Fótbolti Ætlar að halda áfram að verja sig „þar til sannleikurinn kemur í ljós“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, ætlar að halda áfram að verja sig „þar til sannleikurinn kemur í ljós.“ Fótbolti 2.9.2023 07:00 Gluggadagurinn: Gravenberch til Liverpool og nafnarnir Joao Felix og Cancelo til Barcelona Félagsskiptaglugginn í öllum helstu deildum Evrópuboltans lokaði í kvöld og bárust tíðindi um félagsskipti í allan dag og lang fram eftir kvöldi. Íþróttadeild Vísis var með puttann á púlsinum og fylgdist með öllu því helsta. Fótbolti 1.9.2023 23:30 Greenwood farinn á láni til Spánar Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er genginn í raðir Getafe á láni frá Manchester United. Fótbolti 1.9.2023 22:46 Mark með síðustu spyrnu leiksins galopnaði fallbaráttuna Selfoss vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Gróttu í fallbaráttuslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld. Fótbolti 1.9.2023 22:15 Gravenberch orðinn leikmaður Liverpool Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Fótbolti 1.9.2023 21:31 Bowen og Zouma skutu West Ham á toppinn West Ham lyfti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann góðan 1-2 útisigur gegn Luton Town í kvöld. Fótbolti 1.9.2023 20:56 Tíu leikmenn AC Milan héldu út gegn Roma og liðið enn með fullt hús stiga AC Milan er enn með fullt hús stiga í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir góðan 1-2 útisigur gegn Roma í kvöld. Gestirnir frá Mílanóborg þurftu að leika síðasta hálftíma leiksins manni færri. Fótbolti 1.9.2023 20:46 Dortmund kastaði frá sér tveggja marka forskoti gegn nýliðunum Borussia Dortmund þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið tók á móti nýliðum Heideinheim í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn í Dortmund voru komnir með tveggja marka forystu snemma leiks. Fótbolti 1.9.2023 20:31 „Erum ekkert í þessu bara til að taka þátt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið sé ekki mætt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu til þess eins að taka þátt. Liðið ætli sér að sýna góða frammistöðu og með því komi oft góð niðurstaða. Fótbolti 1.9.2023 19:45 Ísak og félagar lyftu sér á toppinn Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Fortuna Düsseldorf lyftu sér á topp þýsku B-deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 sigur gegn Karlsruher SC í dag. Fótbolti 1.9.2023 18:25 Þjálfari karlaliðsins biðst afsökunar á að hafa klappað fyrir Rubiales Luis de la Fuente, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur beðist afsökunar á því að hafa klappað fyrir ræðu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, þar sem hann sagðist ekki ætla að segja af sér í kjölfar þess að hafa kysst Jenni Hermoso gegn hennar vilja. Fótbolti 1.9.2023 18:01 „Upp úr riðlinum, takk!“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu. Fótbolti 1.9.2023 17:15 Nýjustu tíðindi gætu haft slæm áhrif á skipti Gravenberch til Liverpool Upp hafa komið vandamál varðandi möguleg félagsskipti portúgalska miðjumannsins Joao Palhinha frá Fulham til Bayern Munchen, vandamál sem geta haft áhrif til hins verra fyrir Liverpool sem er að reyna ganga frá félagsskiptum Ryan Gravenberch frá Bayern Munchen. Enski boltinn 1.9.2023 16:21 „Búnir að blása af Tenerife-ferðir“ Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig. Fótbolti 1.9.2023 15:00 Sverrir Ingi dregur sig úr landsliðshópi Íslands Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 vegna meiðsla. Fótbolti 1.9.2023 14:49 Skælbrosandi Gylfi Þór mættur til æfinga: „Gríðarlega erfiður tími“ Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby deilir í dag myndum af æfingu liðsins þar sem sjá má nýjustu viðbæturnar í leikmannahópnum, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Marc Muniesa. Fótbolti 1.9.2023 14:35 Þórður mun þjálfa þrjú landslið Íslands Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari U16 og U17 landsliða kvenna. Samhliða því mun hann þjálfa U23 lið kvenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ. Fótbolti 1.9.2023 14:00 Veltir fyrir sér hvort Southgate sé of trúr sínum uppáhalds mönnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti á fimmtudag hópinn sem mætir Úkraínu og Skotlandi síðar í þessum mánuði. Southgate er trúr sínum mönnum og velur leikmenn sem hafa lítið sem ekkert spilað sem og einn sem spilar nú í Sádi-Arabíu. Fótbolti 1.9.2023 13:31 Altay fyllir skarð Henderson á Old Trafford Markvörðurinn Altay Bayındır er genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Hann skrifar undir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Enski boltinn 1.9.2023 12:31 Breiðablik í sögulegum B-riðli í Evrópu Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í B-riðil riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en dregið var nú rétt í þessu í Mónakó. Fótbolti 1.9.2023 12:00 Riðlar Evrópudeildarinnar: Liverpool til Frakklands | Brighton fær verðugt verkefni Dregið var í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta núna í morgun en lið úr ensku úrvalsdeildinni á borð við Liverpool, West Ham United og Brighton voru í pottinum ásamt öðrum vel þekktum liðum úr Evrópuboltanum. Sevilla er ríkjandi Evrópudeildarmeistari eftir sigur gegn Roma í úrslitaleik síðasta tímabils. Fótbolti 1.9.2023 11:36 Englandsmeistararnir staðfesta Nunes og selja Palmer til Chelsea Englandsmeistarar Manchester City hafa staðfest kaupin á miðjumanninum Matheus Nunes. Hann skrifar undir fimm ára samning við félagið. Þá er hinn ungi Cole Palmer genginn í raðir Chelsea. Enski boltinn 1.9.2023 11:30 Tileinkaði andstæðingunum í úrslitaleik HM verðlaunin Sarina Wiegman, þjálfari Englands, var í gærkvöld valin þjálfari ársins í kvennaflokki af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Hún tileinkaði spænska kvennalandsliðinu, liðið sem hafði betur gegn Englandi í úrslitum HM, verðlaunin sín. Fótbolti 1.9.2023 11:01 Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 1.9.2023 10:01 Fyrsta sinn sem allar Norðurlandaþjóðir eiga lið í riðlakeppni Í fyrsta skipti í sögunni eiga allar Norðurlandaþjóðirnar Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Færeyjar öll knattspyrnulið sem munu keppa í riðlakeppni Evrópukeppna. Þetta varð ljóst í gær þegar Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 1.9.2023 09:30 „Þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn“ „Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins. Fótbolti 1.9.2023 09:01 Heimsmeistarinn Bonmatí og markaprinsinn Håland best að mati UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gærkvöld hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins að mati sambandsins. Fótbolti 1.9.2023 08:30 Allir leikir Íslands í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Allir leikir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Fyrstu leikirnir verða 8. september gegn Lúxemborg ytra og svo 11. september gegn Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli. Fótbolti 1.9.2023 08:01 Laugardalsvöllur eini möguleiki Blika hér á landi Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina? Fótbolti 1.9.2023 07:31 Man United selur Henderson og fær vinstri bakvörð frá Tottenham Það hefur verið nóg um að vera á skrifstofu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í kvöld en félagið seldi leikmann sem og það virðist hafa fundið vinstri bakvörð. Enski boltinn 31.8.2023 23:31 « ‹ 314 315 316 317 318 319 320 321 322 … 334 ›
Ætlar að halda áfram að verja sig „þar til sannleikurinn kemur í ljós“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, ætlar að halda áfram að verja sig „þar til sannleikurinn kemur í ljós.“ Fótbolti 2.9.2023 07:00
Gluggadagurinn: Gravenberch til Liverpool og nafnarnir Joao Felix og Cancelo til Barcelona Félagsskiptaglugginn í öllum helstu deildum Evrópuboltans lokaði í kvöld og bárust tíðindi um félagsskipti í allan dag og lang fram eftir kvöldi. Íþróttadeild Vísis var með puttann á púlsinum og fylgdist með öllu því helsta. Fótbolti 1.9.2023 23:30
Greenwood farinn á láni til Spánar Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er genginn í raðir Getafe á láni frá Manchester United. Fótbolti 1.9.2023 22:46
Mark með síðustu spyrnu leiksins galopnaði fallbaráttuna Selfoss vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Gróttu í fallbaráttuslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld. Fótbolti 1.9.2023 22:15
Gravenberch orðinn leikmaður Liverpool Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Fótbolti 1.9.2023 21:31
Bowen og Zouma skutu West Ham á toppinn West Ham lyfti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann góðan 1-2 útisigur gegn Luton Town í kvöld. Fótbolti 1.9.2023 20:56
Tíu leikmenn AC Milan héldu út gegn Roma og liðið enn með fullt hús stiga AC Milan er enn með fullt hús stiga í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir góðan 1-2 útisigur gegn Roma í kvöld. Gestirnir frá Mílanóborg þurftu að leika síðasta hálftíma leiksins manni færri. Fótbolti 1.9.2023 20:46
Dortmund kastaði frá sér tveggja marka forskoti gegn nýliðunum Borussia Dortmund þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið tók á móti nýliðum Heideinheim í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn í Dortmund voru komnir með tveggja marka forystu snemma leiks. Fótbolti 1.9.2023 20:31
„Erum ekkert í þessu bara til að taka þátt“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið sé ekki mætt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu til þess eins að taka þátt. Liðið ætli sér að sýna góða frammistöðu og með því komi oft góð niðurstaða. Fótbolti 1.9.2023 19:45
Ísak og félagar lyftu sér á toppinn Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Fortuna Düsseldorf lyftu sér á topp þýsku B-deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 sigur gegn Karlsruher SC í dag. Fótbolti 1.9.2023 18:25
Þjálfari karlaliðsins biðst afsökunar á að hafa klappað fyrir Rubiales Luis de la Fuente, þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur beðist afsökunar á því að hafa klappað fyrir ræðu Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, þar sem hann sagðist ekki ætla að segja af sér í kjölfar þess að hafa kysst Jenni Hermoso gegn hennar vilja. Fótbolti 1.9.2023 18:01
„Upp úr riðlinum, takk!“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu. Fótbolti 1.9.2023 17:15
Nýjustu tíðindi gætu haft slæm áhrif á skipti Gravenberch til Liverpool Upp hafa komið vandamál varðandi möguleg félagsskipti portúgalska miðjumannsins Joao Palhinha frá Fulham til Bayern Munchen, vandamál sem geta haft áhrif til hins verra fyrir Liverpool sem er að reyna ganga frá félagsskiptum Ryan Gravenberch frá Bayern Munchen. Enski boltinn 1.9.2023 16:21
„Búnir að blása af Tenerife-ferðir“ Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig. Fótbolti 1.9.2023 15:00
Sverrir Ingi dregur sig úr landsliðshópi Íslands Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 vegna meiðsla. Fótbolti 1.9.2023 14:49
Skælbrosandi Gylfi Þór mættur til æfinga: „Gríðarlega erfiður tími“ Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby deilir í dag myndum af æfingu liðsins þar sem sjá má nýjustu viðbæturnar í leikmannahópnum, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Marc Muniesa. Fótbolti 1.9.2023 14:35
Þórður mun þjálfa þrjú landslið Íslands Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari U16 og U17 landsliða kvenna. Samhliða því mun hann þjálfa U23 lið kvenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ. Fótbolti 1.9.2023 14:00
Veltir fyrir sér hvort Southgate sé of trúr sínum uppáhalds mönnum Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti á fimmtudag hópinn sem mætir Úkraínu og Skotlandi síðar í þessum mánuði. Southgate er trúr sínum mönnum og velur leikmenn sem hafa lítið sem ekkert spilað sem og einn sem spilar nú í Sádi-Arabíu. Fótbolti 1.9.2023 13:31
Altay fyllir skarð Henderson á Old Trafford Markvörðurinn Altay Bayındır er genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Hann skrifar undir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Enski boltinn 1.9.2023 12:31
Breiðablik í sögulegum B-riðli í Evrópu Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í B-riðil riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en dregið var nú rétt í þessu í Mónakó. Fótbolti 1.9.2023 12:00
Riðlar Evrópudeildarinnar: Liverpool til Frakklands | Brighton fær verðugt verkefni Dregið var í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta núna í morgun en lið úr ensku úrvalsdeildinni á borð við Liverpool, West Ham United og Brighton voru í pottinum ásamt öðrum vel þekktum liðum úr Evrópuboltanum. Sevilla er ríkjandi Evrópudeildarmeistari eftir sigur gegn Roma í úrslitaleik síðasta tímabils. Fótbolti 1.9.2023 11:36
Englandsmeistararnir staðfesta Nunes og selja Palmer til Chelsea Englandsmeistarar Manchester City hafa staðfest kaupin á miðjumanninum Matheus Nunes. Hann skrifar undir fimm ára samning við félagið. Þá er hinn ungi Cole Palmer genginn í raðir Chelsea. Enski boltinn 1.9.2023 11:30
Tileinkaði andstæðingunum í úrslitaleik HM verðlaunin Sarina Wiegman, þjálfari Englands, var í gærkvöld valin þjálfari ársins í kvennaflokki af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Hún tileinkaði spænska kvennalandsliðinu, liðið sem hafði betur gegn Englandi í úrslitum HM, verðlaunin sín. Fótbolti 1.9.2023 11:01
Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 1.9.2023 10:01
Fyrsta sinn sem allar Norðurlandaþjóðir eiga lið í riðlakeppni Í fyrsta skipti í sögunni eiga allar Norðurlandaþjóðirnar Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Færeyjar öll knattspyrnulið sem munu keppa í riðlakeppni Evrópukeppna. Þetta varð ljóst í gær þegar Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 1.9.2023 09:30
„Þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn“ „Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins. Fótbolti 1.9.2023 09:01
Heimsmeistarinn Bonmatí og markaprinsinn Håland best að mati UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gærkvöld hverjir væru leikmenn og þjálfarar ársins að mati sambandsins. Fótbolti 1.9.2023 08:30
Allir leikir Íslands í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Allir leikir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Fyrstu leikirnir verða 8. september gegn Lúxemborg ytra og svo 11. september gegn Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli. Fótbolti 1.9.2023 08:01
Laugardalsvöllur eini möguleiki Blika hér á landi Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina? Fótbolti 1.9.2023 07:31
Man United selur Henderson og fær vinstri bakvörð frá Tottenham Það hefur verið nóg um að vera á skrifstofu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í kvöld en félagið seldi leikmann sem og það virðist hafa fundið vinstri bakvörð. Enski boltinn 31.8.2023 23:31