Viðskipti innlent

SFF hafna ásökunum bifreiðaeigenda
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafna ásökunum Félags íslenskra biðfreiðaeigenda, um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Félagið kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings SFF.

„Klárlega“ breytingar í ytra umhverfi sem ÁTVR þurfi að laga sig að
Nýráðinn forstjóri ÁTVR er fyrsta konan til að gegna stöðunni í meira en hundrað ára sögu stofnunarinnar. Hún segist spennt að kynnast starfseminni og segir ytra umhverfi í áfengis- og tóbakssölu á Íslandi klárlega breytt.

Vilborg Arna og Auðbjörg til liðs við FranklinCovey
Auðbjörg Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttur hafa bæst í raðir þekkingarfyrirtækisins FranklinCovey á Íslandi sem ráðgjafar og leiðtogar vaxtar og árangurs.

Þorgerður skipuð forstjóri ÁTVR
Þorgerður Kristín Þráinsdóttir hefur verið skipuð forstjóri ÁTVR. Þorgerður var valin úr hópi nítján umsækjenda.

„Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“
Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt.

Ríkið greiddi 25 milljarða í laun
Þann 1. júní voru laun ríkisstarfsmanna vegna maímánaðar greidd út en launakostnaður ríkisins var um 25 milljarðar.

Skor flytur: „Ansi þreytt“ að þurfa að reka fólk út klukkan tíu
Pílu- og veitingastaðurinn Skor flytur um set á næstu misserum, af Kolagötu yfir í húsnæði að Hafnarstræti 18. Eigandi segist langþreyttur á deilum um opnunartíma og bindur vonir við að geta lengt opnunartíma staðarins í nýju húsnæði.

Meðallaun 758 þúsund á mánuði
Regluleg laun voru að meðaltali 758 þúsund krónur á mánuði árið 2024. Ef eingöngu er horft til launafólks í fullu starfi voru regluleg laun að meðaltali 845 þúsund krónur og miðgildið 753. Um 65 prósent fullvinnandi launafólks er með laun undir meðaltali.

Saka hagfræðing SFF um að reyna að draga úr samkeppni í tryggingum
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem það telur að hafi verið tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi.

Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar
Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun.

Sveiflujöfnunarauki helst óbreyttur
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt.

Ráðinn framkvæmdastjóri Janusar heilsueflingar
Ragnar Örn Kormáksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Janusar heilsueflingar.

Fyrsta sinni í mörg herrans ár neftóbakslaust í Leifsstöð
Sveinn Víkingur Árnason framkvæmdastjóri hjá ÁTVR segir ljóst að þeir hafi engar forsendur til að veita afslætti, til þess þyrfti hreinlega lagabreytingar. Hann segir þetta líklega í fyrsta skipti í sögunni sem neftóbakslaust sé í Leifsstöð.

Mun stýra Starfsþróunarsetri BHM
Páll Ásgeir Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Starfsþróunarseturs BHM.

Tilfallandi neftóbaksskortur veldur skjálfta
Flugfarþegi sem átti leið um Keflavíkurflugvöll í gær er hugsi eftir að neftóbak var hvergi að finna til sölu í fríhöfninni sem komin er undir nýjan rekstraraðila. Heinemann sé þegar farið að taka til hendinni, og líst honum illa á. Heinemann segir hins vegar að um tilfallandi skort á neftóbaki sé að ræða.

134 sagt upp í þremur hópuppsögnum
Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði.

Ingvi Steinn frá Arion til Defend Iceland
Ingvi Steinn Ólafsson hefur gengið til liðs við netöryggisfyrirtækið Defend Iceland sem yfirmaður vöruþróunar.

Ferjuleiðir taka við rekstri ferjunnar Baldurs
Ferjuleiðir ehf. taka við rekstri Breiðafjarðarferjunnar Baldurs frá og með deginum í dag. af Sæferðum í Stykkishólmi. Fyrsta ferð Baldurs undir nýjum rekstraraðila verður farin klukkan ellefu á morgun, mánudaginn 2. júní.

Nýr verslunarkjarni opnaður á Selfossi
Austurgarður er nafn nýs verslunarkjarna á Selfossi, sem hefur verið opnaður austast í bæjarfélaginu. Þar eru verslunareigendur meðal annars að horfa til staðsetningar nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður ekki langt frá nýja kjarnanum.

Íslensk fyrirtæki geti endurheimt verulegar fjárhæðir
Samtök ferðaþjónustunnar, evrópsku hagsmunasamtökin HOTREC og yfir 25 landssamtök fyrirtækja í gistiþjónustu víðs vegar um Evrópu standa nú sameiginlega að hópmálsókn gegn bókunarfyrirtækinu Booking.com. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastóri SAF, vonast til þess að sem flest íslensk hótel taki þátt í málsókninni. Í því felist möguleiki til að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu.

Í hópi þeirra sem hlutu Viator Experience-verðlaunin
Lava Show hlaut á dögunum Viator Experience verðlaunin 2025 en Viator er heimsins stærsta markaðstorg á sviði ferðaþjónustu.

Heiður Björk tekur við eftir brotthvarf Gunnars Egils
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Samkaupa, verður starfandi forstjóri fyrirtækisins þar til sameining við Orkuna er yfirstaðin. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa undanfarin fimm ár.

GeoSilica hefur framleiðslu á Þeistareykjum
GeoSilica mun hefna starfsemi í nýju húsi á fjölnýtingarlóð Landsvirkjunar á Þeistareykjum komandi haust.

Sigurður Jökull stýrir Cruise Iceland
Sigurður Jökull Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Cruise Iceland. Hann hafði áður setið í stjórn félagsins.

Taka við nýjum forstöðumannastöðum hjá Krónunni
Sigurður Gunnar Markússon og Gunnhildur Jódís Ísaksdóttir hafa tekið við nýjum forstöðumannastöðum hjá Krónunni.

Dolores ráðin forstöðumaður hjá OK
Dolores Rós Valencia hefur verið ráðin forstöðumaður fjar- og vettvangsþjónustu hjá OK.

Shein ginni neytendur til skyndikaupa
Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum.

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum.

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum.

Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir að Íslandsbanki sé líklegri en Arion banki að sameinast Kviku banka, einfaldlega vegna þess að Íslandsbanki býður betur. Væntanleg sameining mun taka marga mánuði, líklega ár, segir Snorri.