Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 12:02 Rúben Amorim hefur gert góða hluti með Sporting undanfarin fjögur ár. getty/Gualter Fatia Paul Scholes, einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, er ekki alveg sannfærður um ágæti Rúbens Amorim sem félagið vill fá sem næsta knattspyrnustjóra. United er í stjóraleit eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Amorim, sem hefur stýrt Sporting í Portúgal síðan 2020, er efstur á blaði forráðamanna United og félagið hefur sett sig í samband við Sporting. United ku vera tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting. Scholes finnst umræðan um Amorim og væntanlega ráðningu hans minna á þegar Ten Hag var ráðinn stjóri United fyrir tveimur árum. „Ég er sammála um Rúben Amorim. Umtalið minnir um margt á Erik ten Hag,“ sagði Scholes í The Overlap á Sky. „Við á Englandi horfum ekki mikið á portúgalskan fótbolta svo við vitum ekki mikið. Við höfum séð þá smá í Evrópukeppni og allt sem við höfum heyrt er gott - spennandi fótbolti, þrír í vörn og halda boltanum - eitthvað sem United gerir ekki. Ef hann kemur inn og innleiðir þetta gæti það verið spennandi,“ sagði Scholes við. Staðfesti áhuga United Amorim tjáði sig aðeins um áhuga United eftir leik Sporting og Nacional í portúgalska deildabikarnum í gær. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim meðal annars. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert. Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna ekki því. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði bætti Portúgalinn við. Amorim tók við Sporting í mars 2020. Undir hans stjórn hefur liðið unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Amorim stýrði Braga aðeins í þrettán leikjum en það var nóg til að heilla forráðamenn Sporting. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hags, stýrir United gegn Leicester City í 4. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Enski boltinn Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
United er í stjóraleit eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Amorim, sem hefur stýrt Sporting í Portúgal síðan 2020, er efstur á blaði forráðamanna United og félagið hefur sett sig í samband við Sporting. United ku vera tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting. Scholes finnst umræðan um Amorim og væntanlega ráðningu hans minna á þegar Ten Hag var ráðinn stjóri United fyrir tveimur árum. „Ég er sammála um Rúben Amorim. Umtalið minnir um margt á Erik ten Hag,“ sagði Scholes í The Overlap á Sky. „Við á Englandi horfum ekki mikið á portúgalskan fótbolta svo við vitum ekki mikið. Við höfum séð þá smá í Evrópukeppni og allt sem við höfum heyrt er gott - spennandi fótbolti, þrír í vörn og halda boltanum - eitthvað sem United gerir ekki. Ef hann kemur inn og innleiðir þetta gæti það verið spennandi,“ sagði Scholes við. Staðfesti áhuga United Amorim tjáði sig aðeins um áhuga United eftir leik Sporting og Nacional í portúgalska deildabikarnum í gær. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim meðal annars. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert. Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna ekki því. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði bætti Portúgalinn við. Amorim tók við Sporting í mars 2020. Undir hans stjórn hefur liðið unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Amorim stýrði Braga aðeins í þrettán leikjum en það var nóg til að heilla forráðamenn Sporting. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hags, stýrir United gegn Leicester City í 4. umferð enska deildabikarsins í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira