Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Jón Þór Stefánsson skrifar 24. mars 2025 10:38 Árásin átti sér stað í Kópavogi í mars 2022. Vísir/Ívar Fannar Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. Árásarmanninum er einnig gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni, karlmanni á fimmtugsaldri 400 þúsund krónur í miskabætur, og 2,5 milljónir í sakarkostnað. Árásin sem málið varðar átti sér stað á heimili þess sem varð fyrir henni í Kópavogi á sunnudagsmorgni í mars árið 2022. Hann leigði íbúð hjá foreldrum árásarmannsins. Um er að ræða kjallaraíbúð undir einbýlishúsi foreldranna, þar sem árásarmaðurinn bjó líka. Sonurinn í næsta herbergi Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í febrúar. Þar greindi maðurinn sem varð fyrir árásinni frá því að faðir árásarmannsins hefði greint honum frá því að sonur hans hefði átt erfitt. Maðurinn sagðist alltaf hafa reynt að vera viðkunnanlegur við árásarmanninn. Sjá nánar: Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Þennan morgun þóttist maðurinn vita að foreldrar árásarmannsins væru erlendis, og hann væri því einn heima. Sjálfur hafi hann verið heima með barnungum syni sínum. Árásarmaðurinn hefði látið undarlega, verið með læti, bankað upp á hjá feðgunum og sakað manninn um eitthvað óljóst. Einhverju síðan hafi árásarmaðurinn hrækt á bíl mannsins, makað hrákunni yfir húddið og svo tekið stórt slökkvitæki og slegið því í bílrúðuna. Þá hafi maðurinn hringt á lögregluna, og hún viljað fá að vita hvað væri fullt nafn árásarmannsins. Hann ákvað því að skjótast út og finna nafn hans á svokölluðu hurðaskilti við útidyrahurð heimilis árásarmannsins. En á sama tíma hafi árásarmaðurinn farið inn í húsið. Maðurinn elti hann aftur þangað inn, og þar áttu þeir í átökum, en árásarmaðurinn mun hafa verið vopnaður eldhúshníf. Árásarmaðurinn var ákærður fyrir að stinga manninn tvívegis vinstra megin í brjóstkassa. Á meðan á átökum mannanna stóð sagðist sá sem varð fyrir árásinni hafa öskrað á son sinn og beðið hann um að halda sig inni í herberginu. Eftir að maðurinn áttaði sig á því að hann hafði verið stunginn sagðist hann hafa tekið árásarmanninn niður og haldið honum þannig þangað til lögregla kom á vettvang. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Iðraðist mikið Í dómi héraðsdóms að árásin hafi verið alvarleg þar sem hættulegu vopni var beitt. Mikil mildi væri að ekki hefði hlotist meira líkamstjón af. Þá hefði árásin verið framin í viðurvist barnungs sonar þess sem varð fyrir árásinni. Árásarmaðurinn sagðist iðrast mikið og hafa komið lífi sínu á rétta braut. Vegna þess, en líka vegna þess hve mikill dráttur varð á meðferð málsins þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Árásarmanninum er einnig gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni, karlmanni á fimmtugsaldri 400 þúsund krónur í miskabætur, og 2,5 milljónir í sakarkostnað. Árásin sem málið varðar átti sér stað á heimili þess sem varð fyrir henni í Kópavogi á sunnudagsmorgni í mars árið 2022. Hann leigði íbúð hjá foreldrum árásarmannsins. Um er að ræða kjallaraíbúð undir einbýlishúsi foreldranna, þar sem árásarmaðurinn bjó líka. Sonurinn í næsta herbergi Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í febrúar. Þar greindi maðurinn sem varð fyrir árásinni frá því að faðir árásarmannsins hefði greint honum frá því að sonur hans hefði átt erfitt. Maðurinn sagðist alltaf hafa reynt að vera viðkunnanlegur við árásarmanninn. Sjá nánar: Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Þennan morgun þóttist maðurinn vita að foreldrar árásarmannsins væru erlendis, og hann væri því einn heima. Sjálfur hafi hann verið heima með barnungum syni sínum. Árásarmaðurinn hefði látið undarlega, verið með læti, bankað upp á hjá feðgunum og sakað manninn um eitthvað óljóst. Einhverju síðan hafi árásarmaðurinn hrækt á bíl mannsins, makað hrákunni yfir húddið og svo tekið stórt slökkvitæki og slegið því í bílrúðuna. Þá hafi maðurinn hringt á lögregluna, og hún viljað fá að vita hvað væri fullt nafn árásarmannsins. Hann ákvað því að skjótast út og finna nafn hans á svokölluðu hurðaskilti við útidyrahurð heimilis árásarmannsins. En á sama tíma hafi árásarmaðurinn farið inn í húsið. Maðurinn elti hann aftur þangað inn, og þar áttu þeir í átökum, en árásarmaðurinn mun hafa verið vopnaður eldhúshníf. Árásarmaðurinn var ákærður fyrir að stinga manninn tvívegis vinstra megin í brjóstkassa. Á meðan á átökum mannanna stóð sagðist sá sem varð fyrir árásinni hafa öskrað á son sinn og beðið hann um að halda sig inni í herberginu. Eftir að maðurinn áttaði sig á því að hann hafði verið stunginn sagðist hann hafa tekið árásarmanninn niður og haldið honum þannig þangað til lögregla kom á vettvang. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Iðraðist mikið Í dómi héraðsdóms að árásin hafi verið alvarleg þar sem hættulegu vopni var beitt. Mikil mildi væri að ekki hefði hlotist meira líkamstjón af. Þá hefði árásin verið framin í viðurvist barnungs sonar þess sem varð fyrir árásinni. Árásarmaðurinn sagðist iðrast mikið og hafa komið lífi sínu á rétta braut. Vegna þess, en líka vegna þess hve mikill dráttur varð á meðferð málsins þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent