Strákarnir okkar þurfa að fella frændur sína eða treysta á mikla heppni Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2023 10:32 Ólafur Guðmundsson, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson glaðbeittir eftir sigurinn örugga gegn Suður-Kóreu. Þeir þurfa væntanlega einnig að vinna næstu þrjá leiki til að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Á Ísland enn möguleika á að vinna til verðlauna á HM? Getur liðið komist í undanúrslit án þess að vinna Svía? Hvað þarf að gerast og hvað má alls ekki gerast? Það er kominn tími til að rýna í stöðuna fyrir leiki Íslands í milliriðli. Leikur Íslands við Evrópumeistara Svíþjóðar, á þeirra eigin heimavelli, næsta föstudagskvöld virðist fyrir fram vera leikurinn sem ræður því hvort að Ísland komist í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Fleiri möguleikar eru þó vissulega í stöðunni. Strákarnir okkar færa sig nú frá Kristianstad yfir til Gautaborgar og spila þar við Grænhöfðaeyjar á morgun, Svíþjóð á föstudag og loks Brasilíu á sunnudag. Þessir þrír mótherjar voru saman í C-riðli og mæta Íslandi, Ungverjalandi og Portúgal úr D-riðli. Liðin taka með sér úrslit úr riðlakeppninni og eru frændur vorir Svíar einir með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Brasilíu og Grænhöfðaeyjar með þægilegum hætti. Svona er staðan í milliriðli Íslands eftir að öll liðin hafa spilað tvo leiki. Portúgal er fyrir ofan Ísland vegna þess að innbyrðis úrslitin úr leikjum liðanna við Ungverjaland eru einnig talin með. Ef að Ísland og Portúgal væru tvö ein jöfn að stigum væri Ísland ofar, vegna sigursins í innbyrðis leik liðanna.Wikipedia Tvö af þessum sex liðum komast áfram í 8-liða úrslitin. Fyrir fram virðist Ísland í baráttu við Ungverjaland og Portúgal um að fylgja Svíþjóð upp úr riðlinum, en á móti kemur að Svíar þurfa að spila þrjá afar krefjandi leiki. Strákarnir okkar eru með örlögin í eigin höndum. Ef að þeir vinna leikina sína þrjá þá komast þeir í 8-liða úrslit. Svo einfalt er það. Ísland yrði þá með 8 stig og ekki gætu tvær þjóðir til viðbótar verið með þann stigafjölda nema með því að Portúgal og Ungverjaland ynnu sína þrjá leiki einnig, og þá færu Portúgal og Ísland upp úr riðlinum vegna innbyrðis úrslita liðanna þriggja. Hlutirnir verða fyrst flóknir þegar við veltum fyrir okkur hvort Ísland gæti mögulega haft efni á því að tapa einum af leikjunum þremur. Það er ólíklegt en ekki alveg útilokað. Sú staðreynd að Portúgal skyldi ná að vinna sjö marka sigur gegn Ungverjalandi í gær en ekki 1-6 marka sigur gerir þetta umtalsvert ólíklegra og Ísland þarf mikla lukku ef liðið vinnur ekki alla þrjá leikina. Ef að Ísland myndi til dæmis tapa fyrir Svíþjóð þyrfti liðið að sjálfsögðu að vinna hina tvo leikina sína, en líka treysta á fleiri hagstæð úrslit. Það gæti gengið upp ef að Svíar myndu einnig vinna Ungverjaland og Portúgal, og að Ungverjaland myndi misstíga sig gegn Brasilíu eða Grænhöfðaeyjum. Ísland gæti þá endað í 2.-3. sæti með 6 stig líkt og Portúgal, en færi áfram í undanúrslit vegna innbyrðis úrslita. Fleiri möguleikar eru í stöðunni en eitt er víst að ef að Ísland vinnur sína þrjá leiki þá kemst liðið í 8-liða úrslit, og þó að Evrópumeistarar Svía á heimavelli séu stór fyrirstaða þá er það svo sannarlega raunhæfur möguleiki. Komist Ísland í 8-liða úrslit mun liðið spila í Stokkhólmi 25. janúar, gegn liði úr milliriðli fjögur þar sem Danmörk, Egyptaland og Króatía eru líklegust til afreka. Sæti í 8-liða úrslitum gefur bæði möguleika á að komast enn lengra, eða í undanúrslit og spila þá um verðlaun, en einnig komast liðin í 2.-7. sæti í keppni um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024, svo að til enn meira er að vinna. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Leikur Íslands við Evrópumeistara Svíþjóðar, á þeirra eigin heimavelli, næsta föstudagskvöld virðist fyrir fram vera leikurinn sem ræður því hvort að Ísland komist í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Fleiri möguleikar eru þó vissulega í stöðunni. Strákarnir okkar færa sig nú frá Kristianstad yfir til Gautaborgar og spila þar við Grænhöfðaeyjar á morgun, Svíþjóð á föstudag og loks Brasilíu á sunnudag. Þessir þrír mótherjar voru saman í C-riðli og mæta Íslandi, Ungverjalandi og Portúgal úr D-riðli. Liðin taka með sér úrslit úr riðlakeppninni og eru frændur vorir Svíar einir með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Brasilíu og Grænhöfðaeyjar með þægilegum hætti. Svona er staðan í milliriðli Íslands eftir að öll liðin hafa spilað tvo leiki. Portúgal er fyrir ofan Ísland vegna þess að innbyrðis úrslitin úr leikjum liðanna við Ungverjaland eru einnig talin með. Ef að Ísland og Portúgal væru tvö ein jöfn að stigum væri Ísland ofar, vegna sigursins í innbyrðis leik liðanna.Wikipedia Tvö af þessum sex liðum komast áfram í 8-liða úrslitin. Fyrir fram virðist Ísland í baráttu við Ungverjaland og Portúgal um að fylgja Svíþjóð upp úr riðlinum, en á móti kemur að Svíar þurfa að spila þrjá afar krefjandi leiki. Strákarnir okkar eru með örlögin í eigin höndum. Ef að þeir vinna leikina sína þrjá þá komast þeir í 8-liða úrslit. Svo einfalt er það. Ísland yrði þá með 8 stig og ekki gætu tvær þjóðir til viðbótar verið með þann stigafjölda nema með því að Portúgal og Ungverjaland ynnu sína þrjá leiki einnig, og þá færu Portúgal og Ísland upp úr riðlinum vegna innbyrðis úrslita liðanna þriggja. Hlutirnir verða fyrst flóknir þegar við veltum fyrir okkur hvort Ísland gæti mögulega haft efni á því að tapa einum af leikjunum þremur. Það er ólíklegt en ekki alveg útilokað. Sú staðreynd að Portúgal skyldi ná að vinna sjö marka sigur gegn Ungverjalandi í gær en ekki 1-6 marka sigur gerir þetta umtalsvert ólíklegra og Ísland þarf mikla lukku ef liðið vinnur ekki alla þrjá leikina. Ef að Ísland myndi til dæmis tapa fyrir Svíþjóð þyrfti liðið að sjálfsögðu að vinna hina tvo leikina sína, en líka treysta á fleiri hagstæð úrslit. Það gæti gengið upp ef að Svíar myndu einnig vinna Ungverjaland og Portúgal, og að Ungverjaland myndi misstíga sig gegn Brasilíu eða Grænhöfðaeyjum. Ísland gæti þá endað í 2.-3. sæti með 6 stig líkt og Portúgal, en færi áfram í undanúrslit vegna innbyrðis úrslita. Fleiri möguleikar eru í stöðunni en eitt er víst að ef að Ísland vinnur sína þrjá leiki þá kemst liðið í 8-liða úrslit, og þó að Evrópumeistarar Svía á heimavelli séu stór fyrirstaða þá er það svo sannarlega raunhæfur möguleiki. Komist Ísland í 8-liða úrslit mun liðið spila í Stokkhólmi 25. janúar, gegn liði úr milliriðli fjögur þar sem Danmörk, Egyptaland og Króatía eru líklegust til afreka. Sæti í 8-liða úrslitum gefur bæði möguleika á að komast enn lengra, eða í undanúrslit og spila þá um verðlaun, en einnig komast liðin í 2.-7. sæti í keppni um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024, svo að til enn meira er að vinna.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira