínum í evrópska handboltanum í kvöld.

„Eins og draumur að rætast“
Jóhannes Berg Andrason ætlar sér að kveðja FH með titli en hann heldur út til Danmerkur eftir tímabilið og gerist atvinnumaður í handbolta.

Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar
Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto komust áfram í átta liða Evrópudeildarinnar, þrátt fyrir tveggja marka tap í kvöld. Melsungen komst einnig, naumlega, áfram í átta liða úrslitin. Þrátt fyrir að Elvar Örn Jónsson hafi lítið tekið þátt.

Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“
Valskonur leika til úrslita í Evrópubikarnum í maí eftir magnaðan sigur á Hlíðarenda í gær. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór þar á kostum og hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið.

Valskonur fá seinni leikinn heima
Seinni leikur Vals og Conservas Orbe Zendal Bm Porrino í úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta fer fram á Hlíðarenda.

KA kaus að losa sig við þjálfarann
Handknattleiksdeild KA hefur sagt upp samningi sínum við Halldór Stefán Haraldsson sem þjálfað hefur karlalið félagsins síðastliðin tvö ár.

Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur
Íslendingaliðið Kolstad, stórveldi í norska handboltanum undanfarin ár, var rekið með um 75 milljóna króna tapi á síðasta ári. Tapreksturinn heldur því áfram og nú getur félagið ekki lengur sótt sér stór nöfn.

Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn
Óvissa ríkir um einvígi Partizan frá Belgrad og AEK frá Aþenu í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Seinni leik liðanna, sem spila átti í Serbíu í gær, var frestað eftir að stuðningsmenn Partizan köstuðu reykblysum inn á völlinn í höllinni.

„Okkar besti leikur á tímabilinu“
„Ég held að við getum sagt það að við erum sennilega að spila okkar besta leik á tímabilinu,“ sagði Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals eftir að lið hans tryggði sig inn í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn með stórsigri í kvöld á liðinu Iuventa Michalovce.

„Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“
„Vá þetta var geðveikt! Ég bara bjóst aldrei við þessu að við myndum bara taka þær með tíu á heimavelli,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður Vals, eftir glæsilegan tíu marka sigur á Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins.

Skara í undanúrslit eftir vítakeppni
Deildarmeistarar Skara í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta eru komnir í 4-liða úrslit eftir að hafa sópað Kristianstad út en þriðji og síðasti sigurinn var þó torsóttur. Grípa þurfti til framlengingar í tvígang og að lokum til vítakeppni.

Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn, fyrst íslenskra liða, eftir glæsilegan tíu marka sigur á Slóvakíska liðinu Iuventa Michalovce að Hlíðarenda í kvöld.

Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító
Þýska liðið Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir spila með, komst í dag í undanúrslit Erópudeildarinnar eftir mikla dramatík.

„Getum brotið blað í sögu handboltans“
Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna.

„Getum gert góða hluti gegn þessu liði“
„Mjög stór leikur fyrir okkur og við getum skrifað söguna“ sagði Valskonan Elín Rósa Magnúsdóttir um undanúrslitaleikinn sem framundan er á Hlíðarenda á morgun gegn Iuventa. Valur er tveimur mörkum undir eftir fyrri leikinn úti í Slóvakíu.

Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu
Haukar eru úr leik í Evrópubikarnum í handbolta eftir stórt og slæmt tap úti í Bosníu gegn HC Izvidac. Haukar unnu fyrri leikinn með þremur mörkum en töpuðu með sjö mörkum í kvöld, 33-26.

Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni
Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla í handbolta á næsta tímabili með 37-29 sigri gegn HK í lokaumferðinni. Þá er einnig orðið ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um hitt lausa sætið.

Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum
Elvar Örn Jónsson sneri aftur úr mánaðarlöngum meiðslum og var markahæstur í 27-22 sigri Melsungen gegn THW Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Elvar skoraði sex mörk úr tíu skotum og gaf tvær stoðsendingar.

„Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“
Thea Imani Sturludóttir hefur notið sín vel með kvennaliði Vals í handbolta í vetur og verið öflug í EHF-bikarnum. Komið er að undanúrslitaleik þar sem Valskonur geta skráð sig í sögubækurnar.

Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum
Göppingen og Leipzig mættust í sannkölluðum Íslendingaslag í þýska handboltanum í kvöld þar sem Ýmir Örn Gíslason og félagar í Göppingen fóru að lokum með sigur af hólmi í jöfnum leik, 29-26.

Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur
Aldís Ásta Heimisdóttir og félagar hennar í Skara eru komnar í lykilstöðu gegn Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrslitakeppninnar í handbolta eftir þrettán marka stórsigur í kvöld. Lokatölur leiksins 24-37 Skara í vil.

Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael
Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki Hapoel Ashdod sem var ísraelskur bikarmeistari í dag með 37-32 sigri gegn MK Holon í úrslitaleik. Akureyringurinn varði alls sextán skot í leiknum, þar af tvö víti.

„Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“
Handboltakonan Hildigunnur Einarsdóttir leggur skóna á hilluna í vor. Hún ætlar að skrifa söguna með liði Vals áður en að því kemur en stærsti leikur tímabilsins er á dagskrá um helgina.

Sorrí Valdi og allir hinir
Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla tímabilið 2024-25. Í frétt á Vísi í gær var því haldið fram með nokkurri vissu að hann ætti nú metið yfir flest mörk að meðaltali í leik í sögu efstu deildar karla. Það er rangt.

Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta hefur valið þá tuttugu leikmenn sem munu leika tvo umspilsleiki gegn Ísrael í næsta mánuði um laust sæti á HM 2025.

„Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“
Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins.

Varði fimm skot gegn gömlu félögunum
Wisla Plock er þremur mörkum yfir í umspilseinvíginu gegn Nantes eftir 28-25 sigur í fyrri leiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot gegn sínum gömlu frönsku félögum.

Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar
Íslandsmeistarar Vals eru deildarmeistarar Olís deildar kvenna annað árið í röð eftir 19-30 sigur gegn Gróttu í næstsíðustu umferðinni. Grótta er í neðsta sæti deildarinnar en getur enn bjargað sér frá falli, ef ÍBV tapar í lokaumferðinni.