Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Árni Sæberg skrifar 24. mars 2025 12:47 Margrét Mjöll birti myndina til vinstri á Facebook-síðu sinni í apríl í fyrra. Hún mætti í viðtal í Bítið á Bylgjunni í morgun vegna málsins. Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi furðar sig á því að fyrrverandi sambýlismaður hennar gangi laus, þrátt fyrir að hafa nánast myrt hana. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi en refsing hans var alfarið skilorðsbundin, meðal annars með vísan til játningar hans og að hann hefði farið í meðferð eftir brot sín. Margrét Mjöll Sverrisdóttir hringdi inn í opinn símatíma í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á dögunum og sagði frá ofbeldi sem hún hefði orðið fyrir. Þá var samfélagsþjónusta í stað fangelsisvistar til umræðu. Hún mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og sagði nánar frá reynslu sinni. Klippa: Sætti sig við að hún myndi deyja þetta kvöld „Mér finnst of mikið af einstaklingum sem hafa framið alvarlega glæpi ganga lausir og einstaklingar sem eiga ekki heima í fangelsum vera þar. Mér finnst vera svolítið vitlaust skipt hjá þeim, ég skil ekki þessa hugsun.“ Engu munaði að hún fengi heilabilun Margrét þekkir þetta af eigin reynslu en fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem beitti hana grófu ofbeldi í lok janúar í fyrra, þurfti aldrei að sitja inni þrátt fyrir tveggja ára dóm. Hún lýsir atvikum málsins sem svo að hún hafi verið ásamt manninum og vinum hans að fá sér í glas áður en halda hafi átt út á lífið. Hún hafi fundið á sér að eitthvað væri að, maðurinn hafi verið í leit að rifrildi. Ofbeldið hafi hafist á því að maðurinn tók hana hálstaki, sem hann hafi verið vanur að gera. „Eitt af því fyrsta sem hann gerir eru kyrkingarnar. Þær standa yfir í einhverja smá stund en minnið á mér dettur út af því að ég, náttúrulega, dey. Ég dey. Hefði hann verið tveimur sekúndum lengur þá hefði ég ekki lifað af, ég hefði fengið heilabilun.“ Hristi hana til lífs til að halda áfram Maðurinn hafi í kjölfarið hrist hana aftur til meðvitundar, til þess eins að halda barsmíðunum áfram í rúma klukkustund. „Við erum að tala um að hann er með hring á vinstri hendi, hann setur hann yfir á hægri hendi til þess að lemja mig í andlitið með. Með því rífur hann upp allt augnlokið á mér, það þurfti að sauma á mér allt augað. Hann brýtur á mér nefið, það þurfti tvisvar að brjóta það upp til að laga það en hefur ekki tekist. Ég missti mest megnis sjónina á hægri auga. Þetta eru átök sem ganga í meira en klukkutíma. Hann hótar mér lífláti, hann hótar fjölskyldunni minni.“ Í dóminum yfir manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa með ofbeldi og hótunum, á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð Margrétar. Hann hafi slegið hana ítrekað í andlit og líkama með krepptum hnefa og með stól, rifið í hár hennar og ýtt henni utan í innanstokksmuni, tekið hana kverkataki og hótað að berja og stappa á „smettinu“ á henni. Það hafi allt verið með þeim afleiðingum að Margrét hlaut undirhúðarblæðingar hægra megin á hvirfilsvæði höfuðs og á enni, undirhúðarblæðingu og húðblæðingu í kringum hægra auga og saumað sár á hægra efra augnloki, undirhúðarblæðingu og brot á nefbeini, skrámur við hægri augabrún, á nefi, á vinstri kinn og hægra megin á höku, undirslímhúðarblæðingar og grunn sár á innra byrði efri varar, húðblæðingar á hálsi, undirhúðablæðingar og skrámur á báðum handleggjum, skrámur á baki og undirhúðarblæðingu á vinstri fótlegg. Árasin til á myndskeiði Sem áður segir er minni Margrétar af árásinni gloppótt, enda missti hún meðvitund við kverkatakið. Hún viti þó hvað maðurinn gerði enda sé árásin að mestu leyti til á upptöku úr öryggismyndavél. Hún hafi ekki treyst sér til þess að horfa á myndskeiðið en það hafi lögmaður hennar og móðir gert. „Mamma sagði til dæmis að það hefði algjörlega breytt sín hennar á þetta þegar hún sá manninn berja mig með stól, þegar ég ligg niðurlút í jörðinni. Þegar hún sér að ég ligg niðurlút í jörðinni og það er verið að sparka stöðugt í mig og það er verið að henda mér í veggi. Ég var bara eins og strengjabrúða. Hún sagðist aldrei hafa séð svona ótta í augunum á neinum og að hún hefði ekkert getað gert. Hún sagði: Ég hef aldrei fundið fyrir jafnmiklu vonleysis og vanmætti. Að horfa á barnið sitt verða fyrir svona miklu ofbeldi.“ Valdið tekið af henni Margrét segist aldrei hafa ætlað að kæra manninn til lögreglu en þar sem lögreglumenn hafi komið á vettvang, eftir að snjallúr hennar hringdi sjálfkrafa á Neyðarlínuna, hafi málið verið á forræði lögreglu. Lögregla hafi tjáð henni að vegna alvarleika brotsins yrði maðurinn ákærður og hún þyrfti að vera samvinnufús, sem hún hafi og verið. Þar sem hún hafi ekki haft neitt val hafi hún ákveðið að segja sína sögu. Það hafi verið ótrúlega leiðinlegt að hafa svo ekki fengið tækifæri til þess. „Loksins þegar kemur að dóminum þá fæ ég ekki einu sinni að tala.“ Margrét segir það hafa verið vegna þess að maðurinn hafi leikið á kerfið, með því að ýta á eftir því að málið yrði tekið fyrir og játa brot sín skýlaust. Þannig hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og vitnaleiðslna. Þá hafi hann farið í meðferð að gæsluvarðhaldi loknu og síðar sótt meðferðarúrræði. Talsverður sakaferill Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar er langur sakaferill mannsins rakinn. Þar segir að hann hafi gengist undir greiðslu sekta vegna umferðar- og fíkniefnalagabrota, verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þá hafi hann verið dæmdur fyrir þjófnaðarbrot, fíkniefnasölu, hótanir og tilraun til fjárkúgunar, svo dæmi séu tekin. Brot mannsins hafi að einhverju leyti verið framin fyrir uppkvaðningu refsidóma og brotið gegn Margréti hafi verið rof á skilorði vegna eldri dóms. Því hafi borið að dæma refsingu hans að hluta sem hegningarauka og að hluta með því að taka upp skilorðsdóminn. Töluvert líkamstjón hafi orðið af árás hans gagnvart Margréti auk þess sem að með henni hafi verið brotið gegn mikilvægum verndarhagsmunum. Jafnframt beri í þessu samhengi að líta til þess að brotið hafi átt sér stað innan vébanda heimilisins, þar sem Margrét hafi átt að njóta öryggis. Þá hafi hættustig og grófleiki verknaðarins að öðru leyti verið með meira móti. Horfi allt framangreint til refsiþyngingar. Sakaferill mannsins horfði heilt á litið til refsiþyngingar. Tekið tillit til meðferðar Hins vegar segir í dóminum að maðurinn hafi gengist greiðlega við öllum sakargiftum fyrir dómi og viðurkennt bótaskyldu og horfi það honum til málsbóta. Einnig beri að líta til þess að ákæruvaldið hafi upplýst við rekstur málsins fyrir dómi að maðurinn ætti ekki önnur ólokin mál hjá lögreglu og ákæruvaldi. Þá muni hann sjálfur hafa gert reka að því gagnvart ákæruvaldinu að ljúka þeim málum sem væru til umfjöllunar fyrir dómi. Samkvæmt vottorði félagsráðgjafa og forstöðumanns við SÁÁ hafi maðurinn verið í áfengis-og vímuefnameðferð á sjúkrahúsinu Vogi og síðar á meðferðarstöðinni Vík. Þá hefði maðurinn, eftir að meðferðinni lauk á Vík, verið í langtímameðferð hjá Vin, þar á meðal með fastri búsetu og meðferðardagskrá. Að óbreyttu væri miðað við að sú meðferð vari í 18 til 24 mánuði frá upphafstíma að telja. Þessu til viðbótar lægi fyrir, samkvæmt vottorði félagsráðgjafa við velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefði frá lokum ágústmánaðar síðastliðins jafnframt tekið þátt í náms- og starfsendurhæfingu innan undirbúningshóps Grettistaks með góðum árangri. „Verður að taka tillit til fyrrgreindra aðstæðna ákærða, til refsimildunar, eins og hér stendur á. Skilorð til þriggja ára og má ekki neyta fíkniefna Að öllu þessu virtu þætti refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár en fresta skyldi fullnustu refsingarinnar í þrjú ár frá birtingu dómsins að telja. Frestunin væri bundin því að maðurinn haldi almennt skilorði sem og að maðurinn sætti á skilorðstímanum umsjón tilsjónarmanns og að hann neytti ekki á skilorðstímanum áfengis eða ávana-og fíkniefna. Því hefur maðurinn ekki þurft að sitja inni í fangelsi vegna árásar hans gagnvart Margréti. Honum var gert að greiða henni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Það kallar Margrét „tittlingaskít“ og biðst afsökunar á orðbragðinu. Kynbundið ofbeldi Dómsmál Heimilisofbeldi Bítið Bylgjan Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Margrét Mjöll Sverrisdóttir hringdi inn í opinn símatíma í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á dögunum og sagði frá ofbeldi sem hún hefði orðið fyrir. Þá var samfélagsþjónusta í stað fangelsisvistar til umræðu. Hún mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og sagði nánar frá reynslu sinni. Klippa: Sætti sig við að hún myndi deyja þetta kvöld „Mér finnst of mikið af einstaklingum sem hafa framið alvarlega glæpi ganga lausir og einstaklingar sem eiga ekki heima í fangelsum vera þar. Mér finnst vera svolítið vitlaust skipt hjá þeim, ég skil ekki þessa hugsun.“ Engu munaði að hún fengi heilabilun Margrét þekkir þetta af eigin reynslu en fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem beitti hana grófu ofbeldi í lok janúar í fyrra, þurfti aldrei að sitja inni þrátt fyrir tveggja ára dóm. Hún lýsir atvikum málsins sem svo að hún hafi verið ásamt manninum og vinum hans að fá sér í glas áður en halda hafi átt út á lífið. Hún hafi fundið á sér að eitthvað væri að, maðurinn hafi verið í leit að rifrildi. Ofbeldið hafi hafist á því að maðurinn tók hana hálstaki, sem hann hafi verið vanur að gera. „Eitt af því fyrsta sem hann gerir eru kyrkingarnar. Þær standa yfir í einhverja smá stund en minnið á mér dettur út af því að ég, náttúrulega, dey. Ég dey. Hefði hann verið tveimur sekúndum lengur þá hefði ég ekki lifað af, ég hefði fengið heilabilun.“ Hristi hana til lífs til að halda áfram Maðurinn hafi í kjölfarið hrist hana aftur til meðvitundar, til þess eins að halda barsmíðunum áfram í rúma klukkustund. „Við erum að tala um að hann er með hring á vinstri hendi, hann setur hann yfir á hægri hendi til þess að lemja mig í andlitið með. Með því rífur hann upp allt augnlokið á mér, það þurfti að sauma á mér allt augað. Hann brýtur á mér nefið, það þurfti tvisvar að brjóta það upp til að laga það en hefur ekki tekist. Ég missti mest megnis sjónina á hægri auga. Þetta eru átök sem ganga í meira en klukkutíma. Hann hótar mér lífláti, hann hótar fjölskyldunni minni.“ Í dóminum yfir manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa með ofbeldi og hótunum, á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð Margrétar. Hann hafi slegið hana ítrekað í andlit og líkama með krepptum hnefa og með stól, rifið í hár hennar og ýtt henni utan í innanstokksmuni, tekið hana kverkataki og hótað að berja og stappa á „smettinu“ á henni. Það hafi allt verið með þeim afleiðingum að Margrét hlaut undirhúðarblæðingar hægra megin á hvirfilsvæði höfuðs og á enni, undirhúðarblæðingu og húðblæðingu í kringum hægra auga og saumað sár á hægra efra augnloki, undirhúðarblæðingu og brot á nefbeini, skrámur við hægri augabrún, á nefi, á vinstri kinn og hægra megin á höku, undirslímhúðarblæðingar og grunn sár á innra byrði efri varar, húðblæðingar á hálsi, undirhúðablæðingar og skrámur á báðum handleggjum, skrámur á baki og undirhúðarblæðingu á vinstri fótlegg. Árasin til á myndskeiði Sem áður segir er minni Margrétar af árásinni gloppótt, enda missti hún meðvitund við kverkatakið. Hún viti þó hvað maðurinn gerði enda sé árásin að mestu leyti til á upptöku úr öryggismyndavél. Hún hafi ekki treyst sér til þess að horfa á myndskeiðið en það hafi lögmaður hennar og móðir gert. „Mamma sagði til dæmis að það hefði algjörlega breytt sín hennar á þetta þegar hún sá manninn berja mig með stól, þegar ég ligg niðurlút í jörðinni. Þegar hún sér að ég ligg niðurlút í jörðinni og það er verið að sparka stöðugt í mig og það er verið að henda mér í veggi. Ég var bara eins og strengjabrúða. Hún sagðist aldrei hafa séð svona ótta í augunum á neinum og að hún hefði ekkert getað gert. Hún sagði: Ég hef aldrei fundið fyrir jafnmiklu vonleysis og vanmætti. Að horfa á barnið sitt verða fyrir svona miklu ofbeldi.“ Valdið tekið af henni Margrét segist aldrei hafa ætlað að kæra manninn til lögreglu en þar sem lögreglumenn hafi komið á vettvang, eftir að snjallúr hennar hringdi sjálfkrafa á Neyðarlínuna, hafi málið verið á forræði lögreglu. Lögregla hafi tjáð henni að vegna alvarleika brotsins yrði maðurinn ákærður og hún þyrfti að vera samvinnufús, sem hún hafi og verið. Þar sem hún hafi ekki haft neitt val hafi hún ákveðið að segja sína sögu. Það hafi verið ótrúlega leiðinlegt að hafa svo ekki fengið tækifæri til þess. „Loksins þegar kemur að dóminum þá fæ ég ekki einu sinni að tala.“ Margrét segir það hafa verið vegna þess að maðurinn hafi leikið á kerfið, með því að ýta á eftir því að málið yrði tekið fyrir og játa brot sín skýlaust. Þannig hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og vitnaleiðslna. Þá hafi hann farið í meðferð að gæsluvarðhaldi loknu og síðar sótt meðferðarúrræði. Talsverður sakaferill Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar er langur sakaferill mannsins rakinn. Þar segir að hann hafi gengist undir greiðslu sekta vegna umferðar- og fíkniefnalagabrota, verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þá hafi hann verið dæmdur fyrir þjófnaðarbrot, fíkniefnasölu, hótanir og tilraun til fjárkúgunar, svo dæmi séu tekin. Brot mannsins hafi að einhverju leyti verið framin fyrir uppkvaðningu refsidóma og brotið gegn Margréti hafi verið rof á skilorði vegna eldri dóms. Því hafi borið að dæma refsingu hans að hluta sem hegningarauka og að hluta með því að taka upp skilorðsdóminn. Töluvert líkamstjón hafi orðið af árás hans gagnvart Margréti auk þess sem að með henni hafi verið brotið gegn mikilvægum verndarhagsmunum. Jafnframt beri í þessu samhengi að líta til þess að brotið hafi átt sér stað innan vébanda heimilisins, þar sem Margrét hafi átt að njóta öryggis. Þá hafi hættustig og grófleiki verknaðarins að öðru leyti verið með meira móti. Horfi allt framangreint til refsiþyngingar. Sakaferill mannsins horfði heilt á litið til refsiþyngingar. Tekið tillit til meðferðar Hins vegar segir í dóminum að maðurinn hafi gengist greiðlega við öllum sakargiftum fyrir dómi og viðurkennt bótaskyldu og horfi það honum til málsbóta. Einnig beri að líta til þess að ákæruvaldið hafi upplýst við rekstur málsins fyrir dómi að maðurinn ætti ekki önnur ólokin mál hjá lögreglu og ákæruvaldi. Þá muni hann sjálfur hafa gert reka að því gagnvart ákæruvaldinu að ljúka þeim málum sem væru til umfjöllunar fyrir dómi. Samkvæmt vottorði félagsráðgjafa og forstöðumanns við SÁÁ hafi maðurinn verið í áfengis-og vímuefnameðferð á sjúkrahúsinu Vogi og síðar á meðferðarstöðinni Vík. Þá hefði maðurinn, eftir að meðferðinni lauk á Vík, verið í langtímameðferð hjá Vin, þar á meðal með fastri búsetu og meðferðardagskrá. Að óbreyttu væri miðað við að sú meðferð vari í 18 til 24 mánuði frá upphafstíma að telja. Þessu til viðbótar lægi fyrir, samkvæmt vottorði félagsráðgjafa við velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefði frá lokum ágústmánaðar síðastliðins jafnframt tekið þátt í náms- og starfsendurhæfingu innan undirbúningshóps Grettistaks með góðum árangri. „Verður að taka tillit til fyrrgreindra aðstæðna ákærða, til refsimildunar, eins og hér stendur á. Skilorð til þriggja ára og má ekki neyta fíkniefna Að öllu þessu virtu þætti refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár en fresta skyldi fullnustu refsingarinnar í þrjú ár frá birtingu dómsins að telja. Frestunin væri bundin því að maðurinn haldi almennt skilorði sem og að maðurinn sætti á skilorðstímanum umsjón tilsjónarmanns og að hann neytti ekki á skilorðstímanum áfengis eða ávana-og fíkniefna. Því hefur maðurinn ekki þurft að sitja inni í fangelsi vegna árásar hans gagnvart Margréti. Honum var gert að greiða henni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Það kallar Margrét „tittlingaskít“ og biðst afsökunar á orðbragðinu.
Kynbundið ofbeldi Dómsmál Heimilisofbeldi Bítið Bylgjan Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira