Innlent

Kyn­ferðis­brot gegn barni til rann­sóknar, leið­toga­fundur og eldislax

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald yfir rúmlega tvítugum starfsmanni á leikskóla. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi.

Óttast er að eldislaxar berist í fleiri ár. Í hádegisfréttum verður rætt við formann veiðifélags á Norðurlandi sem segir slysasleppinguna umhverfisslys sem stjórnvöld verði að bregðast við.

Við förum yfir stöðuna fyrir leiðtogafund Donald Trump og Vladimir Pútín sem fram fer í Anchorage í Alaska kvöld. Athygli vakti að utanríkisráðherra Rússlands mætti til fundarins klæddur í bol með skammstöfun Sovétríkjanna sálugu. 

Rætt verður við sérfræðing hjá Fjarskiptastofu sem telur að enn séu þúsundir raftækja á landsvísu sem nýta 2G og 3G farsímaþjónustu. Sú þjónusta mun hætta um áramótin.

Þá verður staðan tekin á veðrinu sem er afar misskipt í dag og næstu daga. Eldingar á vestanverðu landinu og allhvöss suðvestan átt á Ströndum og Norðurlandi vestra þar sem gul viðvörun gildir í dag. Á sama tíma er spáð hitabylgju á Norðaustur og Austurlandi. 

Svo má ekki gleyma enska boltanum sem byrjar að rúlla í kvöld með leik Liverpool og Bournmouth. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×