Erlent

Myrti tví­fara sinn til að flýja þrúgandi fjöl­skyldu

Réttarhöld yfir 24 ára gamalli þýsk-írakskri konu og 25 ára gömlum manni frá Kósovó hófust í Þýskalandi í gær. Parið er ákært fyrir hafa myrt 23 ára gamla konu í ágúst 2022. Hin ákærða kona er sögð hafa viljað sviðsetja dauða sinn í von um að flýja þrúgandi fjölskylduaðstæður.

Erlent

FBI rann­sakar kyn­ferðis­glæpi tísku­mógúls

Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot tískumógúlsins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Abercrombie & Fitch. Rannsókninni var hrundið af stað í kjölfar fréttaumfjöllunar breska ríkisútvarpsins um málið.

Erlent

Elsti hundur sögunnar sviptur titlinum

Þegar portúgalski fjárhundurinn Bobi drapst í október á síðasta ári var hann talinn vera elsti hundur sögunnar, 31 árs gamall. Nú vilja dýralæknar meina að hann hafi alls ekki verið svo gamall. Hann hefur því verið sviptur titlinum tímabundið. 

Erlent

Þing­maður segir af sér eftir búðar­hnupl

Golriz Ghahraman, þingmaður Græningjaflokksins í Nýja-Sjálandi, hefur sagt af sér eftir að hún var sökuð um að stela klæðnaði úr í það minnsta tveimur tískuverslunum. Hún segir stress tengt starfi hennar hafa orðið til þess að hún fór að hnupla.

Erlent

Fritzl mögu­lega fluttur úr öryggis­fangelsi

Austurríski kynferðis- og ofbeldismaðurinn Josef Fritzl verður mögulega fluttur í almennt fangelsi eða á elliheimili. Fritzl hefur afplánað dóm sinn á réttargeðdeild í öryggisfangelsi frá því hann var handtekinn árið 2009.

Erlent

Trump vann stór­sigur í Iowa

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt.

Erlent

Trump sigur­viss fyrir fyrsta forvalið í Iowa

Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn.

Erlent

Trump talinn lang­vin­sælastur í Iowa

Fyrstu skref Repúblikanaflokksins í átt að forsetakosningunum í haust verða gengin í dag. Meðlimir flokksins í Iowa-ríki velja þá hvaða frambjóðanda þeir vilja sjá sem fulltrúa þeirra í haust. 

Erlent

Hafa tvö­faldað auð sinn á fjórum árum

Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 

Erlent

„Guð geymi kónginn“

Friðrik tíundi er konungur Danmerkur. Formleg krýning hans átti sér stað klukkan eitt á íslenskum tíma þegar Margrét Þórhildur lýsti skrifaði undir afsagnaryfirlýsingu.

Erlent

Frið­rik tíundi verður Dana­konungur í dag

Friðrik krónprins verður í dag krýndur Friðrik tíundi Danakonungur við hátíðlega athöfn í Kristjánsborgarhöll. Íslendingar fylgjast kannski ekki grannt með þessum merka atburði í ljósi hrauntungnanna sem mjakast nær Grindavík með hverjum tímanum sem líður.

Erlent

Lai Ching-te kjörinn for­seti í Taí­van

Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins.

Erlent

Fær­eyskir nem­endur sagðir beita kennara of­beldi

Meðlimur í kennarasambandi Færeyja hefur kvatt kollega sína til þess að vera duglegri að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hendi nemenda sinna. Hann segir hafa borið á því að nemendur beiti kennara sína ofbeldi í auknum mæli. Þeir kasti bókum og pennum í kennara, sem segi tímaspursmál hvenær þeir verða barðir og þaðan af verra.

Erlent

Hútar hóta hefndum

Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða.

Erlent

Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum

Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum.

Erlent