Handbolti

„Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“
„Mjög svekkjandi, að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 27-25 tap gegn Hollandi í fyrsta leik Evrópumótsins.

„Maður er hálf meyr“
„Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM.

„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“
„Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta.

Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig
Færeyska kvennalandsliðið í handbolta lék í fyrsta sinn í lokakeppni Evrópumóts í kvöld, þegar það mætti heimakonum í Sviss í D-riðli mótsins.

Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins.

„Þær eru bara hetjur“
Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, er mætt á þriðja stórmótið og fyrsta Evrópumótið síðan 2010. Hún verður á meðal um rúmlega hundrað Íslendinga sem verða í stúkunni þegar Ísland mætir Hollandi klukkan 17:00 í Innsbruck.

„Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“
Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil.

Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni
Valsmaðurinn Úlfar Páll Monsi Þórðarson stóð sig vel með sínu liði í síðasta Evrópuleik Valsmanna á tímabilinu og kom sér um leið í góðan úrvalshóp.

Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra?
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn.

Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM
Það gekk ýmislegt á í búningsklefa króatíska handboltafélagsins RK Zagreb eftir leik liðsins í Meistaradeildinni í vikunni. Eftirmálin eru allt annað en góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Dag Sigurðsson.

„Stolt af sjálfri mér“
Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin.

Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM
Norska handboltasamabandið ætlaði að komast fram hjá „óskráðum“ reglum um skráningu tveggja leikmanna liðsins á Evrópumótið en evrópska sambandið tekur það ekki í mál.

„Þetta er mjög ljúft“
Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun.

Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli
Gott gengi Sporting í Meistaradeild Evrópu í handbolta hélt áfram þegar liðið rúllaði yfir Dinamo Búkarest, 34-25, í kvöld. Sporting hefur unnið alla fimm heimaleiki sína í Meistaradeildinni.

Hófu titilvörnina með öruggum sigri
Noregur hóf titilvörn sína á EM með öruggum sigri á Slóveníu, 33-26, í E-riðli. Svíþjóð og Frakkland unnu einnig sína leiki.

Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR
Eftir að hafa tapað fjórum leikjum í röð vann ÍR góðan sigur á Fjölni, 41-33, í nýliðaslag í Olís deild karla í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 17-17, en í seinni hálfleik reyndust ÍR-ingar sterkari.

Fimmta tap Gróttu í röð
KA hafði sætaskipti við Gróttu eftir öruggan sigur, 29-23, í leik liðanna í Olís deild karla í kvöld. KA-menn eru í 8. sæti deildarinnar en Seltirningar í því níunda. Bæði lið eru með níu stig.

Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð
Veszprém náði fjögurra stiga forskoti á toppi A-riðils Meistaradeildar Evrópu með öruggum sigri á Eurofarm Pelister, 33-26, á heimavelli í kvöld.

Heimaliðin byrja vel á EM
Austurríki og Ungverjaland fóru vel af stað á EM kvenna í handbolta en fyrstu þremur leikjum mótsins er lokið.

Ekki eins „starstruck“ og í fyrra
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck.

Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys
Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu.

Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk
Sú ákvörðun Noru Mørk að vera álitsgjafi í sjónvarpi um Evrópumótið í handbolta mæltist ekki vel fyrir hjá Þóri Hergeirssyni, þjálfara norska kvennalandsliðsins.

Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, er allt annað en sáttur með að Haukum hafi verið dæmdur ósigur gegn ÍBV í bikarkeppni karla í handbolta. Hann segir að venja sé að betra liðið fari áfram og að Haukar muni áfrýja.

Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“
Karlalið Hauka í handbolta er á ferð og flugi um álfuna vegna Evrópuverkefnis helgarinnar. Leikið verður í Mingachevir í Aserbaísjan og lögðu menn tímanlega af stað, klukkan fimm í gærmorgun.

Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni
Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu samtals tíu mörk þegar Kolstad mætti Pick Szeged frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Það dugði ekki til þar sem Janus Daði Smárason fór á kostum í sigurliðinu. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru svo allt í öllu í frábærum sigri á stórliði Barcelona.

Skrýtið en venst
Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram.

Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri
Tveir lykilleikmenn í stórkostlegum árangri norska kvennalandsliðsins í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafa nú fengið vinnu sem sérfræðingar í sjónvarpi á Evrópumótinu sem hefst á morgun.

ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum
Ríkjandi bikarmeistarar Vals í handbolta karla þurfa að slá út Gróttu og svo Fram til þess að komast í fjögurra liða úrslitavikuna í Powerade-bikarnum. Dregið var í 8-liða úrslit í dag.

„Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“
„Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV.

Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram
ÍBV hefur verið dæmdur 10-0 sigur í leiknum gegn Haukum fyrir rúmri viku, í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.