Hvað eru Grænhöfðaeyjar að vilja upp á handboltadekk? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2023 09:00 Paolo Moreno er markahæsti leikmaður Grænhöfðaeyja á HM í handbolta. epa/ADAM IHSE Ísland hefur leik í milliriðli á HM í handbolta gegn Grænhöfðaeyjum í dag. En hverjar eru þessar Grænhöfðaeyjar og hvað eru þær að vilja upp á dekk á heimsmeistaramóti í handbolta? Grænhöfðaeyjar eru ekki stór depill á ratsjá handboltans enda tiltölulega nýbyrjaðar að láta að sér kveða af alvöru í íþróttinni. Guðmundur Guðmundsson mun eflaust tala um að Grænhöfðaeyjar séu sýnd veiði en ekki gefin og ekki að ástæðulausu. Ísland á að vinna leikinn í dag og gerir það líklegast en andstæðingurinn er enginn aukvisi og í mikilli sókn. Grænhöfðaeyjar er eyjaklasi í Norður-Atlandshafi, tæplega sex hundruð kílómetra undan vesturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar voru portúgölsk nýlenda en fengu sjálfstæði 1975. Eyjarnar eru samtals rúmlega fjögur þúsund ferkílómetrar og þar búa um 550 þúsund manns. Grænhöfðeyingar, eða Bláu hákarlarnir eins og lið þeirra er stundum kallað, tók í fyrsta sinn þátt í Afríkukeppninni 2020. Þar enduðu Grænhöfðaeyjar í 5. sæti og unnu sér þar með þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Veiran skæða Þátttaka Grænhöfðaeyja á HM í Egyptalandi var ansi skrautleg og var þar kórónuveirunni um að kenna. Hún hreiðraði fyrst um sig þegar liðið kom saman í Portúgal fyrir mótið. Sex leikmenn greindust með veiruna auk fjögurra í starfsliðinu. Þeir sem voru ósmitaðir héldu hins vegar galvaskir til Egyptalands og mættu Ungverjalandi í fyrsta leik sínum. Laskað lið Grænhöfðaeyja sýndi fína frammistöðu en tapaði á endanum með sjö marka mun, 34-27. Það reyndist hins vegar eini leikur Grænhöfðaeyja á mótinu. Fámenn sveit Grænhöfðaeyja fyrir eina leik þeirra á HM í Eygptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Fleiri leikmenn greindust smitaðir og þegar að leiknum gegn þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar kom voru Grænhöfðeyingar aðeins með níu leikfæra. Þrettán af 22 leikmönnum í upphaflega hópnum höfðu þá greinst með veiruna. Reglur heimsmeistaramótsins kveða á um að lið þurfi að vera með tíu leikmenn að lágmarki til að geta spilað. Grænhöfðaeyjar gáfu því leikinn gegn Þýskalandi og töpuðu honum 10-0. Grænhöfðaeyjar drógu sig svo úr keppni fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar og þar með var heldur snubbóttri þátttöku þeirra á HM lokið. Silfur í Afríkukeppninni Grænhöfðeyingar tóku í annað sinn þátt í Afríkukeppninni síðasta sumar. Þar komust þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ógnarsterkum Egyptum, 37-25. Grænhöfðaeyjar urðu hins vegar fyrsta liðið sunnan Sahara síðan 1983 til að komast í úrslit Afríkukeppninnar. Grænhöfðeyingar virða silfurmedalíuna fyrir sér.getty/Fadel Dawod Grænhöfðaeyjar unnu sér þar með aftur þátttökurétt á HM og eru núna komnar í milliriðil. Í C-riðli unnu Grænhöfðaeyjar Úrúgvæ, 33-25, en töpuðu fyrir Svíþjóð, 34-27, og Brasilíu, 30-28. Í milliriðli bíða Grænhöfðeyinga leikir við Íslendinga, gömlu herraþjóðina Portúgali og Ungverja. Þjálfari Grænhöfðaeyjar er Serbinn þrautreyndi Ljubomir Obradovic. Hann hefur lengi þjálfað í Portúgal, meðal annars Porto á árunum 2009-15, og einnig í heimalandinu og Svartfjallalandi. Hann var einnig þjálfari karlalandsliðsins Svartfellinga og kvennaliðs Serba. Koma víða að Af sautján leikmönnum í grænhöfðeyska hópnum leika átta í Portúgal, tveir á Spáni, einn í heimalandinu, Rúmeníu, Frakklandi, Lúxemborg, Angóla, Sádí-Arabíu og Þýskalandi. Það er línumaðurinn Ivo Santos sem er samherji Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer. Hann hefur þó ekki enn skorað á HM. Aðalmennirnir hjá Grænhöfðaeyjum er línumaðurinn Paolo Moreno og vinstri skyttan og fyrirliðinn Leandro Semedo. Moreno er markahæstur Grænhöfðeyinga á HM með sextán mörk. Semedo hefur skorað sjö mörk og gefið tólf stoðsendingar en er með afleita skotnýtingu (33 prósent). Gualther Furtado hefur sýnt góða takta á HM.epa/Bjorn Larsson Rosvall Miðjumaðurinn Gualther Furtado, sem leikur með Club Cisne de Balonmano á Spáni, hefur skorað þrettán mörk og hægri skyttan Bruno Landim, sem leikur með Al-Taraji í Sádí-Arabíu, er með tólf mörk. Markverðirnir Luis Almeida og Edmilson Goncalves hafa aðeins varið 25 skot af þeim 114 sem þeir hafa fengið á sig á HM (22 prósent). Goncalves hefur þó varið þrjú víti í tíu tilraum. Áhorfendur munu kynnast þessum leikmönnum og fleiri til á meðan leiknum gegn Íslandi á eftir stendur. Hann hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Grænhöfðaeyjar eru ekki stór depill á ratsjá handboltans enda tiltölulega nýbyrjaðar að láta að sér kveða af alvöru í íþróttinni. Guðmundur Guðmundsson mun eflaust tala um að Grænhöfðaeyjar séu sýnd veiði en ekki gefin og ekki að ástæðulausu. Ísland á að vinna leikinn í dag og gerir það líklegast en andstæðingurinn er enginn aukvisi og í mikilli sókn. Grænhöfðaeyjar er eyjaklasi í Norður-Atlandshafi, tæplega sex hundruð kílómetra undan vesturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar voru portúgölsk nýlenda en fengu sjálfstæði 1975. Eyjarnar eru samtals rúmlega fjögur þúsund ferkílómetrar og þar búa um 550 þúsund manns. Grænhöfðeyingar, eða Bláu hákarlarnir eins og lið þeirra er stundum kallað, tók í fyrsta sinn þátt í Afríkukeppninni 2020. Þar enduðu Grænhöfðaeyjar í 5. sæti og unnu sér þar með þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Veiran skæða Þátttaka Grænhöfðaeyja á HM í Egyptalandi var ansi skrautleg og var þar kórónuveirunni um að kenna. Hún hreiðraði fyrst um sig þegar liðið kom saman í Portúgal fyrir mótið. Sex leikmenn greindust með veiruna auk fjögurra í starfsliðinu. Þeir sem voru ósmitaðir héldu hins vegar galvaskir til Egyptalands og mættu Ungverjalandi í fyrsta leik sínum. Laskað lið Grænhöfðaeyja sýndi fína frammistöðu en tapaði á endanum með sjö marka mun, 34-27. Það reyndist hins vegar eini leikur Grænhöfðaeyja á mótinu. Fámenn sveit Grænhöfðaeyja fyrir eina leik þeirra á HM í Eygptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Fleiri leikmenn greindust smitaðir og þegar að leiknum gegn þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar kom voru Grænhöfðeyingar aðeins með níu leikfæra. Þrettán af 22 leikmönnum í upphaflega hópnum höfðu þá greinst með veiruna. Reglur heimsmeistaramótsins kveða á um að lið þurfi að vera með tíu leikmenn að lágmarki til að geta spilað. Grænhöfðaeyjar gáfu því leikinn gegn Þýskalandi og töpuðu honum 10-0. Grænhöfðaeyjar drógu sig svo úr keppni fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar og þar með var heldur snubbóttri þátttöku þeirra á HM lokið. Silfur í Afríkukeppninni Grænhöfðeyingar tóku í annað sinn þátt í Afríkukeppninni síðasta sumar. Þar komust þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ógnarsterkum Egyptum, 37-25. Grænhöfðaeyjar urðu hins vegar fyrsta liðið sunnan Sahara síðan 1983 til að komast í úrslit Afríkukeppninnar. Grænhöfðeyingar virða silfurmedalíuna fyrir sér.getty/Fadel Dawod Grænhöfðaeyjar unnu sér þar með aftur þátttökurétt á HM og eru núna komnar í milliriðil. Í C-riðli unnu Grænhöfðaeyjar Úrúgvæ, 33-25, en töpuðu fyrir Svíþjóð, 34-27, og Brasilíu, 30-28. Í milliriðli bíða Grænhöfðeyinga leikir við Íslendinga, gömlu herraþjóðina Portúgali og Ungverja. Þjálfari Grænhöfðaeyjar er Serbinn þrautreyndi Ljubomir Obradovic. Hann hefur lengi þjálfað í Portúgal, meðal annars Porto á árunum 2009-15, og einnig í heimalandinu og Svartfjallalandi. Hann var einnig þjálfari karlalandsliðsins Svartfellinga og kvennaliðs Serba. Koma víða að Af sautján leikmönnum í grænhöfðeyska hópnum leika átta í Portúgal, tveir á Spáni, einn í heimalandinu, Rúmeníu, Frakklandi, Lúxemborg, Angóla, Sádí-Arabíu og Þýskalandi. Það er línumaðurinn Ivo Santos sem er samherji Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer. Hann hefur þó ekki enn skorað á HM. Aðalmennirnir hjá Grænhöfðaeyjum er línumaðurinn Paolo Moreno og vinstri skyttan og fyrirliðinn Leandro Semedo. Moreno er markahæstur Grænhöfðeyinga á HM með sextán mörk. Semedo hefur skorað sjö mörk og gefið tólf stoðsendingar en er með afleita skotnýtingu (33 prósent). Gualther Furtado hefur sýnt góða takta á HM.epa/Bjorn Larsson Rosvall Miðjumaðurinn Gualther Furtado, sem leikur með Club Cisne de Balonmano á Spáni, hefur skorað þrettán mörk og hægri skyttan Bruno Landim, sem leikur með Al-Taraji í Sádí-Arabíu, er með tólf mörk. Markverðirnir Luis Almeida og Edmilson Goncalves hafa aðeins varið 25 skot af þeim 114 sem þeir hafa fengið á sig á HM (22 prósent). Goncalves hefur þó varið þrjú víti í tíu tilraum. Áhorfendur munu kynnast þessum leikmönnum og fleiri til á meðan leiknum gegn Íslandi á eftir stendur. Hann hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira