Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. mars 2025 21:01 Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af Carbfix-verkefninu og að finna þurfi því nýjan stað. vísir/rax Formaður Lofstlagsráðs segir liggja mikið á að finna Carbfix - verkefni Coda Terminal - nýjan stað eftir að hætt var við það vegna mótmæla íbúa í Hafnarfirði. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn verkefninu. Carbfix tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið væri hætt við áform sín um kolefnisförgunarstöðin Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Verkefnið hafði mætt töluverðri andstöðu hjá hluta bæjarbúa sem höfðu lýst áhyggjum vegna nálægð niðurdælingarborholna við íbúðabyggð. Meðlimir hópsins sem mótmæltu áformunum hafa lýst yfir létti. Erfitt að halda utan um umræðuna Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af verkefninu. Álit skipulagsstofnunar hafi verið tiltölulega jákvætt þó að það hafi sett verkefninu ákveðin skilyrði. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli hafa komið að því, þetta er náttúrulega ákvörðun þeirra sem búa þarna. Það er mjög mikilvægt hins vegar að þessi mikilvæga tækni nái framgangi. Það er mjög mikil þörf fyrir þessa leið. Það er alveg ljóst að það þarf að fjarlægja koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og koma því varanlega fyrir.“ Mikilvægt sé að verkefninu verði fundinn nýr staðir og að ekki verði mikil töf á því. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir að stoppa verkefni þó að eðlilegt sé að spurningar vakni hjá íbúum. „Það er alltaf mjög erfitt að halda utan um svona umræðu og hún kemur á erfiðum tíma. Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa þarna á svæðinu. Það er eðlilegt að það vakni spurningar. Þannig ég vil ekki dæma það endilega.“ Bakslag í loftslagsmálum Áhyggjur varðandi að mögulega mengun starfseminnar eigi ekki við rök að styðjast. Finna þurfa leiðir til að geta beitt tækninni með sátt íbúa. „Það væri ekki verið að flytja inn mengun. Þetta er náttúrulegt efni sem að er í hringrás en við þurfum að koma því úr þessari hringrás til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á loftslag. Ég held að aðal lærdómurinn sé sá að tengja íbúa inn í þetta fyrr. Leggja meiri kraft í að upplýsa íbúa og gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þau eiga alveg fullan rétt á að spyrja.“ Finnst þér eins og það hafi orðið bakslag í loftslagsmálum? „Já og það er ekkert hægt að neita því og önnur mál hafa komist í forgrunn. Á sama tíma eru hætturnar að aukast og við erum líka að missa tækifæri á að gera þær breytingar á hagkvæman hátt sem þarf að gera. Kostnaðurinn eykst bara með töfum. Það er feykilega mikilvægt að við náum aftur athyglinni á þetta.“ Loftslagsmál Coda Terminal Hafnarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Carbfix tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið væri hætt við áform sín um kolefnisförgunarstöðin Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Verkefnið hafði mætt töluverðri andstöðu hjá hluta bæjarbúa sem höfðu lýst áhyggjum vegna nálægð niðurdælingarborholna við íbúðabyggð. Meðlimir hópsins sem mótmæltu áformunum hafa lýst yfir létti. Erfitt að halda utan um umræðuna Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af verkefninu. Álit skipulagsstofnunar hafi verið tiltölulega jákvætt þó að það hafi sett verkefninu ákveðin skilyrði. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli hafa komið að því, þetta er náttúrulega ákvörðun þeirra sem búa þarna. Það er mjög mikilvægt hins vegar að þessi mikilvæga tækni nái framgangi. Það er mjög mikil þörf fyrir þessa leið. Það er alveg ljóst að það þarf að fjarlægja koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og koma því varanlega fyrir.“ Mikilvægt sé að verkefninu verði fundinn nýr staðir og að ekki verði mikil töf á því. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir að stoppa verkefni þó að eðlilegt sé að spurningar vakni hjá íbúum. „Það er alltaf mjög erfitt að halda utan um svona umræðu og hún kemur á erfiðum tíma. Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa þarna á svæðinu. Það er eðlilegt að það vakni spurningar. Þannig ég vil ekki dæma það endilega.“ Bakslag í loftslagsmálum Áhyggjur varðandi að mögulega mengun starfseminnar eigi ekki við rök að styðjast. Finna þurfa leiðir til að geta beitt tækninni með sátt íbúa. „Það væri ekki verið að flytja inn mengun. Þetta er náttúrulegt efni sem að er í hringrás en við þurfum að koma því úr þessari hringrás til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á loftslag. Ég held að aðal lærdómurinn sé sá að tengja íbúa inn í þetta fyrr. Leggja meiri kraft í að upplýsa íbúa og gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þau eiga alveg fullan rétt á að spyrja.“ Finnst þér eins og það hafi orðið bakslag í loftslagsmálum? „Já og það er ekkert hægt að neita því og önnur mál hafa komist í forgrunn. Á sama tíma eru hætturnar að aukast og við erum líka að missa tækifæri á að gera þær breytingar á hagkvæman hátt sem þarf að gera. Kostnaðurinn eykst bara með töfum. Það er feykilega mikilvægt að við náum aftur athyglinni á þetta.“
Loftslagsmál Coda Terminal Hafnarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26