Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. október 2025 08:03 Róbert Geir segir Epicbet ekki hafa leyfi til að sýna myndefni úr Handboltapassanum, sem er á snærum HSÍ. Samsett/Vísir/Ívar/Skjáskot Framkvæmdastjóri HSÍ segir veðmálafyrirtækið Epicbet ekki hafa leyfi fyrir streymum af leikjum í Olís-deild karla sem nýtt er í beinar útsendingar á vegum þess. Íslenskar getraunir og íslensk getspá hafa sérleyfi til veðmála hér á landi, á meðan aðrar erlendar síður sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár hafa það ekki. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um starfsemi slíkra síðna í ljósi úrelts lagabálks um starfsemina sem hefur ekki tekið breytingum í mörg ár. Róbert kallar eftir nýju umhverfi. „Þetta hefur verið rætt bæði hér innandyra og einnig við ÍSÍ. Ég held það séu allir sammála því að núverandi reglur sem hefur ekki verið breytt síðan 2005, séu barn síns tíma. Það þarf að fara yfir regluverkið og finna leið sem allir eru sáttir við,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við íþróttadeild. „Við hins vegar erum mjög strangir á það að veðmálastarfsemi innan handboltans er bönnuð, mönnum er stranglega bannað að veðja á eigin leiki. Það er mikil umræða um þetta núna og bagaleg umræða að mörgu leyti. Okkur þykir íslensk getspá og getraunir hafa staðið sig vel í sínu starfi. En það þarf að búa til reglur þannig að allir geti verið sáttir og ekki síst þeir,“ segir Róbert enn fremur. Ekkert samstarf við Epicbet, enda ólögleg starfsemi Erlenda veðmálafyrirtækið Epicbet hefur staðið fyrir handboltaþáttunum Litli Stóri í vetur þar sem mörgum leikjum í Olís-deildinni er fylgt eftir samtímis. Þættirnir hafa verið í beinni útsendingu á YouTube-síðu fyrirtækisins sem nú hefur verið lokað en hafa áfram verið sendir út á samfélagsmiðlinum X. Því er velt upp hvort HSÍ sé í samstarfi við veðmálafyrirtæki sem hafi ekki starfsleyfi hér á landi. Er það samstarf milli þess fyrirtækis og HSÍ, að Epicbet fái að sjónvarpa ykkar efni? „Nei. Eina samstarfið sem við erum í varðandi handboltann er við Lengjuna og Íslenskar getraunir. Við erum ekki í neinu samstarfi, við hvorki Epicbet, Coolbet eða aðrar þessar síður sem hafa haslað sér völl. Enda ólöglegar síður og óheimilt fyrir þær að vera starfræktar á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Hvernig fá þau aðgang að ykkar efni? „Ég geri ráð fyrir að þau taki þetta út úr Handboltapassanum og varpi þessu þannig í sínar útsendingar. Þeir fá enga strauma frá okkur. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því, enda ekki verið í sambandi við þá um það,“ segir Róbert sem segir ekki hafa verið rætt að skoða aðgerðir vegna streymis fyrirtækisins. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert. Það er verið að varpa þessu á erlenda miðla líkt og YouTube eða X. Það á eftir að koma frekar í ljós.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum. Fjárhættuspil Olís-deild karla HSÍ Handbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Íslenskar getraunir og íslensk getspá hafa sérleyfi til veðmála hér á landi, á meðan aðrar erlendar síður sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár hafa það ekki. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um starfsemi slíkra síðna í ljósi úrelts lagabálks um starfsemina sem hefur ekki tekið breytingum í mörg ár. Róbert kallar eftir nýju umhverfi. „Þetta hefur verið rætt bæði hér innandyra og einnig við ÍSÍ. Ég held það séu allir sammála því að núverandi reglur sem hefur ekki verið breytt síðan 2005, séu barn síns tíma. Það þarf að fara yfir regluverkið og finna leið sem allir eru sáttir við,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við íþróttadeild. „Við hins vegar erum mjög strangir á það að veðmálastarfsemi innan handboltans er bönnuð, mönnum er stranglega bannað að veðja á eigin leiki. Það er mikil umræða um þetta núna og bagaleg umræða að mörgu leyti. Okkur þykir íslensk getspá og getraunir hafa staðið sig vel í sínu starfi. En það þarf að búa til reglur þannig að allir geti verið sáttir og ekki síst þeir,“ segir Róbert enn fremur. Ekkert samstarf við Epicbet, enda ólögleg starfsemi Erlenda veðmálafyrirtækið Epicbet hefur staðið fyrir handboltaþáttunum Litli Stóri í vetur þar sem mörgum leikjum í Olís-deildinni er fylgt eftir samtímis. Þættirnir hafa verið í beinni útsendingu á YouTube-síðu fyrirtækisins sem nú hefur verið lokað en hafa áfram verið sendir út á samfélagsmiðlinum X. Því er velt upp hvort HSÍ sé í samstarfi við veðmálafyrirtæki sem hafi ekki starfsleyfi hér á landi. Er það samstarf milli þess fyrirtækis og HSÍ, að Epicbet fái að sjónvarpa ykkar efni? „Nei. Eina samstarfið sem við erum í varðandi handboltann er við Lengjuna og Íslenskar getraunir. Við erum ekki í neinu samstarfi, við hvorki Epicbet, Coolbet eða aðrar þessar síður sem hafa haslað sér völl. Enda ólöglegar síður og óheimilt fyrir þær að vera starfræktar á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Hvernig fá þau aðgang að ykkar efni? „Ég geri ráð fyrir að þau taki þetta út úr Handboltapassanum og varpi þessu þannig í sínar útsendingar. Þeir fá enga strauma frá okkur. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því, enda ekki verið í sambandi við þá um það,“ segir Róbert sem segir ekki hafa verið rætt að skoða aðgerðir vegna streymis fyrirtækisins. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert. Það er verið að varpa þessu á erlenda miðla líkt og YouTube eða X. Það á eftir að koma frekar í ljós.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum.
Fjárhættuspil Olís-deild karla HSÍ Handbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira