„Bókin mín segir allt sem segja þarf,“ segir Björgvin Páll sem gaf út bókina „Barn verður forseti“ fyrir síðustu jól.
„Maður má alltaf láta sig dreyma. Snýst um að setja markið hátt. Þetta er eitthvað sem mér finnst gaman að velta upp og pæla í. Ég gerði það fyrst þegar ég var krakki. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist í framtíðinni.“
Markvörðurinn hefur ekki borið þessar vangaveltur undir sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson.
„Ég mun ekki fara í framboð gegn Guðna. Ég get lofað því,“ sagði Björgvin og glotti í kampinn.