Innlent

Fundu tóman bíla­leigu­bíl og ræsa út leitar­hunda

Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda.

Innlent

Ríkið komið um borð í milljarðaverkefni í Eyja­firði

Uppbygging líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleifa. Ísland hefur um árabil  fengið bágt fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í þeim efnum. Um milljarðaverkefni er að ræða sem gæti orðið fyrsti vísir að uppbyggingu stórhafnar á Dysnesi.

Innlent

Víkka út leitar­svæðið án nokkurra nýrra vís­bendinga

Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið.

Innlent

Margir urðu brekkunni að bráð

Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 

Innlent

Sendu skila­boð á Neyðar­línuna en enginn fundist á svæðinu

Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp.

Innlent

Handleggsbrotnum bjargað af Baulu

Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi vegna slasaðs ferðamanns á Baulu. Aðstæður voru erfiðar og þrátt fyrir að búið væri að finna manninn um klukkan tvö í nótt tókst þyrlu ekki að koma að fyrr en um klukkan fjögur.

Innlent

Ferða­mennirnir ófundnir

Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er.

Innlent

„Brá veru­lega að heyra að fanga­verðir hefðu slasast“

Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda.

Innlent

Eyði­lögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu

Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um.

Innlent

Ekið á bú­fé og keyrt ofan í læk

Frá hádegi í gær til hádegis í dag hafa sex ökumenn verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og níu fyrir ölvun við akstur á Suðurlandi en mikil umferð er á vegum þar vegna ferðalanga á leið sinni heim í bæinn eftir verslunarmannahelgina.

Innlent

Starbucks kemur ekki til Ís­lands

Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt.

Innlent

Ofur­ölvi vistaður í fanga­klefa

Tilkynnt var um ofurölvi aðila utan við skemmtistað í miðbænum. Ekki reyndist unnt að koma viðkomandi heim og þurfti því að leyfa honum að gita í fangaklefa þangað til runnið væri af honum.

Innlent

Ó­veður um land allt og ó­eirðir í Bret­landi

Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu í kvöld og fram eftir morgundegi. Í kvöldfréttunum verður rætt við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í beinni útsendingu en veðrið hefur leikið Þjóðhátíðargesti grátt.

Innlent

Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni

Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum.

Innlent