Handbolti

Silfurdrengur á nýjum slóðum: „Kom á óvart hvað var gaman að gefa, ekki bara þiggja“
Róbert Gunnarsson þreytir frumraun sína sem aðalþjálfari í Olís-deild karla á næsta tímabili. Hann var ráðinn þjálfari Gróttu í síðustu viku. Honum líst vel á verkefnið.

Arnar Freyr gengur til liðs við Stjörnuna
Handknattleiksmaðurinn Arnar Freyr Ársælsson er genginn til liðs við Stjörnuna og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla í handbolta.

Íslendingalið Kielce pólskur meistari eftir vítakastkeppni
Íslendingaliðið Vive Kielce varð í kvöld pólskur meistari í handbolta í ellefta skiptið í röð eftir sigur í vítakastkeppni gegn Wisla Plock í lokaumferð deildarinnar.

Bjarni Ófeigur og félagar með bakið upp við vegg
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde eru með bakið upp við vegg í úrslitaeinvígi sænsku deildarinnar í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Ystads á heimavelli í kvöld, 27-31.

Bakslag hjá Birnu: „Sumt fólk lærir víst aldrei“
Skyttan öfluga Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, segist hafa flýtt sér um of í endurhæfingunni eftir krossbandsslit í hné og þurfi að muna að sýna meiri þolinmæði.

Haukur og Sigvaldi mæta Veszprém í Köln
Íslendingalið Kielce mætir Veszprém í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Dregið var í morgun.

Fyrsti danski handboltamaðurinn í nítján ár sem kemur út úr skápnum
Danski hornamaðurinn Jacob Hessellund segist ekki hafa þolað lengur við inn í skápnum. Hann er sá fyrsti í dönsku deildinni frá árinu 2003 sem segir frá því að hann sé samkynhneigður.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 27-26 | Valskonur jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu
Valur vann eins marks sigur á Fram í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Líkt og oft áður var um spennuleik að ræða en Valskonur unnu með eins marks mun, lokatölur 27-26.

Steinunn Björnsdóttir: Þær gerðu þetta gríðarlega vel
Steinunn Björnsdóttir var svekkt eftir tap Fram gegn Valskonum á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Leikurinn var annar leikur liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna. Leikurinn var nokkuð jafn en Valur stóð uppi sem sigurvegari. Lokatölur 27-26.

Stefán Arnarson: Ég hefði viljað spila betri leik
Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram, var virkilega ósáttur eftir eins marks tap gegn Val í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var að mestu virkilega jafn en Valur steig upp í síðari hálfleik sem skilaði þeim sigri. Lokatölur á Hlíðarenda 27-26.

Kristján Örn meðal þriggja bestu í Frakklandi
Íslenski landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir eru sem besta örvhenta skytta frönsku úrvalsdeildarinnar.

Spenna fyrir kvöldinu: Þrír leikir liðanna í vetur hafa unnist með einu marki
Það má búast við spennandi leik í kvöld þegar Valur tekur á móti Fram í öðrum úrslitaleik liðanna í Olís deild kvenna í handbolta, bæði ef marka má fyrsta leikinn sem og fyrri leiki liðanna á tímabilinu.

Leikhléin sýna hvernig Erlingur greip í taumana í báðum hálfleikjum
Eyjamönnum tókst að jafna metin í úrslitaeinvígi sínu á móti Val í gær og vera um leið fyrsta liðið í þessari úrslitakeppni sem fagnar sigri á móti þessu öfluga Valsliði.

Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-31 | Karaktersigur Eyjamanna hleypir lífi í úrslitaeinvígið
ÍBV vann tveggja marka karaktersigur á Val eftir ótrúlegan leik í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

Ómar frábær þegar Magdeburg fór langt með að tryggja titilinn
Kraftaverk þarf til að koma í veg fyrir að Íslendingalið Magdeburg vinni þýsku úrvalsdeildina í handbolta.

Teitur skoraði fjögur gegn Kiel
Fjórum leikjum í þýsku úrvalsdeildinni er nýlokið en Íslendingar leika með þremur af þessum liðum.

Róbert Gunnarsson og Davíð Örn taka við Gróttu
Grótta mætir með töluvert breytt þjálfarateymi til leiks í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Davíð Örn Hlöðversson munu stýra liðinu.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Valur 28-27 | Fram komið yfir í úrslitaeinvíginu eftir magnaðan leik
Fram tók forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Leikur kvöldsins var ótrúlegur í alla staði en á endanum stóð Fram uppi sem sigurvegari, eins marks munur og staðan í einvíginu orðin 1-0 Fram í vil.

„Gerðum mikið af klaufalegum mistökum“
Valur tapaði fyrsta leik í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn gegn Fram með einu marki 28-27. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ósáttur með tæknifeila Vals í kvöld.

Arnar Daði óvænt hættur: „Ég var bara orðinn bensínlaus“
Arnar Daði Arnarsson er óvænt hættur sem þjálfari Gróttu í handbolta karla, mánuði eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til þriggja ára. Hann segist hreinlega hafa lent á vegg.

Fullkomnasti fyrri hálfleikur í sögu úrslitaeinvígisins um titilinn
Valsmenn biðu í ellefu daga eftir leik eitt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla og það er óhætt að segja að lærisveinar Snorra Steins Guðjónssonar hafi mætt tilbúnir.

„Snorri er þjálfarinn minn og besti vinur minn“
Valsarinn Stiven Tobar Valencia er ekki bara frábær hornamaður sem stefnir á atvinnumennsku og landsliðið heldur einnig lunkinn plötusnúður sem skemmt hefur fólki á skemmtistaðnum 203 um helgar.

Sjáðu brot Dags sem var í ætt við Júggabragðið
Dagur Arnarsson gerði sig sekan um ljótt brot á Stiven Tobar Valencia í seinni hálfleik í leik Vals og ÍBV í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Valur vann leikinn með tíu marka mun, 35-25.

Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur
Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok.

Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein
Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 35-25 | Ótrúlegir yfirburðir Vals
Valur rústaði ÍBV, 35-25, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Kiel seinasta liðið inn í undanúrslitin
Kiel varð í kvöld fjórða og seinasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta er liðið vann nauman eins marks sigur gegn PSG, 33-32.

Bjarni og félagar hófu úrslitaeinvígið á tapi
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tveggja marka tap er liðið tók á móti Ystads í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta í kvöld, 28-30.

Ómar fór á kostum er Magdeburg setti aðra höndina á titilinn
Magdeburg er nú í kjörstöðu í baráttunni um þýska deildarmeistaratitilinn í handbolta eftir 18 marka stórsigur gegn TuS N-Lübbecke í kvöld, 38-20. Ómar Ingi Magnússon var markahæsti maður vallarins með átta mörk.

Teitur skoraði þrjú er Flensburg féll úr leik
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg misstu af sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu er liðið tapaði 27-24 gegn Barcelona í kvöld.