Innlent

Vökuliðar telja fram­boðs­lista Röskvu ókjörgengan

Kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands fara fram þessa stundina. Meðlimir Vöku hafa sent erindi til kjörstjórnar kosninganna vegna framboðs Röskvu til stúdentaráðs, sem þeir telja ólöglegt vegna frambjóðanda sem þeir vilja meina að sé ókjörgengur.

Innlent

Nýjar vís­bendingar í áratugagömlu ís­lensku morð­máli

Ný vitni hafa stigið fram í áratugagömlu óupplýstu morðmáli sem vakti mikinn óhug meðal þjóðarinnar. Sigursteinn Másson, sem nú hefur einnig fengið aðgang að öllum rannsóknargögnum lögreglunnar varpar nýju ljósi á málið í nýrri þáttaröð sem hefur göngu sína í kvöld. 

Innlent

Land­ris í Svarts­engi hefur stöðvast

Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu.

Innlent

Lönduðu eld­snemma í morgun þrátt fyrir eld­gosið

Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir baráttuvilja í sínu fólki en það sé óskandi að náttúruöflin drægju sig í hlé.

Innlent

Tveimur úr mansalsmálinu sleppt úr haldi

Tveimur af þeim sex sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmiklu mansalsmáli var sleppt úr haldi síðdegis í gær þar sem þeirra hlutur í málinu telst upplýstur. 

Innlent

Fólk hafi skráð sig í forsetaframboð fyrir slysni

Borið hefur á því að fólk hafi skráð sig fyrir slysni á lista Þjóðskrár yfir þá sem óska eftir meðmælum fyrir framboði í forsetakosningunum í ár. Fréttastofu er kunnugt um tvö tilvik en Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist telja þau vera fleiri. 34 voru á listanum í gær en eru 42 í dag. 

Innlent

Léttir að komast úr eitruðu um­hverfi minni­hlutans

Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað.

Innlent

Fyrsta skemmti­ferða­skip ársins komið til landsins

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Um er að ræða breska skipið Ambition. 258 skipakomur eru áætlaðar í ár sem er örlítil fækkun frá því á síðasta ár þegar metfjöldi farþegaskipa kom til landsins. Markaðsstjóri segir nú frekar horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur af ferðamönnum frekar en að fjölga þeim. 

Innlent

Undir­skriftir í hús hjá Baldri og Felix

Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur.

Innlent

Davíð lofaði bót og betrun en hélt upp­teknum hætti

Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu.

Innlent

Kú­vending eftir grjót­kastið við Stjórnar­ráðs­húsið

„Það er auðvitað ekkert sérstaklega góð tilfinning að hafa ekki fullkomna stjórn á aðstæðum. En það er hlutverk lögreglu að koma inn í aðstæður þar sem ekki er stjórn á hlutunum, og reyna með einhverjum tiltækum ráðum að ná þeirri stjórn. Og við litum á það sem verkefnið, í öllum þessum tilvikum, að ná þessari stjórn.“

Innlent

Bankarnir geti lækkað eigin vexti án að­komu Seðla­bankans

Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir vonbrigði að Seðlabankinn hafi ákveðið að halda meginvöxtum óbreyttum. Forsendur hafi verið fyrir því að lækka vexti í dag. Markmið nýgerðra samninga standi þó enn og væntanlega verði myndarlegrar vaxtalækkunar í maí. Viðskiptabankarnir geti hins vegar lækkað sína vexti.

Innlent

Brýnt að undið verði ofan af kaupunum

Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum.

Innlent

Hreppti áttunda sæti og tryggði sér þátt­töku­rétt

Sindri Sigurðsson náði áttunda sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d'Or matreiðslukeppninnar í Þrándheimi í vikunni. Árangur Sindra veitir honum þátttökurétt í aðalkeppninni sem haldin verður í Lyon í Frakklandi í janúar 2025. Bocuse d'Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims.

Innlent

Skólaliði grunaður um að mynda börn í búnings­klefa

Mál starfsmanns Laugarnesskóla í Reykjavík, sem handtekinn var um miðjan október síðastliðinn, er komið á borð ákærusviðs. Hann starfaði sem skólaliði við skólann og er grunaður um kynferðisbrot með því að taka myndir í búningsklefa ungra drengja.

Innlent

Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg

Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga.

Innlent

Gera til­raunir með skafrenningsmæli

Tilraunir hafa verið gerðar með skafrenningsmæli á Steingrímsfjarðarheiði í vetur en vonir standa til að mælirinn komi til með að nýtast við að meta snjóflóðahættu.

Innlent

Hjálpaði manni að losa bílinn og réðst á hann

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Svo virðist sem upp úr hafi soðið á bílastæði eftir að maðurinn hjálpaði öðrum að losa bíl sem hann hafði fest í snjó.

Innlent

Bjarni Ólafs­son AK í slipp á Akur­eyri

Uppsjávarskipið Bjarni Ólafsson AK hélt áleiðis til Akureyrar frá Neskaupsstað í morgun. Skipið hefur legið við höfn Neskaupsstaðar síðastliðið ár en fer nú í slipp á Akureyri. Skipið var síðast notað á loðnuvertíðinni 2023.

Innlent

Ís­lensk ung­menni ó­hamingju­samari en eldri kyn­slóðir

Ísland vermir þriðja sætið á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Þetta sýnir ný alþjóðleg hamingjuskýrsla. Talsverður munur er á hamingju ungmenna og þeirra sem eldri eru en íslensku ungmennin eru þó hamingjusamari en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum sem jafnan eru þau lönd sem Íslendingar bera sig saman við.

Innlent

Upp­gangur og þensla halda uppi verð­bólgu og vöxtum

Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta.

Innlent

Dregur fram­boðið til baka vegna fárra undir­skrifta

Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar.

Innlent

Grind­víkingar þrýsta á húsnæðismarkað

Ný vísitala íbúðaverðs bendir til skarprar verðhækkunar á íbúðum í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Talið er að íbúðakaup Grindvíkinga séu helstu áhrifavaldurinn, og að áhrifin gætu orðið meiri á næstu mánuðum. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta.

Innlent

Ráðist á nemanda Valhúsaskóla í Haga­skóla

Lögregla hefur líkamsárás á sameiginlegu skólaballi Valhúsaskóla og Hagaskóla, sem haldið var í síðarnefnda skólanum í gærkvöldi, til rannsóknar. Óttast var að nemandi við Valhúsaskóla hefði handleggsbrotnað eftir árásina en við nánari skoðun reyndist það ekki rétt.

Innlent