Engin sátt í sjónmáli: Trump vill selja Tesluna Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 16:10 Trump keypti sér Teslu í mars, sem var hálfgerð stuðningsyfirlýsing við Musk. Nú vill hann selja bílinn. Getty/Andrew Harnik Sátt virðist ekki vera innan seilingar milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og auðkýfingsins Elons Musks. Trump er sagður ætla að selja nýja Tesla-bílinn sinn sem hann keypti einmitt til stuðnings Musk. Slitnað hefur úr vinasambandi Bandaríkjaforseta og Musks, eins og alþjóð varð vitni að í gær þegar þeir skutu föstum skotum að hvor öðrum, hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Musk, sem yfirgaf nýlega hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar (DOGE), hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og ýmsa Repúblikana sem studdu það en forðast að gagnrýna Trump með beinum hætti. Þar til í gær eftir að Trump kvaðst vonsvikinn út í Musk, sem lét síðan Trump heyra það á samfélagsmiðlinum X. Trump kallaði þá Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu sagt við fjölmiðla að þeir hygðust grafa stríðsöxina með símtali í dag, en New York Times greina nú frá því að ekkert slíkt símtal sé á dagskrá að sögn aðstoðarmanna. Miðillinn hefur enn fremur eftir ónafngreindum aðstoðarmanni forsetans að Trump hyggist selja rauðu Tesla-bifreiðina sína, sem hann keypti í mars einmitt til að sýna Musk stuðning meðan auðkýfingurinn sat undir mikilli gagnrýni vegna starfa DOGE. Möguleg sátt runnin út í sandinn? Í gærkvöldi voru blikur á lofti um að þeir vildu sættast. Trump hafði dregið til baka hótanir sínar um að hætta við rekstur Dragon-eldflaugar SpaceX, sem Nasa hefur haft afnot af undanfarin ár. Og þegar Bill Ackman auðkýfingur stakk upp á því á X í gær að mennirnir stilltu til friðar, „frábæru þjóð okkar til hagsbóta“, svaraði Musk: „Þú hefur ekki rangt fyrir þér.“ Deilur Musks við Trump gætu kostað auðkýfinginn mikið þar sem fyrirtæki hans, aðallega SpaceX, hafa grætt milljarða dala af samningum við stjórnvöld, sem Trump hótaði reyndar að slíta í gær. Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tesla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Slitnað hefur úr vinasambandi Bandaríkjaforseta og Musks, eins og alþjóð varð vitni að í gær þegar þeir skutu föstum skotum að hvor öðrum, hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Musk, sem yfirgaf nýlega hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar (DOGE), hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og ýmsa Repúblikana sem studdu það en forðast að gagnrýna Trump með beinum hætti. Þar til í gær eftir að Trump kvaðst vonsvikinn út í Musk, sem lét síðan Trump heyra það á samfélagsmiðlinum X. Trump kallaði þá Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu sagt við fjölmiðla að þeir hygðust grafa stríðsöxina með símtali í dag, en New York Times greina nú frá því að ekkert slíkt símtal sé á dagskrá að sögn aðstoðarmanna. Miðillinn hefur enn fremur eftir ónafngreindum aðstoðarmanni forsetans að Trump hyggist selja rauðu Tesla-bifreiðina sína, sem hann keypti í mars einmitt til að sýna Musk stuðning meðan auðkýfingurinn sat undir mikilli gagnrýni vegna starfa DOGE. Möguleg sátt runnin út í sandinn? Í gærkvöldi voru blikur á lofti um að þeir vildu sættast. Trump hafði dregið til baka hótanir sínar um að hætta við rekstur Dragon-eldflaugar SpaceX, sem Nasa hefur haft afnot af undanfarin ár. Og þegar Bill Ackman auðkýfingur stakk upp á því á X í gær að mennirnir stilltu til friðar, „frábæru þjóð okkar til hagsbóta“, svaraði Musk: „Þú hefur ekki rangt fyrir þér.“ Deilur Musks við Trump gætu kostað auðkýfinginn mikið þar sem fyrirtæki hans, aðallega SpaceX, hafa grætt milljarða dala af samningum við stjórnvöld, sem Trump hótaði reyndar að slíta í gær.
Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tesla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira