Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. mars 2025 21:01 Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af Carbfix-verkefninu og að finna þurfi því nýjan stað. vísir/rax Formaður Lofstlagsráðs segir liggja mikið á að finna Carbfix - verkefni Coda Terminal - nýjan stað eftir að hætt var við það vegna mótmæla íbúa í Hafnarfirði. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn verkefninu. Carbfix tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið væri hætt við áform sín um kolefnisförgunarstöðin Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Verkefnið hafði mætt töluverðri andstöðu hjá hluta bæjarbúa sem höfðu lýst áhyggjum vegna nálægð niðurdælingarborholna við íbúðabyggð. Meðlimir hópsins sem mótmæltu áformunum hafa lýst yfir létti. Erfitt að halda utan um umræðuna Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af verkefninu. Álit skipulagsstofnunar hafi verið tiltölulega jákvætt þó að það hafi sett verkefninu ákveðin skilyrði. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli hafa komið að því, þetta er náttúrulega ákvörðun þeirra sem búa þarna. Það er mjög mikilvægt hins vegar að þessi mikilvæga tækni nái framgangi. Það er mjög mikil þörf fyrir þessa leið. Það er alveg ljóst að það þarf að fjarlægja koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og koma því varanlega fyrir.“ Mikilvægt sé að verkefninu verði fundinn nýr staðir og að ekki verði mikil töf á því. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir að stoppa verkefni þó að eðlilegt sé að spurningar vakni hjá íbúum. „Það er alltaf mjög erfitt að halda utan um svona umræðu og hún kemur á erfiðum tíma. Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa þarna á svæðinu. Það er eðlilegt að það vakni spurningar. Þannig ég vil ekki dæma það endilega.“ Bakslag í loftslagsmálum Áhyggjur varðandi að mögulega mengun starfseminnar eigi ekki við rök að styðjast. Finna þurfa leiðir til að geta beitt tækninni með sátt íbúa. „Það væri ekki verið að flytja inn mengun. Þetta er náttúrulegt efni sem að er í hringrás en við þurfum að koma því úr þessari hringrás til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á loftslag. Ég held að aðal lærdómurinn sé sá að tengja íbúa inn í þetta fyrr. Leggja meiri kraft í að upplýsa íbúa og gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þau eiga alveg fullan rétt á að spyrja.“ Finnst þér eins og það hafi orðið bakslag í loftslagsmálum? „Já og það er ekkert hægt að neita því og önnur mál hafa komist í forgrunn. Á sama tíma eru hætturnar að aukast og við erum líka að missa tækifæri á að gera þær breytingar á hagkvæman hátt sem þarf að gera. Kostnaðurinn eykst bara með töfum. Það er feykilega mikilvægt að við náum aftur athyglinni á þetta.“ Loftslagsmál Coda Terminal Hafnarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Carbfix tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið væri hætt við áform sín um kolefnisförgunarstöðin Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Verkefnið hafði mætt töluverðri andstöðu hjá hluta bæjarbúa sem höfðu lýst áhyggjum vegna nálægð niðurdælingarborholna við íbúðabyggð. Meðlimir hópsins sem mótmæltu áformunum hafa lýst yfir létti. Erfitt að halda utan um umræðuna Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af verkefninu. Álit skipulagsstofnunar hafi verið tiltölulega jákvætt þó að það hafi sett verkefninu ákveðin skilyrði. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli hafa komið að því, þetta er náttúrulega ákvörðun þeirra sem búa þarna. Það er mjög mikilvægt hins vegar að þessi mikilvæga tækni nái framgangi. Það er mjög mikil þörf fyrir þessa leið. Það er alveg ljóst að það þarf að fjarlægja koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og koma því varanlega fyrir.“ Mikilvægt sé að verkefninu verði fundinn nýr staðir og að ekki verði mikil töf á því. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir að stoppa verkefni þó að eðlilegt sé að spurningar vakni hjá íbúum. „Það er alltaf mjög erfitt að halda utan um svona umræðu og hún kemur á erfiðum tíma. Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa þarna á svæðinu. Það er eðlilegt að það vakni spurningar. Þannig ég vil ekki dæma það endilega.“ Bakslag í loftslagsmálum Áhyggjur varðandi að mögulega mengun starfseminnar eigi ekki við rök að styðjast. Finna þurfa leiðir til að geta beitt tækninni með sátt íbúa. „Það væri ekki verið að flytja inn mengun. Þetta er náttúrulegt efni sem að er í hringrás en við þurfum að koma því úr þessari hringrás til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á loftslag. Ég held að aðal lærdómurinn sé sá að tengja íbúa inn í þetta fyrr. Leggja meiri kraft í að upplýsa íbúa og gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þau eiga alveg fullan rétt á að spyrja.“ Finnst þér eins og það hafi orðið bakslag í loftslagsmálum? „Já og það er ekkert hægt að neita því og önnur mál hafa komist í forgrunn. Á sama tíma eru hætturnar að aukast og við erum líka að missa tækifæri á að gera þær breytingar á hagkvæman hátt sem þarf að gera. Kostnaðurinn eykst bara með töfum. Það er feykilega mikilvægt að við náum aftur athyglinni á þetta.“
Loftslagsmál Coda Terminal Hafnarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26