Innlent Reiðhjólamaður féll af kletti við Jökulsárgljúfur Reiðhjólamaður slasaðist þegar hann féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur upp úr hádegi í dag. Hífa þurfti manninn upp úr gljúfrinu. Samferðamaður hans slasaðist þegar hann reyndi að aðstoða hann. Báðir voru fluttir til Akureyrar til frekari aðhlynningar. Innlent 24.7.2024 17:23 Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. Innlent 24.7.2024 17:13 Þórarinn selur ekki sinn hlut í Búsæld Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að selja sinn hlut í Búsæld ehf. Heilmikil umræða varð um eignarhald hans og konu hans í félaginu þegar Kaupfélag Skagfirðinga keypti meirihluta hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska. Innlent 24.7.2024 16:32 Neyðarþyrluflug með ferðamann á Jökulfjörðum „vísir að misnotkun“ Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum telur það „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar að þyrla hafi sótt bandarískan ferðamann sem óskaði eftir aðstoð á Jökulfjörðum. Landhelgisgæslan hefur ekki á dagskrá að kryfja málið frekar. Innlent 24.7.2024 16:22 Þrettán vilja stýra ráðuneyti Svandísar Þrettán umsækjendur eru um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins sem auglýst var um miðjan júní sl. en umsóknarfrestur rann út 19. júlí. Innlent 24.7.2024 15:21 Myndband sýnir aðdraganda árásarinnar á Krít Myndband úr öryggismyndavél sýnir aðdraganda og upphaf stórfelldrar líkamsárásar á íslenska fjölskyldu á Krít fyrr í mánuðinum. Fjölskyldufaðirinn sem er grísk-kanadískur og heitir Emmanuel Kakoulakis er illa haldinn eftir árásina. Innlent 24.7.2024 15:19 Halla heimsótti Guðna Rúm vika er til stefnu þar til Halla Tómasdóttir verður formlega sett inn í embætti forseta Íslands. Fjölskyldur Höllu og Guðna Th. Jóhannessonar hittust á Bessastöðum í dag. Innlent 24.7.2024 14:13 Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. Innlent 24.7.2024 13:43 Lýsa yfir hættustigi Hættustigi verður lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Hættumat Veðurstofu Íslands verður uppfært í gær en kvika heldur áfram að safnast undir Svartsengi og búist er við kvikuhlaupi eða eldgosi á næstunni. Innlent 24.7.2024 13:25 Söngskólinn í Reykjavík leitar nýs húsnæðis Stjórnendur Söngskólans í Reykjavík leita nýs húsnæðis undir starfsemi skólans. Núverandi húsnæði skólans við Laufásveg í Reykjavík, sem gjarnan er kallað Sturluhallir, hefur þegar verið selt. Innlent 24.7.2024 12:34 Viðvarandi vætutíð og áfram rigning í kortunum Viðvarandi vætutíð hefur verið sunnan- og vestanlands í sumar og er áfram rigning í kortunum næstu daga. Of snemmt er að spá í spilin um veðrið um verslunarmannahelgina að sögn veðurfræðings. Innlent 24.7.2024 12:30 „Auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir“ Enn er stefnt að umfangsmiklum framkvæmdum í Grindavík þrátt fyrir uppfært hættumat Veðurstofunnar sem segir mikla hættu á eldgosi innan bæjarmarkanna. Þetta segir formaður Grindavíkurnefndar en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna. Innlent 24.7.2024 12:20 Arnar Þór íhugar að stofna stjórnmálaflokk Arnar Þór Jónsson, lögmaður og forsetaframbjóðandi, íhugar að stofna stjórnmálaflokk. Hann segir stjórnarflokkana orðna viðskila við hugsjónir sínar og að þörf sé á heilindum í íslenskum stjórnmálum. Innlent 24.7.2024 12:09 Verðbólga eykst og áfram rigning í kortunum Verðbólga tók nokkuð óvæntan kipp upp á við í júlí. Hagfræðingur telur það geta haft talsverð áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, sem verður kynnt í ágúst. Innlent 24.7.2024 11:47 Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. Innlent 24.7.2024 11:21 Siggi Kristins gítarleikari og bílaspekúlant er allur Sigurður Kristinsson, sem var meðal stofnmeðlima hinnar fornfrægu hljómsveitar Sniglabandsins, er allur. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu árin. Innlent 24.7.2024 11:02 Hraunflæði það hratt að ekki yrði hlaupið undan því Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að komi til goss á byggðu svæði geti hraunflæðið verið það hratt að ekki sé hægt að hlaupa undan því. Þó telji hann mjög ólíklegt að gjósi innan bæjarmarka Grindavíkur. Innlent 24.7.2024 10:26 Erfðabreytileikar hafa áhrif á DNA metýleringu Ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að erfðabreytileikar móta tengsl á milli DNA metýleringar og virkni gena, og eru þá líklegri til að tengjast ýmsum sjúkdómum sem og öðrum eiginleikum mannsins. Innlent 24.7.2024 09:56 Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. Innlent 24.7.2024 07:30 Leiðindi í lyfjaverslun og æsingur í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars beðin um aðstoð vegna manns í lyfjaverslun sem var „með almenn leiðindi“. Innlent 24.7.2024 06:15 Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. Innlent 23.7.2024 21:38 Ekki æskilegt að hafa fólk í bænum Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sitt en þar kemur fram að mikil hætta sé á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur. Að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings, er ekki æskilegt að halda til í bænum og bendir hann á að erfiðara sé að meta hvenær gos hefst með hverju gosinu sem verður. Innlent 23.7.2024 21:30 Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina. Innlent 23.7.2024 20:35 Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt. Innlent 23.7.2024 20:00 Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveg að Skaginn 3X lifi Gjaldþrot Skagans 3X á Akranesi hefur gríðarleg áhrif á sjávarútveg hér á landi og mikilvægt að fyrirtækið verði endurreist að sögn fyrrverandi verkstjóra. Það þurfi að hafa hraðar hendur svo sérhæfing glutrist ekki niður. Skiptastjóri segir horft til tilboðs sem feli það í sér en fleiri en hann þurfi að samþykkja það. Innlent 23.7.2024 19:00 Mikil hætta á gosi í Grindavík og óvissa í flugrekstri Mikil hætta er nú talin á gosi innan Grindavíkur samkvæmt nýju hættumati Veðurstofunnar. Jarðeðlisfræðingur segir sprungukerfið í bænum eiga þátt í því. Innlent 23.7.2024 18:15 Geta ekki selt hús því ókunnugt fólk er með skráð lögheimili í því Hjón eiga í erfiðleikum með að selja húsið sitt vegna þess að þar eru einstaklingar, sem þau vita ekki hver eru og kannast ekki við, með skráð lögheimili. Þetta sagði maður sem vildi ekki láta nafn síns getið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 23.7.2024 18:09 Aukin hætta á eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur Líkur eru á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu tveimur til þremur vikum. Hættustig hefur verið hækkað í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar. Innlent 23.7.2024 16:43 Slapp með skrámur eftir veltu á Reykjanesbraut Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi. Innlent 23.7.2024 16:05 Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. Innlent 23.7.2024 15:15 « ‹ 159 160 161 162 163 164 165 166 167 … 334 ›
Reiðhjólamaður féll af kletti við Jökulsárgljúfur Reiðhjólamaður slasaðist þegar hann féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur upp úr hádegi í dag. Hífa þurfti manninn upp úr gljúfrinu. Samferðamaður hans slasaðist þegar hann reyndi að aðstoða hann. Báðir voru fluttir til Akureyrar til frekari aðhlynningar. Innlent 24.7.2024 17:23
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. Innlent 24.7.2024 17:13
Þórarinn selur ekki sinn hlut í Búsæld Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að selja sinn hlut í Búsæld ehf. Heilmikil umræða varð um eignarhald hans og konu hans í félaginu þegar Kaupfélag Skagfirðinga keypti meirihluta hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska. Innlent 24.7.2024 16:32
Neyðarþyrluflug með ferðamann á Jökulfjörðum „vísir að misnotkun“ Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum telur það „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar að þyrla hafi sótt bandarískan ferðamann sem óskaði eftir aðstoð á Jökulfjörðum. Landhelgisgæslan hefur ekki á dagskrá að kryfja málið frekar. Innlent 24.7.2024 16:22
Þrettán vilja stýra ráðuneyti Svandísar Þrettán umsækjendur eru um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins sem auglýst var um miðjan júní sl. en umsóknarfrestur rann út 19. júlí. Innlent 24.7.2024 15:21
Myndband sýnir aðdraganda árásarinnar á Krít Myndband úr öryggismyndavél sýnir aðdraganda og upphaf stórfelldrar líkamsárásar á íslenska fjölskyldu á Krít fyrr í mánuðinum. Fjölskyldufaðirinn sem er grísk-kanadískur og heitir Emmanuel Kakoulakis er illa haldinn eftir árásina. Innlent 24.7.2024 15:19
Halla heimsótti Guðna Rúm vika er til stefnu þar til Halla Tómasdóttir verður formlega sett inn í embætti forseta Íslands. Fjölskyldur Höllu og Guðna Th. Jóhannessonar hittust á Bessastöðum í dag. Innlent 24.7.2024 14:13
Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. Innlent 24.7.2024 13:43
Lýsa yfir hættustigi Hættustigi verður lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Hættumat Veðurstofu Íslands verður uppfært í gær en kvika heldur áfram að safnast undir Svartsengi og búist er við kvikuhlaupi eða eldgosi á næstunni. Innlent 24.7.2024 13:25
Söngskólinn í Reykjavík leitar nýs húsnæðis Stjórnendur Söngskólans í Reykjavík leita nýs húsnæðis undir starfsemi skólans. Núverandi húsnæði skólans við Laufásveg í Reykjavík, sem gjarnan er kallað Sturluhallir, hefur þegar verið selt. Innlent 24.7.2024 12:34
Viðvarandi vætutíð og áfram rigning í kortunum Viðvarandi vætutíð hefur verið sunnan- og vestanlands í sumar og er áfram rigning í kortunum næstu daga. Of snemmt er að spá í spilin um veðrið um verslunarmannahelgina að sögn veðurfræðings. Innlent 24.7.2024 12:30
„Auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir“ Enn er stefnt að umfangsmiklum framkvæmdum í Grindavík þrátt fyrir uppfært hættumat Veðurstofunnar sem segir mikla hættu á eldgosi innan bæjarmarkanna. Þetta segir formaður Grindavíkurnefndar en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna. Innlent 24.7.2024 12:20
Arnar Þór íhugar að stofna stjórnmálaflokk Arnar Þór Jónsson, lögmaður og forsetaframbjóðandi, íhugar að stofna stjórnmálaflokk. Hann segir stjórnarflokkana orðna viðskila við hugsjónir sínar og að þörf sé á heilindum í íslenskum stjórnmálum. Innlent 24.7.2024 12:09
Verðbólga eykst og áfram rigning í kortunum Verðbólga tók nokkuð óvæntan kipp upp á við í júlí. Hagfræðingur telur það geta haft talsverð áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, sem verður kynnt í ágúst. Innlent 24.7.2024 11:47
Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. Innlent 24.7.2024 11:21
Siggi Kristins gítarleikari og bílaspekúlant er allur Sigurður Kristinsson, sem var meðal stofnmeðlima hinnar fornfrægu hljómsveitar Sniglabandsins, er allur. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu árin. Innlent 24.7.2024 11:02
Hraunflæði það hratt að ekki yrði hlaupið undan því Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að komi til goss á byggðu svæði geti hraunflæðið verið það hratt að ekki sé hægt að hlaupa undan því. Þó telji hann mjög ólíklegt að gjósi innan bæjarmarka Grindavíkur. Innlent 24.7.2024 10:26
Erfðabreytileikar hafa áhrif á DNA metýleringu Ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að erfðabreytileikar móta tengsl á milli DNA metýleringar og virkni gena, og eru þá líklegri til að tengjast ýmsum sjúkdómum sem og öðrum eiginleikum mannsins. Innlent 24.7.2024 09:56
Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. Innlent 24.7.2024 07:30
Leiðindi í lyfjaverslun og æsingur í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars beðin um aðstoð vegna manns í lyfjaverslun sem var „með almenn leiðindi“. Innlent 24.7.2024 06:15
Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. Innlent 23.7.2024 21:38
Ekki æskilegt að hafa fólk í bænum Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sitt en þar kemur fram að mikil hætta sé á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur. Að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings, er ekki æskilegt að halda til í bænum og bendir hann á að erfiðara sé að meta hvenær gos hefst með hverju gosinu sem verður. Innlent 23.7.2024 21:30
Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina. Innlent 23.7.2024 20:35
Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt. Innlent 23.7.2024 20:00
Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveg að Skaginn 3X lifi Gjaldþrot Skagans 3X á Akranesi hefur gríðarleg áhrif á sjávarútveg hér á landi og mikilvægt að fyrirtækið verði endurreist að sögn fyrrverandi verkstjóra. Það þurfi að hafa hraðar hendur svo sérhæfing glutrist ekki niður. Skiptastjóri segir horft til tilboðs sem feli það í sér en fleiri en hann þurfi að samþykkja það. Innlent 23.7.2024 19:00
Mikil hætta á gosi í Grindavík og óvissa í flugrekstri Mikil hætta er nú talin á gosi innan Grindavíkur samkvæmt nýju hættumati Veðurstofunnar. Jarðeðlisfræðingur segir sprungukerfið í bænum eiga þátt í því. Innlent 23.7.2024 18:15
Geta ekki selt hús því ókunnugt fólk er með skráð lögheimili í því Hjón eiga í erfiðleikum með að selja húsið sitt vegna þess að þar eru einstaklingar, sem þau vita ekki hver eru og kannast ekki við, með skráð lögheimili. Þetta sagði maður sem vildi ekki láta nafn síns getið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 23.7.2024 18:09
Aukin hætta á eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur Líkur eru á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu tveimur til þremur vikum. Hættustig hefur verið hækkað í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar. Innlent 23.7.2024 16:43
Slapp með skrámur eftir veltu á Reykjanesbraut Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi. Innlent 23.7.2024 16:05
Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. Innlent 23.7.2024 15:15