Handbolti

Arnór Snær snýr aftur heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Snær og Ágúst Þór eftir undirskriftina á Hlíðarenda.
Arnór Snær og Ágúst Þór eftir undirskriftina á Hlíðarenda. mynd/valur

Karlalið Vals í handbolta fékk mikinn liðsstyrk í dag er liðið samdi við Arnór Snæ Óskarsson.

Arnór Snær er uppalinn Valsari og sló í gegn hjá félaginu áður en hann samdi við Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi þangað sem hann hélt sumarið 2023.

Tækifærin í Þýskalandi voru af skornum skammti og úr varð að Arnór samdi við besta lið Noregs, Kolstad. Þar hefur hann verið að spila með bróður sínum, Benedikt.

„Ég er gríðarlega sáttur með að fá Arnór til liðs við okkur. Hann er frábær leikmaður sem og liðsfélagi. Hann á eftir að koma með mikil gæði og góða orku inn í okkar leikmannahóp. Það verður gaman að sjá hann aftur í Valstreyjunni,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, í tilkynningu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×