Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Agnar Már Másson skrifar 14. ágúst 2025 11:50 Taxý hönter, fyrrverandi leigubílstjóri sem hefur sinnt eigin eftirliti með leigubílstjórum landsins, uppnefnir Saint Paul Edeh „Dýrlinginn“. Samsett mynd Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. Friðrik Einarsson, betur þekktur sem Taxý Hönter, birti myndskeið á Facebook síðu sinni í morgun þar sem sést í snörp orðaskipti milli Saint Paul Edeh, nígerísks leigubílstjóra sem ekur einn undir formerkjum Amen Taxi, og tveggja mexíkanskra kvenna sem Edeh mun hafa ekið í Bláa lónið í gær. Ekki hefur náðst í Friðrik í dag en í færslunni skrifar hann að Edeh hafi ætlað að rukka konurnar 77 þúsund krónur, þrátt fyrir að þau hefðu samið um að þær myndu borga alls 350 evrur (50 þús. kr.) svo hann myndi skutla þeim í lónið, bíða eftir þeim í tvo til þrjá tíma og svo skutla þeim á Keflavíkurflugvöll. Lokaði skottinu á höfuð farþegans „Gefðu mér farangurinn minn,“ hrópaði önnur konan eftir að Edeh virtist hafa lokað skottinu á höfuð hennar þegar hún reyndi að sækja farangurinn sinn. „Þú varst að slá systur mína,“ bætti hin konan við. Hafði Edeh þá orð á því að þær væru frá Mexíkó. „Ég er frá Nígeríu og þið frá Mexíkó. Ég veit hvaða leik þið eruð að spila. Farið til helvítis, þið munuð borga mér,“ sagði leigubílstjórinn. „Ég bjó í Houston og ég veit hvernig þið Mexíkanar hagið ykkur, þið eruð þorparar,“ bætir hann síðar við. Friðrik útskýrir í sínu myndbandi að þegar lögreglan hafi mætt hafi mælirinn verið kominn upp í 88 þúsund krónur. Lögregla hafi látið konurnar fá töskurnar sínar en að öðru leyti hafi þessir laganna verðir „ekki gert neitt“ þrátt fyrir að hafa haft hann „vel á tug skipta“ í aftursætinu. Neitar því að hafa lokað skottinu á höfuð konunnar „Ég rukkaði nákvæmlega það sem var í mælinum,“ segir Edeh í samtali við fréttastofu. Hann segir Friðrik segja vitlaust frá. Konurnar hafi beðið hann um að bíða en hann upplýst þær um að mælirinn yrði í gangi á meðan. Edeh segir að bílstjóri frá Hreyfli hafi komið að þeim og sagt við þær að Edeh væri að svíkja þær. „Hún borgar mér á endanum, það er það sem máli skiptir,“ segir hann. „Þó að lögreglan hafi reyndar komið og þeir báðu mig um að lækka verðið,“ bætir hann við og segir að þær hafi borgað um 40 þúsund krónur á endanum. Spurður hvort það séu ekki full harkaleg viðbrögð að skella skottinu á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn svarar Edeh: „Ég lokaði ekki skottinu á höfuðið á neinum,“ segir hann og endurtekur sig, þrátt fyrir að atvikið náist á myndskeiði. Hann bætir við: „Þær vildu taka töskurnar sínar, ég sagði: Þið fáið ekki töskurnar fyrr en þið borgið mér.“ Hann segir að lögreglan hafi látið hann í friði að öðru leyti og ekki gert athugasemd við viðskipthætti hans. „Þú getur ekki notað lögregluna til að forðast skuldina þína,“ segir hann. Nýlega setti Bláa lónið upp upplýsingaskilti til að upplýsa túrista um það sem kallast eðlilegt verð fyrir leigubílaferð. Borið hafði á kvörtunum vegna „misbresta“ í verðlagi, að sögn framkvæmdastjóra hjá lóninu. Leigubílar Bláa lónið Neytendur Tengdar fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. 10. ágúst 2025 11:19 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Friðrik Einarsson, betur þekktur sem Taxý Hönter, birti myndskeið á Facebook síðu sinni í morgun þar sem sést í snörp orðaskipti milli Saint Paul Edeh, nígerísks leigubílstjóra sem ekur einn undir formerkjum Amen Taxi, og tveggja mexíkanskra kvenna sem Edeh mun hafa ekið í Bláa lónið í gær. Ekki hefur náðst í Friðrik í dag en í færslunni skrifar hann að Edeh hafi ætlað að rukka konurnar 77 þúsund krónur, þrátt fyrir að þau hefðu samið um að þær myndu borga alls 350 evrur (50 þús. kr.) svo hann myndi skutla þeim í lónið, bíða eftir þeim í tvo til þrjá tíma og svo skutla þeim á Keflavíkurflugvöll. Lokaði skottinu á höfuð farþegans „Gefðu mér farangurinn minn,“ hrópaði önnur konan eftir að Edeh virtist hafa lokað skottinu á höfuð hennar þegar hún reyndi að sækja farangurinn sinn. „Þú varst að slá systur mína,“ bætti hin konan við. Hafði Edeh þá orð á því að þær væru frá Mexíkó. „Ég er frá Nígeríu og þið frá Mexíkó. Ég veit hvaða leik þið eruð að spila. Farið til helvítis, þið munuð borga mér,“ sagði leigubílstjórinn. „Ég bjó í Houston og ég veit hvernig þið Mexíkanar hagið ykkur, þið eruð þorparar,“ bætir hann síðar við. Friðrik útskýrir í sínu myndbandi að þegar lögreglan hafi mætt hafi mælirinn verið kominn upp í 88 þúsund krónur. Lögregla hafi látið konurnar fá töskurnar sínar en að öðru leyti hafi þessir laganna verðir „ekki gert neitt“ þrátt fyrir að hafa haft hann „vel á tug skipta“ í aftursætinu. Neitar því að hafa lokað skottinu á höfuð konunnar „Ég rukkaði nákvæmlega það sem var í mælinum,“ segir Edeh í samtali við fréttastofu. Hann segir Friðrik segja vitlaust frá. Konurnar hafi beðið hann um að bíða en hann upplýst þær um að mælirinn yrði í gangi á meðan. Edeh segir að bílstjóri frá Hreyfli hafi komið að þeim og sagt við þær að Edeh væri að svíkja þær. „Hún borgar mér á endanum, það er það sem máli skiptir,“ segir hann. „Þó að lögreglan hafi reyndar komið og þeir báðu mig um að lækka verðið,“ bætir hann við og segir að þær hafi borgað um 40 þúsund krónur á endanum. Spurður hvort það séu ekki full harkaleg viðbrögð að skella skottinu á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn svarar Edeh: „Ég lokaði ekki skottinu á höfuðið á neinum,“ segir hann og endurtekur sig, þrátt fyrir að atvikið náist á myndskeiði. Hann bætir við: „Þær vildu taka töskurnar sínar, ég sagði: Þið fáið ekki töskurnar fyrr en þið borgið mér.“ Hann segir að lögreglan hafi látið hann í friði að öðru leyti og ekki gert athugasemd við viðskipthætti hans. „Þú getur ekki notað lögregluna til að forðast skuldina þína,“ segir hann. Nýlega setti Bláa lónið upp upplýsingaskilti til að upplýsa túrista um það sem kallast eðlilegt verð fyrir leigubílaferð. Borið hafði á kvörtunum vegna „misbresta“ í verðlagi, að sögn framkvæmdastjóra hjá lóninu.
Leigubílar Bláa lónið Neytendur Tengdar fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. 10. ágúst 2025 11:19 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. 10. ágúst 2025 11:19